Sumarlokun skrifstofu Dalabyggðar 2022

DalabyggðFréttir

Skrifstofa Dalabyggðar verður lokuð dagana 1. – 5. ágúst nk. vegna sumarleyfa og verður opnuð að nýju mánudaginn 8. ágúst.   Á þessum tíma er hægt að senda tölvupóst á dalir@dalir.is sem verður svarað við fyrsta tækifæri.   Skrifstofan er opin frá kl.09:00 – 13:00 dagana 26. – 29. júlí nk. áður en sumarlokun tekur gildi.

Sveitarstjórn Dalabyggðar – 223. fundur

SafnamálFréttir

223. fundur sveitarstjórnar Dalabyggðar verður haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal, mánudaginn 25. júlí 2022 og hefst kl. 19:00. Gert er ráð fyrir að fundurinn verði lokaður og verður tillaga um það tekin fyrir í upphafi fundar.   Dagskrá: Almenn mál 2206024 – Laugar í Sælingsdal – tilboð   21.07.2022 Kristján Sturluson, starfandi sveitarstjóri.  

Aðalskipulag Dalabyggðar 2020-2032 – auglýsing

DalabyggðFréttir

Sveitarstjórn Dalabyggðar samþykkti á fundi sínum þann 10. mars 2022 að auglýsa tillögu að Aðalskipulagi Dalabyggðar 2020-2032 ásamt umhverfismatsskýrslu skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og 15. gr. laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana. Tillagan er aðgengileg í fylgiskjölum hér fyrir neðan og á heimasíðu Skipulagsstofnunar frá og með 15. júlí 2022 til 26. ágúst 2022. Þeim sem telja sig …

Útboð: Skólaakstur á leið 8

DalabyggðFréttir

Dalabyggð auglýsir eftir tilboðum í skólaakstur á leið 8 sem hefst við Hróðnýjarstaði. Skólaárið 2022-2023 er áætluð akstursvegalengd 20 km á dag (2 x 10 km). Skólatími er áætlaður u.þ.b. 180 dagar. Áætlaður nemendafjöldi á akstursleiðinni skólaárið 2022-2023 er 4 börn. Það skal tekið fram að nemendafjöldi og akstursleið geta breyst. Ekið er að morgni samkvæmt eftirfarandi bæjarröð: Hróðnýjarstaðir Nemendur …

Ólafsdalshátíðin 2022

DalabyggðFréttir

Þrettánda Ólafsdalshátíðin verður síðan haldin laugardaginn 16. júlí, sjá m.a. hér: Ólafsdalshátíðin 2022 Fjölbreytt fjölskylduhátíð að vanda, sjá hér fyrir neðan. Ólafsdalsfélagið verður einnig með sumaropnun í Ólafsdal 10. júlí – 1. ágúst, alla daga kl. 12-17.  

Rafmagnsbilun á Skarðsströnd 13.07.2022

DalabyggðFréttir

Rafmagnsbilun er í gangi á Skarðsströnd, verið er að leita að bilun. Ef þú hefur einhverjar upplýsingar sem gætu hjálpað við bilanaleit hafðu þá vinsamlega samband við Svæðisvakt RARIK Vesturlandi í síma 528 9000 Kort af svæði sem talið er vera um að ræða má sjá á www.rarik.is/rof

Björn Bjarki Þorsteinsson ráðinn sveitarstjóri Dalabyggðar

SafnamálFréttir

Björn Bjarki Þorsteinsson hefur verið ráðinn sveitarstjóri Dalabyggðar. Bjarki hefur starfað sem framkvæmdastjóri Brákarhlíðar, hjúkrunar- og dvalarheimilis í Borgarnesi síðastliðin 15 ár. Hann hefur setið í stjórn Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu síðastliðin 10 ár, lengst af sem varaformaður og síðar formaður þar til í apríl s.l.. Bjarki hefur áralanga reynslu af sveitarstjórnarstörfum en hann sat í sveitarstjórn Borgarbyggðar frá 2002-2018, …

Straumleysi í Miðdölum 7.7.2022

SafnamálFréttir

Rafmagnslaust verður frá rofastöð í Álfheimum að Breiðabólstað fimmtudaginn 7.7.2022 frá kl 11:00 til kl 11:20 og frá kl 17:00 til kl 17:20 Athugið að straumlaust verður allan tímann (kl. 11:00 til 17:20) frá og með dælustöð í Fellsenda S-178 að Neðri-Hundadal S-185 og Brekkumúla S-199. Gæti þurft að blikka aftur undir lok straumleysis ef víxla þarf snúningsátt. Nánari upplýsingar …

Ólafsdalur – sumaropnun 2022

DalabyggðFréttir

Ólafsdalsfélagið verður með sumaropnun í Ólafsdal 10. júlí – 1. ágúst, alla daga kl. 12-17. Þrettánda Ólafsdalshátíðin verður síðan haldin laugardaginn 16. júlí, sjá m.a. hér: Ólafsdalshátíðin 2022 Fjölbreytt fjölskylduhátíð að vanda (Lalli töframaður, Bjartmar Guðlaugsson o.fl. söngvarar, sýningar, Erpsstaðaís, gönguferð með leiðsögn, hestar, handverk, landnámsskáli og Ólafsdalshappdrætti). Í tilkynningu frá Ólafsdalsfélaginu segir m.a.: „Minjavernd endurreisir nú byggingar, er stóðu …

Sveitarstjórn Dalabyggðar – 222. fundur

DalabyggðFréttir

FUNDARBOÐ 222. fundur Sveitarstjórnar Dalabyggðar verður haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal, fimmtudaginn 30. júní 2022 og hefst kl. 16:00. Fundurinn er aukafundur og sem slíkur boðaður með eins sólarhrings fyrirvara. Athugið að fundurinn er lokaður. Dagskrá: Almenn mál 1. 2206024 – Laugar í Sælingsdal – tilboð Borist hefur tilboð í Laugar. 29.06.2022 Kristján Sturluson, sveitarstjóri. Bendum á að fundurinn er …