Kvennareiðin

DalabyggðFréttir

Árleg kvennareið í Dölum verður að þessu sinni í Saurbænum. Mæting er að Miklagarði kl. 13 og lagt verður að stað kl. 14. Riðið verður um Saurbæ og endað í Tjarnarlundi. Þátttökugjald er 2.000 kr og skal greitt með reiðufé. Aldurstakmark er 16 ára og reiðhjálmur nauðsynlegur fylgihlutur. Miðvikudagurinn 7. ágúst er síðasti skráningardagur. Skráning er hjá Valgerði í síma …

Ólafsdalshátíð 2013

DalabyggðFréttir

Árleg Ólafsdalshátíð verður sunnudaginn 11. ágúst með upphitun á laugardeginum. Frítt er inn á hátíðina en gestir eru hvattir til að kaupa lífrænt vottað Ólafsdalsgrænmeti og taka þátt í veglegu Ólafsdalshappdrætti. Jóhannes Kristjánsson skemmtikraftur og eftirherma mun stýra hátíðinnni. 10. ágúst Undanfari hátíðar – „upphitun“ Kl. 10:00 Gönguferð, hringur um Ólafsdal Gengið upp úr skálinni ofan við skólahúsið, farinn hringur …

Búgíveisla með Skúla mennska

DalabyggðFréttir

Ísfirski tónlistarmaðurinn Skúli “mennski” Þórðarson heimsækir Laugar í Sælingsdal miðvikudaginn 7. ágúst. Hann mun leika frumsamið efni í Gyllta salnum á hótelinu. Boðið verður upp á eftirlætisrétt Skúla, Svikinn héra, í kvöldmat sem og Dalaosta. Opnað verður í salinn kl. 19, matur borinn fram 19:30 og tónleikarnir hefjast 20:30. Borðapantanir eru í síma 444 4930 Viðburðir á Hótel Eddu á …

Kvöldmót UDN

DalabyggðFréttir

Þriðja og síðasta kvöldmót UDN í frjálsum íþróttum þetta sumarið verður haldið í Búðardal þriðjudaginn 30. júlí og hefst það kl. 19. Keppnisgreinar á mótinu verða: hástökk, langstökk, spjótkast, kringlukast, boltakast og spretthlaup. Tekið er við skráningum á staðnum en best er að skrá keppendur fyrirfram með því að senda póst á hannasigga@audarskoli.is Taka þarf fram nafn, fæðingarár, íþróttafélag og …

Danskir gestir

DalabyggðFréttir

Mánudaginn 5. ágúst, í lok verslunarmannahelgar, kemur hópur eldri danskra borgara frá Sveitarfélagi Skive á Jótlandi í heimsókn til Búðardals með Jens Hvidtfeldt Nielsen, fyrrverandi sóknarpresti í Hjarðarholtsprestakalli, sem fararstjóra. Af þessu tilefni verður guðþjónusta í Hjarðarholtskirkju þetta kvöld kl. 18:30 í umsjón sr. Önnu Eiríksdóttur og sr. Jens, fyrir dönsku gestina og Dalamenn. Í framhaldi af guðþjónustunni, um kl. …

Tónleikar á Laugum í Sælingsdal

DalabyggðFréttir

Þrennir tónleikar hafa verið undanfarnar vikur hjá Hótel Eddu á Laugum í Sælingsdal. Fimmtudaginn 11. júlí voru Ellen Kristjánsdóttir og Eyþór Gunnarsson með tónleika. Þá kom heimamaðurinn Tómas R. Einarsson ásamt Gunnari Gunnarssyni miðvikudaginn 24. júlí. Og sunnudagskvöldið 28. júlí voru þeir bræður Óskar og Ómar Guðjónssynir ásamt Ife Tolentino. Allir voru tónleikarnir hver öðrum betri og sýndu starfmenn Hótel …

Staðarhólsbók rímna

DalabyggðFréttir

Rósa Þorsteinsdóttir þjóðfræðingur verður með erindi um Staðarhólsbók rímna í Gyllta salnum á Laugum í Sælingsdal, fimmtudaginn 1. ágúst, kl. 21. Í lok apríl afhenti Kjartan Sveinsson tónlistarmaður, Sigurði Þórólfssyni bónda eftirgerð Staðarhólsbókar rímna. Eftirgerðin er nú til sýnis í Gyllta salnum á Laugum í Sælingsdal. Pétur Bjarnason bóndi á Staðarhóli í Saurbæ gaf Árna handritið 1707, en ekki er …

Bossa Nova og Samba á Laugum í Sælingsdal

DalabyggðFréttir

Óskar Guðjónsson, saxafónleikari og hinn brasilíski Ife Tolentino, söngvari og gítarleikari koma fram sunnudaginn 28. júlí kl. 20:30 í Gyllta sal Hótel Eddu, Laugum í Sælingsdal. Ómar Guðjónsson mun einnig koma fram með þeim. Þeir félagar, Óskar og Ife, kynntust fyrir 12 árum í London þegar Óskar var búsettur þar. Eitt af markmiðum Óskars var að kynnast brasilískan bossanóva-spilara til …

Landeigendur og héraðsvöld á Breiðafirði á 15. öld

DalabyggðFréttir

Sverrir Jakobsson heldur erindi á Nýp á Skarðsströnd laugardaginn 27. júlí kl. 14. Erindið fjallar um landeigendur og héraðsvöld á Breiðafirði á 15. öld. Saga Breiðafjarðarsvæðisins á 15. öld hefur iðulega verið sögð sem saga aðsópsmikilla landeigenda. Þetta stafar að einhverju leyti af eðli heimildanna. Til dæmis gat Arnór Sigurjónsson sótt í mjög auðugan skjalaforða varðandi erfðadeilur afkomenda auðmanna frá …

Reykhóladagar 25.-28. júlí 2013

DalabyggðFréttir

Reykhóladagar í ár verða helgina 25. – 28. júlí með fjölbreyttri dagskrá að vanda. Miðvikudaginn 24. júlí einbeita heimamenn sér að skreytingum. Fimmtudaginn 25. júlí verða kvikmyndasýningar á báta- og hlunnindasýningunni og kaffihúsakvöld. Föstudaginn 26. júlí fá börnin að fara á hestbak, súpa, fyrirlestur, kassabílakeppni, þrautabraut hverfanna, grill og spurningakeppni. Laugardaginn 27. júlí verður þarabolti, súpa, dráttarvélafimi, baggakast, baksturskeppni, markaður, …