Undirskriftalisti marklaus vegna formgalla

DalabyggðFréttir

  1. maí sl. afhenti Eyjólfur Ingvi Bjarnason Jóhannesi Hauki Haukssyni oddvita undirskriftir 213 íbúa Dalabyggðar þar sem skrifað er undir eftirfarandi:

„Í samræmi við 64. gr. samþykkta um stjórn sveitarfélagsins Dalabyggðar óskum við undirrituð eftir því að almenn atkvæðagreiðsla fari fram um mál nr. 1609021 – sala eigna – Laugar og Sælingsdalstunga sbr. tillögu Arnarlóns ehf. frá 13. maí sl. um lausn á málinu.
Við erum á móti því að Dalabyggð veiti seljendalán.“

Þar sem ekki var farið að reglugerð um undirskriftasafnanir vegna almennra atkvæðagreiðslna samkvæmt sveitarstjórnarlögum er listinn marklaus.

Sveitarstjórn var t.d. ekki upplýst um undirskriftasöfunina fyrr en sama dag og undirskriftalistar voru afhentir.  Ekki var tilkynnt um hverjir væru ábyrgðarmenn.  Ekki var tryggt að allir íbúar vissu um undirskriftasöfnunina og gæfist kostur á að rita nafn sitt.

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei