Auðarskóli í sumar

DalabyggðFréttir

Skólaslit grunnskólans voru þann 31. maí, en leikskólinn verður opinn til og með 26. júní og einnig skrifstofa skólans. Skrifstofa Auðarskóla og leikskóladeild opna aftur 1. ágúst.  Skólasetning grunnskóladeildar Auðarskóla verður miðvikudaginn 22. ágúst.

Lóðasláttur eldri borgara

DalabyggðFréttir

Þeir eldri borgarar sem þarfnast lóðasláttar, þurfa að sækja um það á skrifstofu Dalabyggðar, einnig er umsóknareyðublaðið að finna á heimasíðu Dalabyggðar.

Nefndarstörf í Dalabyggð

DalabyggðFréttir

Nýkjörin sveitarstjórn Dalabyggðar óskar eftir því að einstaklingar sem hafa áhuga á að starfa í nefndum Dalabyggðar 2018-2022 gefi kost á sér með því að senda tölvupóst á dalir@dalir.is eða hafa samband við skrifstofu Dalabyggðar í síma 430-4700. Sveitarstjórn mun skipa í flestar nefndir á 162. fundi sveitarstjórnar þann 14. júní nk. Þeir sem hafa áhuga á nefndarstörfum þurfa því …

Sveitarstjórn Dalabyggðar – 162. fundur

DalabyggðFréttir

162. fundur sveitarstjórnar verður haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal, 14. júní 2018 og hefst kl. 16:00. Dagskrá Almenn mál 1. Sveitarstjórnarkosningar 2018. Skýrsla kjörstjórnar lögð fram. 2. Kjör oddvita og varaoddvita 3. Kosning aðal- og varamanna í byggðarráð 4. Kosning í nefndir skv. A-hluta 48 gr. samþykkta Dalabyggðar. 5. Kosning í stjórnir og samstarfsnefndir skv. B-hluta 48. gr. samþykkta Dalabyggðar. 6. Ráðning sveitarstjóra. 7. …

Deiliskipulag fyrir Gildurbrekkur

DalabyggðFréttir

Sveitarstjórn Dalabyggðar samþykkti á fundi sínum 16. apríl 2018 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi í landi Hlíðar  í Hörðudal  í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Deiliskipulagið nær yfir frístundarbyggð á jörðinni Hlíð í Dalabyggð og er skipulagssvæðið staðsett fyrir neðan þjóðveg nr. 581 og hefur fengið nafnið Gildurbrekkur í tillögunni. Gert er ráð fyrir frístundarhúsum, þjónustuhúsi, hesthúsi, vélaskemmu …

Undirskriftalisti marklaus vegna formgalla

DalabyggðFréttir

maí sl. afhenti Eyjólfur Ingvi Bjarnason Jóhannesi Hauki Haukssyni oddvita undirskriftir 213 íbúa Dalabyggðar þar sem skrifað er undir eftirfarandi: „Í samræmi við 64. gr. samþykkta um stjórn sveitarfélagsins Dalabyggðar óskum við undirrituð eftir því að almenn atkvæðagreiðsla fari fram um mál nr. 1609021 – sala eigna – Laugar og Sælingsdalstunga sbr. tillögu Arnarlóns ehf. frá 13. maí sl. um lausn á …

Sauðafellshlaupið 2018

DalabyggðFréttir

Föstudagskvöldið 8. júní stendur Rjómabúið á Erpsstöðum fyrir fimmta Sauðafellshlaupinu. Hlaupið hefst og endar við brúsapallinn á Erpsstöðum. Hlaupið er eftir þjóðvegi 60 að Fellsenda og upp veg 585, á Fellsendabrekkunni er stefnan tekin uppá Sauðafellið, það hlaupið þvert og niður að bænum Sauðafelli, og komið að þjóðvegi 60 á ný og þá er hringnum lokað er komið er að …

Liðveitandi

DalabyggðFréttir

Félagsþjónustan í Dalabyggð auglýsir eftir einstakling til að starfa sem liðveitandi. Um er að ræða hlutastarf (um 12 tíma á mánuði) og er því tilvalið sem aukastarf með námi eða öðru starfi. Laun eru samkvæmt kjarasamningi. Það eru til börn og unglingar sem gætu þegið stuðning þinn! Nánari upplýsingar veita Inga Vildís Bjarnadóttir félagsmálastjóri og Thelma Eyfjörð félagsráðgjafi í síma …

Ljósmyndasamkeppni

DalabyggðFréttir

Ljósmyndasamkeppni verður á hátíðinni Heim í Búðardal. Bestu myndirnar verða sýndar á bæjarhátíðinni og vonandi eitthvað fram eftir sumri.  Samhliða verða allar myndirnar sýndar á vefnum. Myndum skal skila á stafrænu formi í prentupplausn á netfangið ferdamal@dalir.is. Myndirnar eiga að vera nýlegar, viðmiðið er að þær séu ekki eldri en 5 ára. Keppt verður í þremur flokkum landslag í Dölum …

Umhverfisviðurkenningar

DalabyggðFréttir

Sú nýbreytni verður tekin upp á bæjarhátíðinni Heim í Búðardal að veittar verða umhverfisviðurkenningar. Því er um að gera að nota vorið til að hressa upp á umhverfið. Tekið verður við tilnefningum þegar nær dregur. Veittar verða viðurkenningar fyrir snyrtilegasta fyrirtækið í Dalabyggð snyrtilegasta garðinn í Búðardal snyrtilegasta býlið í Dalabyggð