Kjörskrá

DalabyggðFréttir

Kjörskrá fyrir Dalabyggð vegna forsetakosninga 25. júní 2016 liggur frammi á skrifstofu Dalabyggðar 15. júní – 25. júní (kjördags) alla virka daga kl. 10 – 14. Kosningavefur innanríkisráðuneytisins

Dagskrá 17. júní

DalabyggðFréttir

Hátíðahöld verða í Búðardal 17. júní. Safnast verður saman við Silfurtún kl. 14. Börn fá fána og blöðrur. Frá Silfurtúni verður síðan skrúðganga að Dalabúð og þar verður flutt hátíðarávarp og fjallkonan stígur á stokk.

Leikjanámskeið fyrir börn

DalabyggðFréttir

Þriggja vikna leikjanámskeið verður haldið fyrir börn fædd árin 2006-2009 dagana 20. júní – 7. júlí, kl. 13-16. Námskeiðsgjald verður 10.000 kr. Leiðbeinandi verður Gunnur Rós Grettisdóttir. Skráningar skulu berast til Svönu í síma 779 1324 eða netfangið udn@udn.is.

Flugdrekasmiðja

DalabyggðFréttir

Föstudaginn 24. júní kl. 10– 16 verður flugdrekasmiðja fyrir grunnskólabörn á yngsta stigi Auðarskóla. Arite Fricke iðnhönnuður leiðbeinir börnunum. Börnin hanna og smíða sína eigin flugdreka og spreyta sig á að láta þá fljúga í Víkinni við Ægisbraut í lok dags. Uppbyggingarsjóður Vesturlands styrkir verkefnið og er þátttaka ókeypis. Skráning er hjá Völu í síma 845 2477 og á info@dalir.is …

Hreinsun rotþróa

DalabyggðFréttir

Árleg hreinsun rotþróa fer fram á næstu vikum og í ár verður hreinsað á Skógarströnd, í Hvammssveit og á Fellsströnd. Sumarið 2017 í Suðurdölum og Haukadal og í Laxárdal og sumarið 2018 á Skarðsströnd og í Saurbæ. Til þess að hreinsun geti gengið auðveldlega fyrir sig þurfa húseigendur að tryggja óheft aðgengi að lóðum sínum og sjá til þess að …

Þjóðlendukröfur

DalabyggðFréttir

Kröfulýsingarfrestur vegna þjóðlendukrafna í Dalasýslu rennur út 18. júní 2016. Þjóðlendukröfur í Dalasýslu

Timbur- og járngámar í dreifbýli

DalabyggðFréttir

Timbur- og járngámar verða staðsettir í dreifbýli með sama sniði og undanfarin ár. Saurbær, Skarðsströnd og Fellsströnd (Ytra-Fell) 16. – 23. júní. Fellsströnd (Valþúfa), Hvammssveit og Laxárdalur 23. – 30. júní. Haukadalur og Miðdalir 30. júní – 7. júlí Hörðudalur og Skógarströnd 7. – 14. júlí

Hestaþing Glaðs 18.-19. júní

DalabyggðFréttir

Hestaþing Glaðs verður haldið á reiðvellinum í Búðardal dagana 18. – 19. júní næstkomandi. Mótið er opið öllum félögum í hestamannafélögum. Forkeppnir hefjast kl. 10 á laugardaginn og kl. 20 verða ræktunarbússýningar, kappreiðar og úrslit í tölti. Á sunnudaginn hefjast úrslit kl. 13. Nánari upplýsingar á heimasíðu Glaðs. Hestamannafélagið Glaður

Svæðisskipulag – Verkefnislýsing til kynningar og umsagnar

DalabyggðFréttir

Á þriðja fundi sínum, þann 1. júní sl., samþykkti svæðisskipulagsnefnd Dalabyggðar, Reykhólahrepps og Strandabyggðar lýsingu skipulagsverkefnis fyrir sveitarfélögin. Lýsingin er unnin samkvæmt ákvæði 23. gr. skipulagslaga. Í verkefnislýsingunni er gerð grein fyrir tildrögum og tilgangi svæðisskipulags og hvernig staðið verður að vinnslu þess. Lýst er landfræðilegu samhengi skipulagssvæðisins og samhengi verkefnisins við aðra stefnumótun og áætlanagerð á svæðis- og landsvísu. …

Lóðasláttur eldri borgara

DalabyggðFréttir

Þeir eldri borgarar sem þarfnast lóðasláttar, þurfa að sækja um það á skrifstofu Dalabyggðar, einnig er umsóknareyðublaðið að finna á heimasíðu Dalabyggðar. Umsókn um lóðaslátt