Flugdrekasmiðja

DalabyggðFréttir

Föstudaginn 24. júní kl. 10– 16 verður flugdrekasmiðja fyrir grunnskólabörn á yngsta stigi Auðarskóla.
Arite Fricke iðnhönnuður leiðbeinir börnunum. Börnin hanna og smíða sína eigin flugdreka og spreyta sig á að láta þá fljúga í Víkinni við Ægisbraut í lok dags.
Uppbyggingarsjóður Vesturlands styrkir verkefnið og er þátttaka ókeypis. Skráning er hjá Völu í síma 845 2477 og á info@dalir.is fyrir mánudaginn 20. júní.
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei