Ágúst, 2022
06ágú07:4514:00Pósthlaupið 2022Pósthlaupið 2022
Nánari upplýsingar
Taktu þátt í Pósthlaupinu laugardaginn 6. ágúst og styrktu gott málefni í leiðinni. Pósthlaupið er stórskemmtilegt utanvegahlaup eftir gamalli póstleið frá Staðarskála í Hrútafirði yfir í Búðardal. Þetta er tækifæri til
Nánari upplýsingar
Taktu þátt í Pósthlaupinu laugardaginn 6. ágúst og styrktu gott málefni í leiðinni.
Pósthlaupið er stórskemmtilegt utanvegahlaup eftir gamalli póstleið frá Staðarskála í Hrútafirði yfir í Búðardal. Þetta er tækifæri til að hlaupa í stórbrotinni náttúru og setja sig í spor landpóstanna sem um aldir fóru um langan veg til að færa fólki í sveitum pakka og bréf. Öll þátttökugjöld renna til Björgunarsveitarinnar Óskar og Ungmennafélagsins Ólafs Pá í Búðardal.
Þrjár vegalengdir eru í boði og rútur fara frá Búðardal á eftirfarandi tímum fyrir hvert hlaup:
- 50 km: Rútan fer frá pósthúsinu í Búðardal kl. 7:45
- 26 km: Rútan fer frá pósthúsinu í Búðardal kl. 10:30
- 7 km: Rútan fer frá pósthúsinu í Búðardal kl. 13:00
Verðlaun verða veitt fyrir þrjú efstu sætin í karla- og kvennaflokkum í hverri vegalengd, auk útdráttarverðlauna. Nánari upplýsingar og skráning fer fram á Hlaup.is
Meira
Klukkan
(Laugardagur) 07:45 - 14:00
Staðsetning
Búðardalur
370 Búðardalur