Vegna viðgerðar á tölvu- og símakerfi verður símasambandslaust við skrifstofu Dalabyggðar í dag, fimmtudaginn 18. janúar, kl. 12-14.
Sýsluskrifstofan lokuð
Föstudaginn 19. janúar 2018 verður Sýsluskrifstofan í Búðardal lokuð vegna starfsdags. Sýslumaðurinn á Vesturlandi
Uppbyggingarsjóður Vesturlands
Auglýst er eftir umsóknum í uppbyggingasjóð Vesturlands. Veittir verða atvinnuþróunar- og nýsköpunarstyrkir, menningarstyrkir ásamt stofn- og rekstrarstyrkjum til menningarverkefna. Umsóknarfrestur hefur verið framlengdur til miðnættis 21. janúar. Umsóknarferlið er á Ísland.is og notast er við Íslykil til innskráningar. Nánari upplýsingar má fá í síma 433 2310 eða senda fyrirspurn til uppbyggingasjodur@ssv.is. Frestur til að skila inn umsóknum rennur út á …
Áfangastaðaáætlun ferðamála á Vesturlandi 2018-2020
Annar vinnufundur um áætlun um áfangastaði á Vesturlandi verður haldinn í Dalabúð miðvikudaginn 17. janúar kl. 17-20. Sett verða markmið og listar yfir þau verkefni sem þarf að vinna á næstu árum til að gera ferðaþjónustuna í Dölum öfluga. Allir sem hafa áhuga á þróun ferðamála er velkomið að taka þátt í þessari vinnu.
Sveitarstjórn Dalabyggðar 157. fundur
157. fundur sveitarstjórnar verður haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal, 16. janúar 2018 og hefst kl. 18:00. Dagskrá Almenn mál 1. Sala eigna 2. Samkomulag um uppgjör við Brú lífeyrissjóð starfsmanna sveitarfélaga 3. Ný persónuverndarlöggjöf Almenn mál – umsagnir og vísanir 4. Aðalskipulag Dalabyggðar – breytingartillaga 5. Íþróttamannvirki í Búðardal 6. Jarðir sem tilheyra verndarsvæði Breiðafjarðar – Yfirlit 7. Áfangastaðaáætlun DMP 8. Samþykkt um stjórn …
Bingó í Árbliki
Kvenfélagið Fjóla heldur bingó sunnudaginn 14. janúar kl. 13:30 í Árbliki.Spjaldið kostar 800 kr. og allur ágóði rennur til góðra málefna í heimabyggð.
Háls-, nef og eyrnalæknir
Þórir Bergmundsson, háls-, nef og eyrnalæknir verður með móttöku á Heilsugæslustöðinni í Búðardal föstudaginn 19. janúar. Tímapantanir eru í síma 432 1450.
Þrettándagleði
Skátafélagið Stígandi og Björgunarsveitin Ósk kveikja varðeld við Búðarbraut föstudaginn 5. janúar kl. 17:30 og síðan í kakó í Dalabúð. Kynjaverur af öllu tagi eru sérstaklega velkomnar, þar á meðal álfakonungar, álfadrottningar, álfaprinsar, álfaprinsessur tröllkarlar og tröllkerlingar.
Uppbyggingasjóður Vesturlands
Ólafur Sveinsson atvinnuráðgjafi og Elísabet Haraldsdóttir menningarfulltrúi verða með viðveru á skrifstofu Dalabyggðar þriðjudaginn 9. janúar kl. 13:30-15:30 og veita ráðgjöf til þeirra sem hyggjast sækja um styrki í Uppbyggingasjóð Vesturlands.
Rafbókasafn
Héraðsbókasafn Dalasýslu hefur gerst aðili að rafbókasafninu og er það vonandi kærkomin viðbót við þjónustu safnsins. Frá og með 2. janúar 2018 geta lánþegar sótt um aðild að rafbókasafninu og byrjað að nýta sér kosti þess. Til þess að fá aðgengi að Rafbókasafninu þarf lánþegi að vera með gilt bókasafnskort og velja sér aðgangsorð sem bókavörður skráir inn í gangagrunn …