Sveitarstjórn Dalabyggðar 152. fundur

DalabyggðFréttir

152. fundur sveitarstjórnar verður haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal, 24. október 2017 og hefst kl. 19. Dagskrá Almenn mál 1. Sala eigna – Laugar í Sælingsdal Almenn mál – umsagnir og vísanir 2. Alþingiskosningar 2017 3. Húsnæðisáætlun 4. Gerð svæðisskipulags 5. Umsagnarbeiðni – Nýp á Skarðsströnd 6. Umsókn um lóð að Vesturbraut, 370 Búðardal 7. Fjárhagsáætlun 2017 – Viðauki 2 …

Hrútasýningar FSD 2017

DalabyggðFréttir

Á haustfagnaði Félags sauðfjárbænda í Dalasýslu verða tvær lambhrútasýningar, á föstudag og laugardag. Alls eru skráðir til keppni 87 hrútar. Hyrndir hrútar eru 52, kollóttir eru 17 og mislitir 18. Lambhrútasýning í Dalahólfi og opin fjárhús verða að Rauðbarðaholti í Hvammssveit föstudaginn 20. október kl. 12. Þar eru skráðir til keppni 35 hyrndir hrútar, 9 kollóttir og 14 mislitir. Einnig …

Félag eldri borgara

DalabyggðFréttir

Haustdagskrá Félags eldri borgara í Dölum og Reykhólahreppi hefur verið gefin út. Nýir félagar eru velkomnir í félagið, gönguhópinn og kórinn. Gönguhópurinn gengur rösklega frá Silfurtúni kl. 10:30 á mánudögum og föstudögum. Gangan endar svo í kaffi og spjalli við heimilisfólkið á Silfurtúni. Á þriðjudögum kl. 15:30-17:00 er frítt í sund á Laugum fyrir eldri borgara. Aðgangur í tækjasal er …

Lyfja Búðardal

DalabyggðFréttir

Apótek Lyfju í Búðardal verður lokað þriðjudaginn 10. október kl. 10-15 vegna talningar. Athugið að opið verður kl. 15-17 þennan dag.

Íbúakönnun um húsnæðismál

DalabyggðFréttir

Sveitarstjórn Dalabyggðar óskar eftir þátttöku íbúa í könnun er varðar húsnæðismál, sem innlegg í húsnæðisáætlun sveitarfélagsins. Könnunin er rafræn, en einnig er hægt að nálgast hana í pappírsformi á skrifstofu sveitarfélagsins og fylla hana út þar. Hægt er að svara einu sinni úr hverri tölvu. Slóðina má finna neðst í fréttinni og undir flýtileiðir. Samhliða henni verður einnig lögð fram …

Hér njótum við hlunninda

DalabyggðFréttir

„Hér njótum við hlunninda“ er staðhæft í tillögu að svæðisskipulagi Dalabyggðar, Reykhólahrepps og Strandabyggðar sem birt hefur verið á verkefnisvefnum www.samtakamattur.is. Í tillögunni er sett fram sameiginleg stefna sveitarfélaganna um eflingu atvinnulífs og byggðar með áherslu á nýtingu sérkenna og auðlinda svæðisins. Svæðisskipulagstillagan verður kynnt á opnum fundum í sveitarfélögunum þremur á næstunni Dalabúð, þriðjudaginn 10. október, kl. 20:00-21:30 Reykhólaskóli …

Viðvera atvinnuráðgjafa SSV

DalabyggðFréttir

Viðvera Ólafs Sveinssonar atvinnuráðgjafa SSV er vera átti þriðjudaginn 3. október frestast til miðvikudagsins 4. október kl. 13.

Svæðisskipulag

DalabyggðFréttir

Á fundi sínum þann 23. ágúst sl. ákvað svæðisskipulagsnefnd Dalabyggðar, Reykhólahrepps og Strandabyggðar að kynna svæðisskipulagstillögu ásamt umhverfisskýrslu í samræmi við 2. mgr. 23. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Lagagreinin kveður á um kynningu svæðisskipulagstillögu á vinnslustigi áður en gengið er frá henni til formlegrar auglýsingar. Í samræmi við samþykkt svæðisskipulagsnefndar hefur tillagan verið send til fjölmargra aðila til kynningar og …

Alþingiskosningar 2017

DalabyggðFréttir

Kosið verður til Alþingis laugardaginn 28. október næstkomandi. Þetta kemur fram í forsetabréfi um þingrof og almennar kosningar sem birt hefur verið á vef Stjórnartíðinda. Kjörskrá Viðmiðunardagur kjörskrár er 5 vikum fyrir kjördag, það er laugardagurinn 23. september. Mikilvægt er því að allar þær breytingar sem þarf að gera á skráningu lögheimilis verði gerðar fyrir lok föstudagsins 22. september. Þær …

Hittingur í Rauðakrosshúsinu

DalabyggðFréttir

Næsti hittingur kvenna verður miðvikudaginn 20. september í húsi Rauða krossins klukkan 20. Hugmyndin er að konur hittist, kjafti og kynnist. Þessi hittingur er ætlaður öllum konum, 18 ára og eldri. Börn og karlar eru ekki leyfð, nema undanþága er gefin fyrir börn upp að tveggja ára ef þarf. Kaffi verður í boði en endilega takið með ykkur nasl ef …