Sameiginleg áætlun Dalabyggðar, Reykhólahrepps og Strandabyggðar um byggðarþróun m.t.t. landbúnaðar, sjávarnytja og ferðaþjónustu, hefur tekið gildi. Skipulagsstofnun staðfesti svæðisskipulagsáætlunina þann 5. júní sl. í samræmi við skipulagslög og auglýsing um gildistökuna var birt í Stjórnartíðindum 19. júní sl. Í svæðisskipulaginu er sett fram framtíðarsýn fyrir sveitarfélögin þrjú sem lýsir þeim árangri sem þau vilja ná á næstu 15 árum. Einnig eru …
Heyrnar- og talmeinastöð Íslands
Móttaka heyrnarfræðings Heyrnar- og talmeinastöðvar Íslands (HTÍ) verður við heilsugæslustöðina í Búðardal mánudaginn 16. júlí. Heyrnarmælingar, ráðgjöf um heyrnartæki, aðstoð og stilling. Bókanir eru í síma 581 3855. Heyrnar- og talmeinastöð Íslands
Sögurölt við Steingrímsfjörð
Farið verður í sögurölt við Steingrímsfjörð á Ströndum næstkomandi mánudag, þann 2. júlí kl. 19.30 og lagt af stað frá Húsavíkurkleif, rétt sunnan við bæinn Húsavík. Gangan er skipulögð í samstarfi Byggðasafns Dalamanna, Sauðfjárseturs á Ströndum, Rannsóknaseturs HÍ á Ströndum – Þjóðfræðistofu og Náttúrubarnaskólans. Söfnin hafa tekið höndum saman um vikulegt sögurölt í Dölum og á Ströndum í sumar í …
Sögurölt í Ólafsdal
Byggðasafn Dalamanna og Sauðfjársetur á Ströndum ákváðu í vetur að leggja saman krafta sína og skipuleggja sameiginlega göngur í sumar. Í fyrrasumar var boðið upp á fjölbreyttar göngur hjá báðum söfnunum, en í sumar er stefnan sett á styttri göngur og meiri sögur, þ.e. sögurölt um Dali og Strandir. Fyrsta söguröltið verður í samstarfi við Fornleifastofnun Íslands og Ólafsdalsfélagið mánudaginn …
Sveitarstjóri í Dalabyggð
Starf sveitarstjóra í Dalabyggð er laust til umsóknar og er leitað að kraftmiklum og áhugasömum einstaklingi til að stýra krefjandi verkefnum á vegum sveitarfélagsins. Rík áhersla er á að efla atvinnu og vinna af krafti að nýjum verkefnum sem sveitarfélagið hyggst hefja undirbúning á í náinni framtíð. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Starfssvið Daglegur rekstur sveitarfélagsins …
Hestaþing Glaðs
Hestaþing Glaðs fer fram laugardaginn 23. júní og hefst kl. 10 á reiðvellinum í Búðardal. Fyrir hádegi verður forkeppni í tölti, barnaflokki, unglingaflokki, ungmennaflokki og í B og A flokkum gæðinga. Eftir matarhlé verður síðan keppt í úrslitum í ofangreindum flokkum. Auglýst kvölddagskrá fellur niður, en kappreiðar í mótslok fara eftir þátttöku. Hestamannafélagið Glaður
Söfnun dýrahræja
Farið verður um og dýrahræjum safnað norðan girðingar á miðvikudögum og sunnan girðingar á fimmtudögum í sumar. Nauðsynlegt er að búið sé að panta fyrir hádegi á þriðjudögum. Ef engin pöntun hefur borist fyrir þann tíma verður ekki farin ferð þó pantanir berist síðar í vikunni, heldur geymt fram í næstu viku. Bændum er bent á að panta strax og …
Hreinsun rótþróa
Árleg hreinsun rotþróa fer fram síðari hluta júnímánuðar. Sumarið 2018 verða hreinsaðar rótþrær í Laxárdal, á Skarðsströnd og í Saurbæ. Sumarið 2019 verður hreinsað á Skógarströnd, í Hvammssveit og á Fellsströnd og sumarið 2020 í Hörðudal, Miðdölum og Haukadal.
Timbur og járngámar í dreifbýli
Timbur- og járngámar verða staðsettir í dreifbýli með sama sniði og undanfarin ár. Saurbær, Skarðströnd og og Fellsströnd (Ytra fell) 28. júní – 5. júlí Fellsströnd (Valþúfa), Hvammssveit og Laxárdalur 5. júlí – 12. júlí Haukadalur og Miðdalir 12. júlí – 19. júlí Hörðudalur og Skógarströnd 19. júlí – 26. júlí
Auðarskóli – skólaliði
Auðarskóli óskar eftir að ráða í stöðu skólaliða við grunnskóladeild Auðarskóla frá og með 15. ágúst 2018. Um er að ræða 100% stöðu. Umsóknarfrestur er til 22. júní 2018. Helstu verkefni eru starf með börnum í gæslu og þrif á skólanum. Unnið er samkvæmt starfslýsingu skólaliða. Hæfniskröfur eru færni í samskiptum, frumkvæði í starfi, sjálfstæði, skipulögð vinnubrögð og stundvísi. Upplýsingar …