Söfnun dýrahræja

DalabyggðFréttir

Farið verður um og dýrahræjum safnað norðan girðingar á miðvikudögum og sunnan girðingar á fimmtudögum í sumar.

Nauðsynlegt er að búið sé að panta fyrir hádegi á þriðjudögum. Ef engin pöntun hefur borist fyrir þann tíma verður ekki farin ferð þó pantanir berist síðar í vikunni, heldur geymt fram í næstu viku. Bændum er bent á að panta strax og þörf er á, því bætt verður á vagninn ef rými er, en að öðrum kosti flyst pöntunin yfir á næstu viku.

Panta þarf á netfangið vidar@dalir.is eða í síma 894 0013.

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei