September, 2021

21sept20:00Storm Duo í HjarðarholtskirkjuStorm Duo tónleikar

Nánari upplýsingar

Storm Duo heldur tónleika í Hjarðarholtskirkju í Dölum þann 21. september nk. kl.20:00. Miðaverð er 2.500kr.

Nú í september eru væntanlegar til landsins þær Ásta Soffía Þorgeirsdóttir og Kristina Farstad Bjordal frá Noregi. Þær slógu eftirminnilega í gegn á tónleikum sem fram fóru á Borg í Grímsnesi um verslunarmannahelgina 2019. Þær koma fram sem Storm Duo og munu halda tónleika víða um land. Efnisskráin er mjög fjölbreytt og spannar allt frá norskri og íslenskri þjóðlagatónlist til harmonikkuslagara og sígildrar tónlistar. Ekki er vafi að þessi heimsókn verður hvalreki á fjörur tónlistarunnenda. Síðustu helgina í ágúst sl. náði hljómsveit undir stjórn Kristinu öðru sæti í Noregsmóti hljómsveita í gömlu dönsunum.

Meira

Klukkan

(Þriðjudagur) 20:00

Staðsetning

Hjarðarholtskirkja

Hjarðarholti

X
X