Farið er fram á skráningu á nokkra viðburði Jörfagleði. Gestir hátíðarinnar eru beðnir að hafa það í huga og skrá sig við fyrsta tækifæri. Eftirtaldir viðburðir eru háðir skráningu Viðburður Netfang Sími Dansnámskeið jorfagledi2011@gmail.com 695 0317 Herdís Davíðsmótið jorfagledi2011@gmail.com 434 1218 Ingibjörg Fótboltamót UDN 844 7247 Kristján Gauti Markaður jorfagledi2011@gmail.com 695 0317 Herdís Ferð fyrir strandir jorfagledi2011@gmail.com 893 3211 Halla
Jörfagleði 2011 – dagskrá
Dagskrá Jörfagleði er nú tilbúin og verður dreift um Dali og Reykhólasveit eftir helgi. Hana má einnig nálgast hér á vef Dalabyggðar með því að fara í flipann lengst til hægri hér að ofan eða efst í flýtileiðum. Skráðir eru 32 viðburðir á hátíðinni. Hægt er að kynna sér efni einstakra viðburða í valmynd til hægri undir Jörfagleði. Og ef …
Sveitarstjórn Dalabyggðar
72. fundur sveitarstjórnar Dalabyggðar verður haldinn fimmtudaginn 7. apríl 2011 og hefst kl. 16:00 í Stjórnsýsluhúsinu í Búðardal. Dagskrá 1. Skýrsla sveitarstjóra.2. Fundargerð sveitarstjórnar frá 15. mars 2011. Fundargerðir til staðfestingar 3. Fundargerð byggðarráðs frá 22. mars 2011. 4. Fundargerð 27. fundar Menningar- og ferðamálanefndar. Fundargerðir til kynningar 5. Fundargerð stjórnar Sorpurðunar Vesturlands frá 11. mars 2011. Mál nr. 11020316. …
Húsvörður Tjarnarlundi
Starf húsvarðar í Tjarnarlundi er laust frá 1. maí n.k. Áhugasamir hafi samband við sveitarstjóra á skrifstofu Dalabyggðar.
Glímufélag Dalamanna
Jóhann Pálmason glímuþjálfari Glímufélags Dalamanna fór með 12 krakka á grunnskólamót og Íslandsglímuna sem var á Reyðarfirði laugardaginn 2. apríl. Dalamenn náðu góðum árangri á mótinu eins og sjá má hér á eftir. Grunnskólamótið Guðbjartur Rúnar Magnússon og Sunna Björk Karlsdóttir náðu bæði meistaratitlum í sínum flokki, þ.e. þau eru hvort um sig grunnskólameistarar í 9. bekk. Kristinn Helgi Bogason …
Spurningakeppni í Dalabúð
Fyrri hluti spurningakeppni sem halda átti þriðjudaginn 5. apríl fellur niður og munu öll skráð lið keppa á Jörfagleði sunnudagskvöldið 17. apríl. Spurningakeppni 17. apríl verður nánar auglýst síðar. Einar og Svala
Strandamenn á ferð
Sauðfjárbændur í Strandasýslu eru nú á ferð um vestanverða Dali að skoða sauðfjárbú. Ferðin hefur þó ekki gengið áfallalaust. Hrútfirðingar urðu olíulausir í Laxárdalnum og skemmtu Norðanmenn sér vel yfir því. En þeim var ekki eins skemmt þegar rútan þeirra bilaði í Saurbænum og urðu þeir að senda eftir „nýrri“ frá Hólmavík. Þeir munu keyra fyrir Strandir og koma við …
Vorboðarnir
Frétt hér á vef Dalabyggðar í gær um svartan svan á ferð um Hvammsfjörð flokkast víst yfir aprílgabb. En verður að teljast frekar saklaust miðað við prestinn á Skarðsströndinni sem lét vinnumann sinn skreppa til Reykjavíkur til að eiga orð við biskupinn. Einn af fyrstu vorboðunum er þegar fer að heyrast í álftunum. En í morgun brá einum Hörðdælinginum við …
Húmorsþing Þjóðfræðistofu
Um helgina verður haldið þriðja Húmorsþing Þjóðfræðistofu á Hólmavík. Þingið er bæði vetrarhátíð og málþing um húmor sem fræðilegt viðfangsefni. Munu fræðimenn fjalla þar um húmor útfrá ýmsum forsendum. Meðal fyrirlesara og listamanna verða Íris Ellenberger, Ása Ketilsdóttir, Kristinn Schram, Þorsteinn Guðmundsson, Jón Jónsson, Kolbeinn Proppé, Kristín Einarsdóttir og Uppstöðufélagið. Auk fræðilegrar dagskrár verður meðal annars barþraut um íslenska kímni, …
Kjörskrá
Kjörskrá Dalabyggðar vegna þjóðaratkvæðagreiðslu um samþykkt eða synjun laga nr. 13/2011 liggur frammi á skrifstofu sveitarfélagsins á opnunartíma skrifstofunnar frá 30. mars fram að kjördegi. Skrifstofa Dalabyggðar, Miðbraut 11 er opin alla virka daga, kl. 10-14. Þeim sem vilja koma að athugasemdum við kjörskrá, er bent á að senda þær sveitarstjóra Dalabyggðar. Sveitarstjórn Dalabyggðar