Í gærkvöldi, mánudaginn 13. febrúar, var haldinn opinn fundur í Nýsköpunarsetri Dalabyggðar varðandi uppbyggingu atvinnuhúsnæðis í Búðardal. Það var atvinnumálanefnd Dalabyggðar sem stóð fyrir fundinum. Garðar Freyr Vilhjálmsson, formaður nefndarinnar byrjaði á því að fara yfir tilgang fundarins, sem væri að kanna áhuga á og útfærslur af uppbyggingu atvinnuhúsnæðis í Búðardal. Að því loknu fór Ólafur Sveinson ráðgjafi nánar yfir …
Dalabyggð í sókn – styrkir til sóknaráætlanasvæða
Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra, hefur úthlutað styrkjum að upphæð 130 milljónum króna til 12 verkefna á vegum sjö landshlutasamtaka sveitarfélaga. Styrkjunum er ætlað að efla byggðir landsins og er úthlutað til sértækra verkefna á sóknaráætlanasvæðum í samræmi við stefnumótandi byggðaáætlun fyrir árin 2022-2036 (aðgerð C.1). Alls bárust 32 umsóknir um styrki að fjárhæð rúmar 857 m.kr. fyrir árið 2023. Af …
Opið til kl.17 á bókasafninu 16.02.2023
Héraðsbókasafn Dalasýslu verður aðeins opið til kl.17:00, eða um hálftíma skemur en venjulega, fimmtudaginn 16. febrúar.
Breytingar á afgreiðslu Sýslumanns
Sigrún Birna Halldórsdóttir, skrifstofufulltrúi Sýslumannsins á Vesturlandi í Búðardal er nú komin með starfsaðstöðu á nýjum stað í Stjórnsýsluhúsi Dalabyggðar. Afgreiðslan er á 2. hæð, til vinstri um leið og komið er upp stigann og þar fyrstu dyr til hægri (sömu megin í húsinu og safnvörður). Við þessar breytingar lengist opnunartími afgreiðslunnar og verður nú opið á þriðjudögum frá kl. …
Rúlluplastsöfnun frestað
Rúlluplastsöfnunin sem átti að fara fram frá og með deginum í dag frestast því miður fram yfir helgi af óviðráðanlegum orsökum. Söfnun fer fram um leið og hægt er. Hringt verður á þá bæi sem hirt verður hjá hverju sinni með dags fyrirvara.
Fróðlegt og vel heppnað námskeið í skógrækt í Dalabyggð
Rúmlega 20 manns sóttu námskeið í meðferð og ræktun á græðlingum í Nýsköpunarsetri Dalabyggðar 6. febrúar síðastliðinn. Aðalsteinn Sigurgeirsson frá Skógræktinni kom og fræddi áhugasama um meðferð á aspar- og víðigræðlingum og kenndi þeim áhrifaríkar aðferðir við gróðursetningu þeirra. Námskeiðið er hluti af stærra verkefni sem er leitt af Jakobi K. Kristjánssyni og Sigurbirni Einarssyni og snýr að því að …
Kynningarfundur: Uppbygging atvinnuhúsnæðis
Mánudaginn 13. febrúar kl. 20:00 í Nýsköpunarsetri Dalabyggðar að Miðbraut 11, Búðardal (1. hæð Stjórnsýsluhúsi) Atvinnumálanefnd Dalabyggðar boðar til fundar um möguleika og aðferðir við uppbyggingu atvinnuhúsnæðis í Búðardal. Ólafur Sveinsson ráðgjafi leiðir fundinn. Nóg pláss fyrir áhugasama og heitt á könnunni.
Sveitarstjórn Dalabyggðar – 231. fundur
FUNDARBOÐ 231. fundur Sveitarstjórnar Dalabyggðar verður haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal, fimmtudaginn 9. febrúar 2023 og hefst kl. 16:00 Dagskrá: Almenn mál 1. 2210006 – Stafræn húsnæðisáætlun 2. 2212005 – Stofnun Safnaklasa Vesturlands 3. 2301029 – Menningarmálaverkefnasjóður 2023 4. 2205016 – Kosning í stjórnir og samstarfsnefndir skv. B-hluta 48. gr. samþykkta Dalabyggðar 5. 2211009 – Ungmennaráð 2022-2023 6. 2211020 …
Lokað á skrifstofu Sýslumanns
Skrifstofa fulltrúa Sýslumanns í Búðardal er lokuð í dag, þriðjudaginn 7. febrúar 2023.