Tónleikar á Laugum í Sælingsdal

DalabyggðFréttir

Þrennir tónleikar hafa verið undanfarnar vikur hjá Hótel Eddu á Laugum í Sælingsdal.
Fimmtudaginn 11. júlí voru Ellen Kristjánsdóttir og Eyþór Gunnarsson með tónleika. Þá kom heimamaðurinn Tómas R. Einarsson ásamt Gunnari Gunnarssyni miðvikudaginn 24. júlí. Og sunnudagskvöldið 28. júlí voru þeir bræður Óskar og Ómar Guðjónssynir ásamt Ife Tolentino.
Allir voru tónleikarnir hver öðrum betri og sýndu starfmenn Hótel Eddu þar m.a. fjölhæfni sína, þegar Birkir Blær spilaði á saxófón og Sunna Karen söng á tónleikunum með Tómasi R. og Gunnari.
Myndir frá síðustu tveimur tónleikunum má finna í myndasafni hér á vefsíðu Dalabyggðar. Myndirnar tók Valdís Einarsdóttir.

Myndasafn

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei