Til bakaPrenta
Sveitarstjórn Dalabyggðar - 234

Haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal,
11.05.2023 og hófst hann kl. 16:00
Fundinn sátu: Eyjólfur Ingvi Bjarnason oddviti,
Ingibjörg Þóranna Steinudóttir varaoddviti,
Skúli Hreinn Guðbjörnsson aðalmaður,
Einar Jón Geirsson aðalmaður,
Þuríður Jóney Sigurðardóttir aðalmaður,
Guðlaug Kristinsdóttir aðalmaður,
Garðar Freyr Vilhjálmsson aðalmaður,
Björn Bjarki Þorsteinsson sveitarstjóri,
Fundargerð ritaði: Jóhanna María Sigmundsdóttir, Verkefnastjóri atvinnu- kynningar- og menningarmála
Lagt er til að máli nr. 2301008 Fundargerðir Öldungaráðs Dalabyggðar, Reykhólahrepps og Strandabyggð 2023 (erindisbréf) verði bætt á dagskrá og verði dagskrárliður 7.


Lagt er til að máli nr. 2301011 - Fundir Veiðifélags Laxdæla 2023 verði bætt á dagskrá og verði dagskrárliður 15.

Lagt er til að máli nr.2301008 - Fundargerðir Öldungaráðs Dalabyggðar, Reykhólahrepps og Strandabyggð 2023 (fundargerð) verði bætt á dagskrá og verði dagskrárliður 16.

Lagt er til að máli nr.2305011 - Fundir Almannavarnarnefndar Vesturlands 2023 verði bætt á dagskrá og verði dagskrárliður 17.

Aðrir dagskrárliðir færist miðað við ofangreint.

Samþykkt samhljóða.


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2304022 - Fjárhagsáætlun 2023-Viðauki II
Á fundi byggðarráðs þann 4. maí var svohljóðandi tillaga að viðauka við fjárhagsáætlun ársins 2023 lögð fram og samþykkt:

Lækkun á álagningu fasteignagjalda v. breytingu á álagningarstofni 357 þús.kr.
Hækkaði framlag frá jöfnunarsjóði kr. 1,515 millj.kr. skv. gögnum frá Jöfnunarsjóði.
Hækkun á launakostnaði í Félagsþjónustu 4,555 millj.kr. - félagsþjónusta
Hækkun á launakostnaði í Félagsþjónustu 330 þús.kr. - félagsmál.
Hækkun á styrkjum í Félagsþjónustu 250 þús.kr. - félagsmál
Hækkun til Auðarskóla 480 þús.kr. vegna samnings við Miðstöð skólaþróunar við Háskólann á Akureyri.
Hækkun til Tæknideildar 300 þús.kr. vegna tölvukaupa
Hækkun til Eignasjóðs 300 þús.kr. v. viðhaldsverkefna Dalabúð
Hækkun til Fjárfestinga v. Búðardalshafnar 4,5 millj.kr.-
Hækkun til Fjárfestingar v. fráveituframkvæmda 5,0 millj.kr.
Lækkun til fjárfestingar v. Stjórnsýsluhúss 9,5 millj.kr.

Breytingar vegna Viðhaldsframkvæmda við Búðardalshöfn 4,5 millj.kr. og hækkun á fjárfestingarkostnaði v. fráveituframkvæmda í Búðardal kr. 5,0 millj.kr. Á móti kemur lækkun á framkvæmdakostnaði við Stjórnsýsluhús sem hefur verið frestað um 9,5 millj.kr., heildarniðurstaða er því óbreytt frá fyrri áætlun en sett hér fram í viðauka II til aðgreiningar og skýringa.

Áhrif á rekstrarniðurstöðu áætlunar vegna ofangreinds er lækkkun á handbæru fé um kr. 5.128.000,-

Til máls tók: Björn Bjarki.

Samþykkt samhljóða.
2. 2002053 - Endurskoðun Aðalskipulags Dalabyggðar
Frá 137. fundi umhverfis- og skipulagsnefndar Dalabyggðar, þann 04.05.2023:

2002053 - Endurskoðun Aðalskipulags Dalabyggðar
Framlagt bréf Skipulagsstofnunar dags. 25. apríl 2023 um afgreiðslu Aðalskipulags Dalabyggðar 2020-2032 sbr. 3. mgr. 32. gr. skipulagslaga.
Skipulagsstofnun bendir í bréfi sínu á atriði sem þarf að bregðast við áður en stofnunin staðfestir aðalskipulagið. Þau snúa öll að lagfæringum á greinargerð til að skerpa á ákvæðum um m.a. landbúnaðarsvæði, skógrækt, efnistöku og frístundabyggð auk almennra ábendinga um texta og framsetningu.
Skipulagsnefnd hefur farið yfir bréf Skipulagsstofnunar og leggur til að skipulagsgögnin verði lagfærð í samræmi við ábendingar Skipulagsstofnunar, sbr. minnisblað Verkís.

Til máls tók: Guðlaug.

Lögð fram tillaga að bókun:

Framlagt bréf Skipulagsstofnunar dags. 25. apríl 2023 um afgreiðslu Aðalskipulags Dalabyggðar 2020-2032 sbr. 3. mgr. 32. gr. skipulagslaga. Skipulagsstofnun bendir í bréfi sínu á atriði sem þarf að bregðast við áður en stofnunin staðfestir aðalskipulagið.
Umhverfis- og skipulagsnefnd hefur farið yfir bréf Skipulagsstofnunar og leggur til að skipulagsgögnin verði lagfærð í samræmi við ábendingar Skipulagsstofnunar, sbr. minnisblað Verkís.

Samþykkt samhljóða.
Viðbrögð við ábendingum Skipulagsstofnunar f staðfestingu (ID 338533).pdf
ASK-Dalabyggðar 2020-2032-UPPDR_4 (ID 293638).pdf
ASK-Dalabyggðar 2020-2032-UPPDR_3 (ID 293305).pdf
ASK-Dalabyggðar 2020-2032-UPPDR_2 (ID 293303).pdf
ASK-Dalabyggðar 2020-2032-UPPDR_1 (ID 292866).pdf
ASK-Dalabyggðar 2020-2032-UMA (ID 212923).pdf
ASK-Dalabyggdar 2020-2032-GRG (ID 176795).pdf
Vidauki ASK_Dalabyggðar_greinargerð um flokkun landbúnaðarlands (ID 142617).pdf
3. 2207022 - Umsókn um framkvæmdaleyfi vegna skógræktar - Ljárskógar
Frá 137. fundi umhverfis- og skipulagsnefndar Dalabyggðar, þann 04.05.2023:

2207022, Ljárskógar, framkvæmdaleyfi
Umsókn um framkvæmdarleyfi sbr. 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Umhverfis- og skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að veita framkvæmdaleyfi til skógræktar í landi Ljárskóga sbr. umsókn og meðfylgjandi greinargerð umsækjenda dags. 25. apríl 2023 og að uppfylltum eftirfarandi skilyrðum:
- Skógræktin skerði ekki votlendi og vistgerðir sem njóta sérstakrar verndar skv. 61. gr laga um náttúruvernd nr. 60/2013. Ræktunaráætlun geri grein fyrir slíkum verndarsvæðum.
- Í ræktunaráætlun verði gerð grein fyrir fornleifum og helgunarsvæðum þeirra skv. fornleifaskráningu.

Sveitarstjórn staðfestir ákvörðun umhverfis- og skipulagsnefndar.

Samþykkt samhljóða.
Ljárskógar greinargerð.pdf
4. 2304017 - Umsókn um framkvæmdarleyfi á Klofningsvegi
Frá 137. fundi umhverfis- og skipulagsnefndar Dalabyggðar, þann 04.05.2023:

2304017, Umsögn um Klofningsveg, tilkynning til ákvörðunar um matskyldu.
Skipulagsstofnun óskaði umsagnar um tilkynningu Vegagerðar á framkvæmdum við Klofningsveg, sbr. 20. gr. laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana nr. 111/2021.
Umhverfis- og skipulagsnefnd telur að nægjanlega sé gerð grein fyrir framkvæmdinni, umhverfi hennar, líklegum áhrifum á umhverfisþætti og mótvægisaðgerðum í tilkynningu Vegagerðarinnar. Umhverfis- og skipulagsnefnd telur að framkvæmdin sé ekki háð mati á umhverfisáhrifum framkvæmda skv. lögum nr. 111/2021 að teknu tilliti til viðmiða í 2. viðauka laganna.

Til máls tóku: Garðar, Þuríður, Björn Bjarki.

Sveitarstjórn staðfestir ákvörðun umhverfis- og skipulagsnefndar.

Samþykkt samhljóða.

Lögð fram tillaga um að fela starfsmönnum að taka saman minnisblað um vegaframkvæmdir og einbreiðar brýr í héraðinu.

Samþykkt samhljóða.
Klofningsvegur (590) Dalabyggð, greinargerð MÁU.pdf
Teikningar með tilkynningu v. Klofningavegar (590) Dalabyggð.pdf
5. 2205022 - Umsókn um landskipti fyrir Botnalækjahæðir út úr jörðinni Hróðnýjarstaðir
Frá 137. fundi umhverfis- og skipulagsnefndar Dalabyggðar, þann 04.05.2023:

2205022, Landskipti Hróðnýjarstaðir, ósk um samþykki sveitarstjórnar
Ósk landeigenda Hróðnýjarstaða um samþykki sveitarstjórnar fyrir landaskiptum, sbr. 1. mgr. 48. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Framlögð ný gögn landeigenda Hróðnýjarstaða (L137568), sbr: Beiðni um landskipti dags. 19. desember 2022 undirrituð af landeigendum Hróðnýjarstaða og landskiptagerð Hróðnýjarstaða með hnitsettum uppdrætti. Í landskiptagerð þessari hefur bújörðinni Hróðnýjarstöðum í Dalabyggð verið skipt í tvennt, Hróðnýjarstaði og Hróðnýjarstaði I.
Umhverfis- og skipulagsnefnd Dalabyggðar leggur til við sveitarstjórn að samþykkja landskiptin skv. framlagðri landskiptagerð.

Sveitarstjórn staðfestir ákvörðun umhverfis- og skipulagsnefndar.

Samþykkt samhljóða.
20221217 LANDSKIPTAGERÐ HRÓÐNÝJARSTAÐIR Í DALABYGGÐ.pdf
20221219 Hróðnýjarstaðir beiðni um landskipti.pdf
6. 2305010 - Löggæsla í Dalabyggð
Staða löggæslumála í Dalabyggð.
Til máls tók: Björn Bjarki.

Lögð fram tillaga að bókun:

Í Dalabyggð hefur um langt árabil ýmist verið starfandi einn eða enginn lögreglumaður. Nú er staðan sú að enginn fastráðinn lögreglumaður er starfandi í byggðarlaginu en tveir héraðslögreglumenn sinna þar lágmarksþjónustu. Staða löggæslu í Dalabyggð er með öllu ófullnægjandi þar sem engin föst viðvera er á staðnum.
Sveitarstjóri Dalabyggðar og Lögreglustjóraembættið á Vesturlandi hafa fundað reglulega upp á síðkastið vegna þessarar stöðu sem uppi er í Dalabyggð með aðkomu skrifstofu Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi. Búið er að greina þörf og stöðu og fylgir þessari ályktun sveitarstjórnar Dalabyggðar minnisblað unnið í kjölfar þeirrar greiningar sem átt hefur sér stað.
Ef vel ætti að vera og starfsemi löggæslu í og við Dalabyggð fullnægjandi þá þyrftu að vera fjögur stöðugildi hjá lögreglunni í Dalabyggð. Það myndi tryggja rétt starfsskilyrði og vaktafyrirkomulag fyrir starfsfólk og einnig öryggi lögregluþjóna. Lega Búðardals er mikilvæg í ýmsu tilliti. Frá Búðardal, sem er staðsettur má segja í miðju sveitarfélagsins Dalabyggð, eru um 80 km. í allar áttir til næstu þéttbýlisstaða og umferð í og í gegnum Dalabyggð hefur stóraukist og mun aukast enn frekar á næstu árum, bæði í atvinnulegu tilliti og ekki síður vegna aukins fjölda ferðamanna sem sækja Vesturland og Vestfirði heim. Í gegnum Dalabyggð liggur æðin inn á Vestfirði og Strandir.
Sveitarstjórn Dalabyggðar skorar á dómsmálaráðherra að ganga nú þegar til verka í samstarfi við Lögreglustjóraembættið á Vesturlandi og stór efla starfsemi lögreglunnar í Búðardal og auka þannig almennt öryggi íbúa og ferðalanga á víðfeðmu landssvæði. Annað er ábyrgðarleysi.

Samþykkt samhljóða.
Minnisblað_Löggæsla í Búðardal.pdf
7. 2301008 - Fundargerðir Öldungaráðs Dalabyggðar, Reykhólahrepps og Strandabyggð 2023
Lagt fram nýtt erindisbréf Öldungaráðs Dalabyggðar, Reykhólahrepps og Strandabyggð 2023
Til máls tók: Guðlaug.

Samþykkt samhljóða.
Öldungaráð erindisbréf 090523.pdf
Fundargerð
8. 2304002F - Byggðarráð Dalabyggðar - 308
Samþykkt samhljóða.
8.1. 2208006 - Fjárhagsáætlun 2023, rekstur fyrstu 3 mánuði.
Farið yfir stöðu á rekstri Dalabyggðar og undirstofnana fyrstu 3 mánuði ársins 2023.
Ekki er um veruleg frávik að ræða frá rekstraráætlun sem unnin var fyrir árið 2023.
8.2. 2304022 - Fjárhagsáætlun 2023-Viðauki II
Lögð fram tillaga að Viðauka II á árinu 2023.
Eftirfarandi tillögur að breytingum eru hér gerðar frá upphaflegri áætlun sem samþykkt var í desember 2022;

Lækkun á álagningu fasteignagjalda v. breytingu á álagningarstofni 357 þús.kr.
Hækkaði framlag frá jöfnunarsjóði kr. 1,515 millj.kr. skv. gögnum frá Jöfnunarsjóði.
Hækkun á launakostnaði í Félagsþjónustu 4,555 millj.kr. - félagsþjónusta
Hækkun á launakostnaði í Félagsþjónustu 330 þús.kr. - félagsmál.
Hækkun á styrkjum í Félagsþjónustu 250 þús.kr. - félagsmál
Hækkun til Auðarskóla 480 þús.kr. vegna samnings við Miðstöð skólaþróunar við Háskólann á Akureyri.
Hækkun til Tæknideildar 300 þús.kr. vegna tölvukaupa
Hækkun til Eignasjóðs 300 þús.kr. v. viðhaldsverkefna Dalabúð
Hækkun til Fjárfestinga v. Búðardalshafnar 4,5 millj.kr.-
Hækkun til Fjárfestingar v. fráveituframkvæmda 5,0 millj.kr.
Lækkun til fjárfestingar v. Stjórnsýsluhúss 9,5 millj.kr.

Breytingar vegna Viðhaldsframkvæmda við Búðardalshöfn 4,5 millj.kr. og hækkun á fjárfestingarkostnaði v. fráveituframkvæmda í Búðardal kr. 5,0 millj.kr. Á móti kemur lækkun á framkvæmdakostnaði við Stjórnsýsluhús sem hefur verið frestað um 9,5 millj.kr., heildarniðurstaða er því óbreytt frá fyrri áætlun en sett hér fram í viðauka II til aðgreiningar og skýringa.


Áhrif á rekstrarniðurstöðu áætlunar vegna ofangreinds er lækkkun á handbæru fé um kr. 5.128.000,-
8.3. 2304023 - Framkvæmdir 2023
Farið yfir stöðu á framkvæmdaliðum ársins 2023.
8.4. 2302009 - Safnamál Dalabyggðar 2023
Framlögð og kynnt greinargerð vinnuhóps um safnamál.
Byggðarráð þakkar vinnuhópnum fyrir vel unna greinargerð.

Sveitarstjóra falið að vinna minnisblað og kostnaðargreina þær tillögur sem fram koma í greinargerð vinnuhópsins í samstarfi við verkefnastjóra og forstöðumann safna í Dalabyggð.
8.5. 2301018 - Vínlandssetur 2023
Staða mála varðandi rekstur Vínlandsseturs kynnt.
8.6. 2301067 - Starfsmannamál
Rætt um starfsmannamál, kynnt erindi frá skólastjóra Auðarskóla.
Byggðarráð samþykkir heimild til að auglýsa starf deildarstjóra við grunnskóladeild Auðarskóla.
8.7. 2204013 - Íþróttamannvirki í Búðardal
Rætt um stöðu mála.
8.8. 2301013 - Rekstur Silfurtúns 2023
Farið yfir stöðu mála í kjölfar þess að samningi við Sjúkratryggingar Íslands og Heilbrigðisráðueytið um rekstur hjúkrunar- og dvalarrými var sagt upp fyrir skömmu.
Staða málsins kynnt.
8.9. 2301028 - Grassláttur og hirðing 2023
Staða mála varðandi grasslátt sumarið 2023 rædd.
Engum tilboðum var skilað í verkið, sveitarstjóra falið að kanna hvaða möguleikar eru fyrir hendi til þess að verkinu verði sinnt sumarið 2023.
8.10. 2304019 - Umsókn um styrk til greiðslu fasteignaskatts
Framlögð umsókn um styrk vegna greiðslu fasteignaskatts.
Sveitarstjóra falið að afgreiða málið m.t.t. gildandi reglna Dalabyggðar.
8.11. 2304018 - Umsókn um styrk til greiðslu fasteignaskatts
Framlögð umsókn um styrk vegna greiðslu fasteignaskatts.
Sveitarstjóra falið að afgreiða málið m.t.t. gildandi reglna Dalabyggðar.
8.12. 2305002 - Umsókn um styrk til greiðslu fasteignaskatts
Framlögð umsókn um styrk vegna greiðslu fasteignaskatts.
Sveitarstjóra falið að afgreiða málið m.t.t. gildandi reglna Dalabyggðar.
8.13. 2304025 - Áætlun um refaveiðar 2023
Rætt um áætlun um refaveiðar á árinu.
Sveitarstjóra og verkstjóra áhaldahúss falið að funda með refaveiðimönnum.
8.14. 2304024 - Vinnuskóli 2023
Lögð fram tillaga að launum fyrir vinnuskóla Dalabyggðar sumarið 2023.
Byggðarráð samþykkir framlagða tillögu.
8.15. 2303022 - Sjálfboðaliðaverkefni 2023
Framlögð umsókn v/sjálfboðavinnuverkefni.
Byggðarráð samþykkir framlagða umsókn og felur sveitarstjóra að ræða við umsækjenda um fyrirkomulag greiðslu.
8.16. 2305004 - Leiga á félagsheimili
Framlögð umsókn um afnot af félagsheimili í eigu Dalabyggðar.
Sveitarstjóra falið að ræða við umsækjendur á grundvelli gjaldskrár og ganga frá málum.
8.17. 2305003 - Ósk um breytingu á álagningarflokki vegna breytingar á rekstri
Framlagt erindi um ósk um breytingu á álagningarflokki vegna fasteignagjalda, úr flokki C í flokk A.
Byggðarráð samþykkir breytinguna.
8.18. 2305005 - Styrktarsjóður EBÍ 2023
Lögð fram drög að umsókn til EBÍ vegna söguskilta í Dalabyggð
Byggðarráð samþykkir framlögð drög að umsókn til EBÍ og lýsir ánægju með verkefnið.
8.19. 2304014 - Grænbókardrög um sjálfbært Ísland
Framlagt.
8.20. 2304012 - Aðalfundur Landskerfis bókasafna hf. 2023
Framlagt.
9. 2304004F - Fræðslunefnd Dalabyggðar - 120
Til máls tók: Ingibjörg um dagskrárlið 7.

Samþykkt samhljóða.
9.1. 1809023 - Skólastefna Dalabyggðar
Farið yfir stöðu vinnu við gerð nýrrar skólastefnu fyrir Dalabyggð.
Formaður og varaformaður fræðslunefndar ásamt skólastjóra, leggja til að næstu skref í gerð og vinnu við skólastefnu/menntastefnu verði að fá aðra hagaðila að borði.
Mikilvægt er að kennarar og aðrir starfsmenn skólans svo og skólaráð skólans komi einnig að gerð skólastefnu/menntastefnu. Lagt er til að skólastjóri leggi núverandi drög fyrir skólaráð og starfsmenn skólans.
9.2. 2304021 - Auðarskóli skólareglur
Rætt um skólareglur fyrir Auðarskóla og farið yfir núgildandi reglur.
Fræðslunefnd samþykkir að fela skólastjóra að kynna uppfærða tillögu að skólareglum Auðarskóla, í ljósi umræðna á fundinum, fyrir skólaráði og leggja síðan í kjölfarið fyrir fræðslunefnd á fundi í lok maí 2023.
9.3. 2301063 - Reglur um skólasókn í Auðarskóla
Framlagt erindi frá foreldri vegna framkvæmd skólasóknarreglna í Auðarskóla.
Erindið framlagt og rætt. Mikilvægt er að reglurnar, tilgangur og uppbygging þeirra verði kynntar vel fyrir næsta skólaár.
Sveitarstjóra falið, í samstarfi við skólastjóra, að svara bréfritara.
9.4. 2304020 - Skólapúls 2023
Rætt um Skólapúlskannanir í Auðarskóla.
Farið yfir stöðu mála.
9.5. 2210027 - Skólastarf Auðarskóli 2022-2023
Skólastjóri fer yfir stöðu mála í Auðarskóla, leik- og grunnskóla..
Kynnt drög að reglum um móttöku gestanemenda í Auðarskóla. Fræðslunefnd tekur jákvætt í að settar verði reglur varðandi gestanemendur og kynni fyrirliggjandi drög fyrir skólaráði og fræðslunefnd taki reglurnar til afgreiðslu á næsta fundi.
Skólastjóri kynnti fyrirkomulag varðandi skólaslit í vor og verður það kynnt fyrir nemendum og forráðamönnum á næstunni.
Skóladagatal fyrir leikskóla lagt fram og verður það kynnt fyrir skólaráði á fundi á næstunni.
9.6. 2305001 - Skólaþjónusta
Rætt um skólaþjónustu og stuðning við sérfræðiþjónustu við Auðarskóla.
Fræðslunefnd styður það að leita samninga við Miðstöð skólaþróunar við Háskólann á Akureyri varðandi aðstoð við Auðarskóla.
9.7. 2010009 - Framhaldsnám fyrir ungmenni úr Dalabyggð
Staða máls rædd.
9.8. 2208010 - Tómstundir - sumar 2023
Kynnt staða vinnunar varðandi undirbúning tómstundastarfs í Dalabyggð sumarið 2023.
Íþróttafélagið Undri hefur kynnt metnaðarfullt sumarnámskeið í fjórar vikur og lýsir fræðslunefnd mikilli ánægju með það hvernig að málum hefur verið staðið.
Gjaldskrá hefur verið kynnt og er gjaldtakan mjög hófleg í öllum samanburði við önnur sveitarfélög.
9.9. 2304010 - Félagsmiðstöð ungmenna
Farið yfir starfsreglur félagsmiðstöðvarinnar og rætt um nafn á starfssemina.
Afgreiðslu frestað til næsta fundar.
9.10. 2304011 - Erindi frá Samtökunum 22 - hagsmunasamtökum samkynhneigðra
Framlagt erindi frá Samtökunum 22 vegna hinsegin fræðslu í grunnskólanum í Dalabyggð.
9.11. 2301067 - Starfsmannamál
Rætt um starfsmannamál sem tengjast fræðslu og félagsmálum.
10. 2304007F - Umhverfis- og skipulagsnefnd Dalabyggðar - 137
Samþykkt samhljóða.
10.1. 2304017 - Umsögn um Klofningsveg (590)
Framlagt erindi frá Skipulagsstofnun þar sem óskað er eftir umsögn Dalabyggðar um endurbætur á Klofningsvegi.
Umhverfis- og skipulagsnefnd telur að nægjanlega sé gerð grein fyrir framkvæmdinni, umhverfi hennar, líklegum áhrifum á umhverfisþætti og mótvægisaðgerðum. Umhverfis- og skipulagsnefnd telur að framkvæmdin sé ekki háð mati á umhverfisáhrifum framkvæmda skv. lögum nr. 111/2021 að teknu tilliti til viðmiða í 2. viðauka laganna.
Sveitarfélagið er leyfisveitandi þegar kemur að byggingar- og framkvæmdaleyfum og fer með skipulagsvald á svæðinu.
Samþykkt samhljóða.
10.2. 2205022 - Umsókn um landskipti út úr jörðinni Hróðnýjarstaðir L137568
Áður á fundi (136) nefndar 11. apríl 2023 sbr. svohljóðandi afgreiðslu: Nefndin hafnar erindinu á grundvelli ónógra gagna og felur skipulagsfulltrúa að afla gagna. Hafnað.

Framlögð ný gögn landeigenda Hróðnýjarstaða (L137568), sbr: Beiðni um landskipti dags. 19. desember 2022 undirrituð af landeigendum Hróðnýjarstaða og landskiptagerð Hróðnýjarstaða með hnitsettum uppdrætti. Jafnframt fylgir þinglýsingarvottorð landeigenda Hróðnýjarstaða
Í landskiptagerð þessari hefur bújörðinni Hróðnýjarstöðum í Dalabyggð verið skipt í tvennt, Hróðnýjarstaði og Hróðnýjarstaði I. Landamerki Hróðnýjarstaða I hafa verið hnitsett í samræmi við fyrirhugaða uppskiptingu jarðarinnar.
Sá hluti jarðarinnar sem nú er verið að skipta frá jörðinni er bújarðahluti hennar, þ.e. byggingar og tún, sem fær nafnið Hróðnýjarstaðir I og nýtt landnúmer. Lögbýlisréttur og greiðslumark sauðfjár fylgir Hróðnýjarstöðum I. Sá hluti jarðarinnar sem eftir verður, að mestu heiðaland og klettar, heldur núverandi nafni, Hróðnýjarstaðir og núverandi landeignarnúmeri (L137568). Hróðnýjarstaðir halda veiðiréttindum enda eru vötn jarðarinnar á þessum hluta landsins.

Skipulagsnefnd Dalabyggðar leggur til við sveitarstjórn að samþykkja landskiptin skv. meðfylgjandi landskiptagerð.
10.3. 2002053 - Endurskoðun Aðalskipulags Dalabyggðar
Framlagt bréf Skipulagsstofnunar dags. 25. apríl 2023 um afgreiðslu Aðalskipulags Dalabyggðar 2020-2032 sbr. 3. mgr. 32. gr. skipulagslaga.
Skipulagsstofnun bendir í bréfi sínu á atriði sem þarf að bregðast við áður en stofnunin staðfestir aðalskipulagið. Þau snúa öll að lagfæringum á greinargerð til að skerpa á ákvæðum um m.a. landbúnaðarsvæði, skógrækt, efnistöku og frístundabyggð auk almennra ábendinga um texta og framsetningu.
Skipulagsnefnd hefur farið yfir bréf Skipulagsstofnunar og leggur til að skipulagsgögnin verði lagfærð í samræmi við ábendingar Skipulagsstofnunar, sbr. minnisblað Verkís.
10.4. 2207022 - Umsókn um framkvæmdaleyfi vegna skógræktar - Ljárskógar
Áður á fundi (136) nefndar 11. apríl 2023 sbr. svohljóðandi afgreiðslu: Ekki er hægt að taka afstöðu til fyrirliggjandi umsóknar. Með hliðsjón af fyrirliggjandi áformum, umsögn Umhverfisstofnunar dags. 4. apríl 2023 og umsögn N.Í. dags. 3. apríl 2023 telur skipulagsnefnd nauðsynlegt að Skipulagsstofnun skeri úr um hvort umrædd framkvæmd teljist tilkynningarskyld framkvæmd í flokki B áður en hægt er að taka umsókn til umfjöllunar af hálfu nefndarinnar. Skipulagsfulltrúa er falið að kalla eftir áliti Skipulagsstofnunar.

Fyrir liggur svar Skipulagstofnunar um tilkynningarskyldu. Ef skógræktarsvæðið er staðsett að hluta á svæði sem nýtur verndar skv. 61. gr. laga um náttúruvernd nr. 60/2013 þarf að tilkynna framkvæmdina til Skipulagsstofnunar skv. 19. og 20. gr. laga nr. 111/2021.
Kallað var eftir viðbrögðum umsækjenda við umsögnum Umhverfisstofnunar og Náttúrufræðistofnunar og svara þeirra við efnislegum athugasemdum í umsögnunum. Einnig var óskað frekari upplýsingum frá umsækjendum um umfang skógræktar innan samningssvæðis og verndarsvæði sbr. 61. gr. náttúruverndarlaga sem ekki lá skýrt fyrir í fyrri afgreiðslu málsins.

Umsækjendur hafa sent inn nýja greinargerð um skógræktarframkvæmdina dags. 25. apríl 2023.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að veita framkvæmdaleyfi til skógræktar í landi Ljárskóga sbr. umsókn og meðfylgjandi greinargerð umsækjenda dags. 25. apríl 2023 og að uppfylltum eftirfarandi skilyrðum:

Skógræktin skerði ekki votlendi og vistgerðir sem njóta sérstakrar verndar skv. 61. gr laga um náttúruvernd nr. 60/2013. Ræktunaráætlun geri grein fyrir slíkum verndarsvæðum.

Í ræktunaráætlun verði gerð grein fyrir fornleifum og helgunarsvæðum þeirra skv. fornleifaskráningu.
10.5. 1008003 - Aðalskipulag Strandabyggðar 2010 - 2022
Framlagt erindi frá Strandabyggð dags. 26. apríl 2023:
Sveitarstjórn Strandabyggðar samþykkti þann 18. apríl 2023 að kynna skipulagslýsingu vegna breytingar á Aðalskipulagi Strandabyggðar 2010-2022 og gerð deiliskipulags í tengslum við Kvíslatunguvirkjun. Óskað er eftir umsögn Dalabyggðar um skipulagslýsinguna, sbr. 1. mgr. 30. gr. og 1. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Skipulagsnefnd telur skipulagslýsinguna greinargóða varðandi fyrirhugaða skipulagsvinnu í tengslum við áform um Kvíslatunguvirkjun og gerir ekki athugasemdir við lýsinguna.
10.6. 2304013 - Umsókn um vegsvæði í landi Hofakurs
Framlögð umsókn um vegsvæði í landi Hofakurs.
Skipulagsnefnd samþykkir umsóknina.
10.7. 2305007 - Umsókn um stofnun lóðar í Haukabrekku
Framlögð umsókn um stofnun lóðar í landi Haukabrekku.
Skipulagsnefnd samþykkir umsóknina enda sé hún samkvæmt gildandi deiliskipulagi.
10.8. 2305006 - Umsókn um byggingarleyfi
Framlögð umsókn um byggingarleyfi - Sunnubraut 15.
Skipulagsnefnd felur byggingarfulltrúa að afla gagna ef þörf er og veita heimild til framkvæmda.
Farið hefur fram kynning fyrir nágrönnum og þeir samþykkt, sbr. uppákriftir, og því þarf ekki að fara í grenndarkynningu.
10.9. 2305009 - Umsókn um byggingarleyfi
Framlögð umsókn um byggingarleyfi - Miðskógur.
Skipulagsnefnd felur byggingarfulltrúa að afla gagna ef þörf er og veita heimild til framkvæmda að nauðsynlegum skilyrðum uppfylltum m.t.t matvælaframleiðslu.
11. 2304006F - Félagsmálanefnd Dalabyggðar - 66
Samþykkt samhljóða.
11.1. 2206033 - Jafnréttisáætlun
Rætt um drög að uppfærðri jafnréttisstefnu Dalabyggðar.
Félagsmálanefnd samþykkir fyrirliggjandi drög að jafnréttisáætlun og felur sveitarstjóra að ganga frá skjalinu, m.a. m.t.t. dagsetninga/tímasetninga ákveðinna aðgerða. Jafnframt hvetur nefndin til að jafnréttisáætlunin verði kynnt á vef og öðrum miðlum sem sveitarfélagið hefur yfir að ráða.

Nefndin leggur til að hugað verði að fjárveitingu til nefndarinnar vegna jafnréttismála, m.a. til þess að sækja námsskeið og þ.h.
11.2. 2211015 - Samstarf um félagsþjónustu
Farið yfir stöðu mála varðandi samstarf við Reykhóla og Strandir um félagsþjónustu sem og stöðu mála varðandi barnaverndarmál.
Sveitarstjóri kynnti stöðu mála.
11.3. 2304015 - Fjárhagsaðstoð 2023
Sveitarstjóri kynnti umsóknir um fjárhagsaðstoð og útfararstyrk.
Samþykkt, fært í trúnaðarbók
11.4. 2301067 - Starfsmannamál
Rætt um starfsmannamál á félagsmálasviði og kynnt samþykkt sveitarstjórnar frá síðasta fundi.
Sveitarstjóri kynnti drög að starfslýsingu verkefnastjóra fjölskyldumála.
Félagsmálanefnd fagnar því að þetta starf verði til.
12. 2212006F - Atvinnumálanefnd Dalabyggðar - 37
Til máls tók: Garðar um dagskrárlið 2 og 3.

Samþykkt samhljóða.
12.1. 2302014 - Atvinnurekstur í Dalabyggð 2023
Gestur
12.2. 2208004 - Vegamál
Unnið áfram með forgangsröðun í vegamálum.
Nefndin fer yfir hvaða þætti eigi að taka með í forgangsröðun og skiptir með sér verkum. Áætlað að fara yfir samantekt 2. maí. Borist hafa upplýsingar frá Vegagerðinni og nefndin sendir frekari fyrirspurnir varðandi einstaka þætti.
12.3. 2210026 - Uppbygging innviða
Formaður fer yfir fyrsta fund vinnuhóps um uppbyggingu atvinnuhúsnæðis í Búðardal.
Nefndin upplýst um stöðuna á starfi vinnuhópsins. Auglýst verður fljótlega eftir áhugasömum aðilum.
12.4. 2301054 - Upplýsingar um atvinnuleysi 2023
Atvinnuleysistölur fyrir mars 2023.
Fjöldi atvinnulausra í lok mánaðar í Dalabyggð var 2.
13. 2304003F - Stjórn Dvalar- og hjúkrunarheimilisins Silfurtúns - 68
Til máls tók: Þuríður um dagskrárlið 1.

Samþykkt samhljóða.
13.1. 2301013 - Rekstur Silfurtúns 2023
Rætt um stöðu mála í rekstri og viðhaldi fasteignar Silfurtúns.
Farið yfir stöðu mála, samþykkt að fela formanni stjórnar og sveitarstjóra að vinna málið áfram í þeim anda sem rætt var á fundinum.
13.2. 2204015 - Skýrsla frá Vinnueftirlitinu um Silfurtún
Farið var yfir skýrslu frá Vinnueftirlitinu og þá þætti sem þarf að betrumbæta.
Sveitarstjóra falið að svara bréfritara.
13.3. 2201020 - Starfsmannastefna Silfurtúns
Rætt um starfsmannastefnu.
Sveitarstjóri kynnti að í farvatninu væri endurskoðun á starfsmannastefnu Dalabyggðar fyrir allar stofnanir sem og undirstofnanir og markmið væri að ljúka þeirri vinnu á haustmánuðum. Stjórn Silfurtúns er sammála því að starfsmannastefna Silfurtúns verði eins og annarra stofnana Dalabyggðar
Fundargerðir til kynningar
14. 2301002 - Fundargerðir Sambands Íslenskra sveitarfélaga 2023
Lagðar fram fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga: 921. fundar, 922. fundar, 923. fundar, 924. fundar og 925. fundar.
Lagt fram til kynningar.
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga - 921.pdf
stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga - 922.pdf
stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga - 923.pdf
stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga - 924.pdf
stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga - 925.pdf
15. 2301011 - Fundir Veiðifélags Laxdæla 2023
Lögð fram fundargerð aðalfundar Veiðifélags Laxdæla 2023.
Lagt fram til kynningar.
Fundargerð Aðalfundur stjórnar 2023.pdf
16. 2301008 - Fundargerðir Öldungaráðs Dalabyggðar, Reykhólahrepps og Strandabyggð 2023
Lögð fram fundargerð Öldungaráðs Dalabyggðar, Reykhólahrepps og Strandabyggð frá 09.05.2023
Lagt fram til kynningar.
Öldungaráð fundargerð 090523.pdf
17. 2305011 - Fundir Almannavarnarnefndar Vesturlands 2023
Lagt fram minnisblað frá fundi Almannavarnarnefndar Vesturlands 2023.
Lagt fram til kynningar.
AVN fundur 2023-03-24 Minnispunktar.pdf
Mál til kynningar
18. 2301020 - Skýrsla sveitarstjóra 2023
Lögð fram skýrsla sveitarstjóra.
Til máls tók: Björn Bjarki.

Lagt fram til kynningar.
Skýrsla sveitarstjóra á fundi 234.pdf
Fundargerð yfirfarin, prentuð og undirrituð til staðfestingar.

Lagt til að næsti fundur sveitarstjórnar verði fimmtudaginn 15. júní nk.

Samþykkt samhljóða.

Vakin er athygli á því að vegna bilunar í útsendingu birtast tvær upptökur frá 234. fundi sveitarstjórnar (fyrri og seinni hluti, skiptist á milli 5. og 6. dagskrárliðar).


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:50 

Til bakaPrenta
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei