Ormahreinsun hunda

DalabyggðFréttir

Eiganda eða umráðamanni hunds er skylt að láta ormahreinsa hund sinn árlega. Tilgangur hreinsunarinnar er að fyrirbyggja sýkingar hjá mönnum af völdum bandorma og spóluorma í hundum. [57. gr. reglugerðar nr. 941/2002]. Eigendur / umráðmenn hunda skulu setja sig í samband við Gísla Sverri Halldórssyni dýralæki að Ægisbraut 19 í Búðardal og mun hann þá sjá um hreinsunina. Skv. gjaldskrá …

Símasambandslaust

DalabyggðFréttir

Vegna viðgerðar á tölvu- og símakerfi verður símasambandslaust við skrifstofu Dalabyggðar í dag, fimmtudaginn 18. janúar, kl. 12-14.

Sýsluskrifstofan lokuð

DalabyggðFréttir

Föstudaginn 19. janúar 2018 verður Sýsluskrifstofan í Búðardal lokuð vegna starfsdags. Sýslumaðurinn á Vesturlandi

Uppbyggingarsjóður Vesturlands

DalabyggðFréttir

Auglýst er eftir umsóknum í uppbyggingasjóð Vesturlands. Veittir verða atvinnuþróunar- og nýsköpunarstyrkir, menningarstyrkir ásamt stofn- og rekstrarstyrkjum til menningarverkefna. Umsóknarfrestur hefur verið framlengdur til miðnættis 21. janúar. Umsóknarferlið er á Ísland.is og notast er við Íslykil til innskráningar. Nánari upplýsingar má fá í síma 433 2310 eða senda fyrirspurn til uppbyggingasjodur@ssv.is. Frestur til að skila inn umsóknum rennur út á …

Áfangastaðaáætlun ferðamála á Vesturlandi 2018-2020

DalabyggðFréttir

Annar vinnufundur um áætlun um áfangastaði á Vesturlandi verður haldinn í Dalabúð miðvikudaginn 17. janúar kl. 17-20. Sett verða markmið og listar yfir þau verkefni sem þarf að vinna á næstu árum til að gera ferðaþjónustuna í Dölum öfluga. Allir sem hafa áhuga á þróun ferðamála er velkomið að taka þátt í þessari vinnu.

Sveitarstjórn Dalabyggðar 157. fundur

DalabyggðFréttir

157. fundur sveitarstjórnar verður haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal, 16. janúar 2018 og hefst kl. 18:00. Dagskrá Almenn mál 1. Sala eigna 2. Samkomulag um uppgjör við Brú lífeyrissjóð starfsmanna sveitarfélaga 3. Ný persónuverndarlöggjöf Almenn mál – umsagnir og vísanir 4. Aðalskipulag Dalabyggðar – breytingartillaga 5. Íþróttamannvirki í Búðardal 6. Jarðir sem tilheyra verndarsvæði Breiðafjarðar – Yfirlit 7. Áfangastaðaáætlun DMP 8. Samþykkt um stjórn …

Bingó í Árbliki

DalabyggðÁhugaverðar fréttir, Fréttir

Kvenfélagið Fjóla heldur bingó sunnudaginn 14. janúar kl. 13:30 í Árbliki.Spjaldið kostar 800 kr. og allur ágóði rennur til góðra málefna í heimabyggð.

Háls-, nef og eyrnalæknir

DalabyggðFréttir

Þórir Bergmundsson, háls-, nef og eyrnalæknir verður með móttöku á Heilsugæslustöðinni í Búðardal föstudaginn 19. janúar. Tímapantanir eru í síma 432 1450.

Þrettándagleði

DalabyggðÁhugaverðar fréttir, Fréttir

Skátafélagið Stígandi og Björgunarsveitin Ósk kveikja varðeld við Búðarbraut föstudaginn 5. janúar kl. 17:30 og síðan í kakó í Dalabúð. Kynjaverur af öllu tagi eru sérstaklega velkomnar, þar á meðal álfakonungar, álfadrottningar, álfaprinsar, álfaprinsessur tröllkarlar og tröllkerlingar.

Uppbyggingasjóður Vesturlands

DalabyggðÁhugaverðar fréttir, Fréttir

Ólafur Sveinsson atvinnuráðgjafi og Elísabet Haraldsdóttir menningarfulltrúi verða með viðveru á skrifstofu Dalabyggðar þriðjudaginn 9. janúar kl. 13:30-15:30 og veita ráðgjöf til þeirra sem hyggjast sækja um styrki í Uppbyggingasjóð Vesturlands.