Vinsamlegast athugið að Auðarskóli hefur fengið nýtt veffang. Það verður: www.audarskoli.dalir.is Vinsamlegast vistið þetta nýja veffang í minni tölvunnar og skoðið síðuna sem oftast og komið með athugasemdir eða nýjar hugmyndir um hvað gott og gagnlegt væri að setja á heimasíðuna. Umsjónarmaður heimasíðu Auðarskóla er Þorkell Cýrusson deildarstjóri, netfang: keli@dalir.is
Starf hjá Dalabyggð
Dalabyggð óskar eftir því að ráða starfsmann hjá eignarsjóði/áhaldahúsi sveitarfélagsins. Um er að ræða fjölbreytt starf sem hentar laghentum úrræðagóðum aðila. Viðkomandi þarf að hafa bílpróf. Umsóknarfrestur er til 10. september nk. og skal umsóknum skilað á skrifstofu Dalabyggðar, Miðbraut 11, 370 Búðardal, merkt – Umsókn áhaldahús/eignarsjóður. Allar nánari upplýsingar veitir sveitarstjóri í síma: 4304700
Sigursælir Daladrengir í fótbolta
Það voru hamgingjusamir Daladrengir sem keyrðu heim með bikar í farteskinu s.l. laugardag frá Borgarnesi eftir að hafa tekið þátt í Skallagrímsmótinu í 6. flokk. Hugmyndin kom upp í vor hjá foreldrum nokkurra drengja um að fara með strákana á eitthvað mót í sumar og leyfa þeim að spreyta sig í keppni. Strákarnir hafa aldrei farið á mót og aldrei …
Auðarskóli
Nemendur mæta í Auðarskóla föstudaginn 21. ágúst og hitta þá kennara sína, fá stundatöflur og önnur gögn. Búðardalur kl. 10.00Tjarnarlundur kl. 13.00 Kennsla samkvæmt stundarskrá hefst síðan mánudaginn 24. ágúst. Skólastjóri
Brautargengisnámskeið
Impra nýsköpunarmiðstöð gengst nú í þrettánda sinn fyrir svokölluðum Brautargengisnámskeiðum á landsbyggðinni. Haustið 2009 er áætlað að halda námskeiðið á tveimur stöðum á landinu, þ.e. í Borgarnesi og Akureyri. Alls hafa yfir sjö hundrað konur víðs vegar um land lokið Brautargengisnámskeiði frá upphafi. Frekari upplýsingar Námskeiðið er í umsjón Selmu Daggar Sigurjónsdóttur, verkefnisstjóra hjá Impru á Nýsköpunarmiðstöð Íslands. Námskeiðsgjald er …
Vantar fólk til að taka þátt í hátíð við sláturhúsið á laugardagin.
Vantar fólk í senu þar sem verið er að taka upp hátíð vegna opnunar á sláturhúsinu á laugardaginn. Tökur hefjast kl. 9:00 og verður lokið kl. 12:00. Mæting við sláturhúsið kl. 8:45 allir sem mögulega geta hjálpað okkur í þessari síðustu töku mæti. Það verður grill og gotterí á staðnum. Katrín s: 8470847 Poppoli
Héraðsbókasafn Dalasýslu
Bókasafnið verður lokað til 1. september 2009, vegna sumarleyfa Bókavörður
Snyrtifræðingur í Búðardal!
Helgina 7-9 ágúst. Ég verð eins og áður á Miðbraut 2 (hjá Ibbu og Tóta)Pantanir og frekari upplýsingar í síma 868-9369.Sjáumst hress!!! Sandra Rut Bjarnadóttir Snyrtifræðingur Í boði er: Fótsnyrting/m lökkun 4500/5000Litun og plokkun 2700Plokkun/ vax á brúnir 1500Nudd og maski 60 mín 4500Andlitsbað 90 mín m/hreinsun 6000Vax upp að hnjám 2500 Ásamt annari snyrtingu.
Sýningaropnun í Ólafsdal 9. ágúst
Dalir – hólar – handverk Dalir – hólar – handverk er sýningarverkefni í Dölum, við Breiðafjörð og á Ströndum sem stuðlar að samstarfi milli heimafólks og aðkominna um handverk og listir. Náttúra og menning svæðisins er uppspretta verkanna, og er skólahús gamla landbúnaðarskólans í Ólafsdal og umhverfi hans útgangspunktur sýningarinnar. Skólinn var á mörkum þeirra þriggja sýslna sem sýningin spannar …
Kvennareið 8. ágúst
Haukadalurinn 2009 Konur dalsins taka á móti drottningum í einn dag. Farið að undirbúa reiðskjótann, botninn og hjálminn fyrir átök dagsins. Þátttökugjald er 2000 kr. 16 ára aldurstakmark Lagt verður af stað stundvíslega klukkan 14:00 Vinsamlegast skráið ykkur í síðasta lagi þriðjudagskvöldið 4. ágúst. Kristín 4341390 – 8940668 Gyða 6967169 – 4341443