Bæjarhátíð í Búðardal

DalabyggðFréttir

Bæjarhátíð verður í Búðardal frá föstudeginum 8. júlí til sunnudagsins 10. júlí. Verður þar á dagskrá sambland af fyrri liðum og nýjungar. Skreytingar Í tengslum við bæjarhátíð 8.-10. júlí eru bæjarbúar hvattir til að skreyta bæinn hátt og lágt og mynda þannig skemmtilega stemningu. Litaþemað verður milli gatna líkt og áður og skiptingin verður við lækinn í Búðardal. Blátt og …

Tómas R., Óskar og Sigríður

DalabyggðFréttir

Tómas R. Einarsson, Óskar Guðjónsson og Sigríður Thorlacius verða með tónleika í gyllta salnum á Laugum sunnudaginn 3. júlí kl. 21. Sveiflujass verður í aðalhlutverki á þessum tónleikum. Aðgangur er ókeypis, húsið opnar kl. 20 og tónleikarnir hefjast kl. 21.

Háls-, nef og eyrnalæknir

DalabyggðFréttir

Þórir Bergmundsson, háls-, nef og eyrnalæknir verður með móttöku á heilsugæslustöðinni í Búðardal miðvikudaginn 6. júlí. Tímapantanir eru í síma 432 1450.

Skrifstofa Dalabyggðar – sumarlokun

DalabyggðFréttir

Skrifstofa Dalabyggðar verður lokuð vikuna 4. – 9. júlí vegna sumarleyfa. Skrifstofa Dalabyggðar er opin alla virka daga kl. 10-14. Símatímar eru kl. 9-13. Póstkassi er í anddyri stjórnsýsluhúss ef þarf að skila inn skjölum utan opnunartíma.

Jafnréttisáætlun Dalabyggðar

DalabyggðFréttir

Ný jafnréttisáætlun Dalabyggðar var samþykkt á fundi félagsmálnefndar 2. júní 2016 og staðfest á fundi sveitarstjórnar Dalabyggðar 21. júní 2016. Jafnréttisáætlun Dalabyggðar

Forsetakosningar 25. júní 2016

DalabyggðFréttir

Kjörfundur vegna forsetakosninga verður laugardaginn 25. júní 2016 kl. 10-20 á Héraðsbókasafni Dalasýslu, Miðbraut 11 í Búðardal. Athygli kjósenda er vakin á skyldu til að sýna persónuskilríki ef kjörstjórn óskar þess. Kjörskrá Kjörskrá fyrir Dalabyggð vegna forsetakosninga 25. júní 2016 liggur frammi á skrifstofu Dalabyggðar 15. júní – 25. júní, alla virka daga kl. 10 – 14. Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar …

Hestaþing Glaðs 18. júní

DalabyggðFréttir

Þátttaka í hestaþingi Glaðs er í minna lagi og þess vegna hefur verið ákveðið að keyra allt mótið á einum degi. Mótið hefst með forkeppni kl. 10:00 eins og áður hafði verið auglýst en öll forkeppnin verður kláruð með bara stuttum hléum. Að lokinni forkeppni í öllum greinum (í áður auglýstri röð) verður svo gert gott hlé til kl. 18:30 …

Sauðafellshlaupið 2016

DalabyggðFréttir

Laugardaginn 18. júní kl. 12 verður þriðja Sauðafellshlaupið. Hlaupið hefst og endar við brúsapallinn á Erpsstöðum. Hlaupið er eftir þjóðvegi 60 að Fellsenda og upp veg 585. Í Fellsendabrekkunni er stefnan tekin upp á Sauðafellið, þvert fellið niður að bænum Sauðafelli. Þá er komið á þjóðveg 60 að nýju og hringnum lokað er komið er að Erpsstöðum á ný. Hlaupaleiðin …

138. fundur sveitarstjórnar Dalabyggðar

DalabyggðFréttir

138. fundur sveitarstjórnar Dalabyggðar verður haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal, 21. júní 2016 og hefst kl. 20:00. Dagskrá Almenn mál 1. Kjör oddvita og varaoddvita til eins árs skv. II. kafla Samþykktar um stjórn sveitarfélagsins Dalabyggðar nr. 926/2013 2. Kosning aðal- og varamanna í byggðarráð til eins árs skv. V. kafla 3. Kosning í nefndir,ráð og stjórnir skv. VI.kafla 4. …

Héraðsbókasafn – sumarleyfi

DalabyggðFréttir

Vegna sumarleyfa verður Héraðsbókasafn Dalasýslu lokað 20. júní til 1. júlí. Þá verður bókasafnið lokað af sömu ástæðum 25. júlí til 15. ágúst.