Danskir gestir

DalabyggðFréttir

Mánudaginn 5. ágúst, í lok verslunarmannahelgar, kemur hópur eldri danskra borgara frá Sveitarfélagi Skive á Jótlandi í heimsókn til Búðardals með Jens Hvidtfeldt Nielsen, fyrrverandi sóknarpresti í Hjarðarholtsprestakalli, sem fararstjóra.
Af þessu tilefni verður guðþjónusta í Hjarðarholtskirkju þetta kvöld kl. 18:30 í umsjón sr. Önnu Eiríksdóttur og sr. Jens, fyrir dönsku gestina og Dalamenn.
Í framhaldi af guðþjónustunni, um kl. 20, verður samsæti í Leifsbúð. Þar er vonast til að sem flestir Dalamenn sjái sér fært að taka þátt með Dönunum. Ef einhver vill undirbúa skemmtun í söng, ræðu eða annað við þetta tækifæri, er það meira en velkomið. Verðið er kr. 3.000 á mann fyrir hlaðborðið í Leifsbúð, borðapantanir eru í síma 434 1441.
Flestir Dananna hafa ekki komið til Íslands áður og hápunktur ferðarinnar er að hitta fyrrum sóknarbörn sr. Jens, halda guðsþjónustu með Dalamönnum og hitta yfir veisluborði á eftir. Flest þeirra hafa lesið Laxdælu fyrir ferðina og heimsóknina í Dalina.

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei