Forsetakosningar 25. júní 2016

DalabyggðFréttir

Kjörfundur vegna forsetakosninga verður laugardaginn 25. júní 2016 kl. 10-20 á Héraðsbókasafni Dalasýslu, Miðbraut 11 í Búðardal.
Athygli kjósenda er vakin á skyldu til að sýna persónuskilríki ef kjörstjórn óskar þess.
Kjörskrá
Kjörskrá fyrir Dalabyggð vegna forsetakosninga 25. júní 2016 liggur frammi á skrifstofu Dalabyggðar 15. júní – 25. júní, alla virka daga kl. 10 – 14.
Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar innanlands
Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar fer fram um allt land á skrifstofum sýslumanna og öðrum sérstökum kjörstöðum á þeirra vegum. Sýslumenn auglýsa hvar og hvenær atkvæðagreiðsla utan kjörfundar fer fram.
Nánari upplýsingar
Nánari upplýsingar um forsetakosningarnar má finna á kosningavef innanríkisráðuneytisins.

Kosningavefur innanríkisráðuneytisins

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei