Byggðasafn Dalamanna – sögustundir

DalabyggðFréttir

Sunnudaginn 27. desember verður næsta sögustund á safninu. Þá verða álfar og annað tengt áramótum á dagskrá. Allir eru velkomnir, aðgangseyrir er 500 kr og kaffi á könnunnni fyrir þá sem það vilja.

Gleðileg jól

DalabyggðFréttir

Sveitarstjórn Dalabyggðar óskar íbúum Dalabyggðar gleðilegra jóla og farsæls komandi árs.

Félagsvist í Tjarnarlundi

DalabyggðFréttir

Ungmennafélagið Stjarnan stendur fyrir félagsvist í Tjarnarlundi laugardaginn 26. desember, annan í jólum, og hefst hún kl. 20. Aðgangseyrir 700 kr. Sjoppa verður á staðnum, en enginn posi.

Skólastjóri Auðarskóla

DalabyggðFréttir

Staða skólastjóra við Auðarskóla í Búðardal er laus til umsóknar. Leitað er að einstaklingi sem er tilbúinn til að viðhalda og byggja upp öflugt skólasamfélag af metnaði og dugnaði með virðingu og ánægju að leiðarljósi. Markmið og verkefni • Stjórnun og ábyrgð á daglegri starfsemi, fjárhagsáætlunum og rekstri skólans • Fagleg forysta skólastofnunarinnar • Stuðla að framþróun skólastarfsins • Ráðningar …

Messur um jól

DalabyggðFréttir

Messað verður í flestum kirkjum í Dalabyggð um jólahátíðina, auk Fellsenda og Silfurtúni. Aðfangadagur 24. desember Jólastund á Hjúkrunarheimilinu Fellsenda kl. 14. Aftansöngur í Hjarðarholtskirkju í Laxárdal kl. 18. Jóladagur 25. desember Jólastund á Hjúkrunar- og dvalarheimilinu Silfurtúni kl. 13. Hátíðarguðþjónusta í Hvammi í Hvammssveit kl. 15. Hátíðarguðþjónusta á Staðarfelli á Fellsströnd kl. 17. Annar í jólum 26. desember Hátíðarguðþjónusta …

Fjárhagsáætlun Dalabyggðar 2016-2019

DalabyggðFréttir

Fjárhagsáætlun Dalabyggðar fyrir árin 2016-2019 var samþykkt á fundi sveitarstjórnar 15. desember. Álagningarhlutfall útsvars á árinu 2016 verður jafnt lögbundnu hámarki eins og það er á hverjum tíma. Gert er ráð fyrir að lögbundið hámark verði 14,52% frá 1. janúar 2016 samkvæmt nýgerðu samkomulagi ríkis og sveitarfélaga til fjármögnunar þjónustu við fatlað fólk. Álagningarhlutfall fasteignaskatts og lóðarleiga verður óbreytt frá …

Leikskóladeild Auðarskóla

DalabyggðFréttir

Inntaka 12 mánaða barna á leikskólann hófst í byrjun október og hefur gengið vel. Framkvæmdir á leikskólalóðinni vegna þessa eru komnar á góðan rekspöl en þeim er ekki lokið. Þá eru ýmsar breytingar á skipulagi innra starfsins að taka á sig mynd í kjölfar þessara breytinga. Búast má við að það taki leikskólann nokkra mánuði í viðbót að aðlaga starfsemi …

Háls-, nef og eyrnalæknir

DalabyggðFréttir

Þórir Bergmundsson, háls-, nef og eyrnalæknir, verður með móttöku á heilsugæslustöðinni í Búðardal föstudaginn 18. desember nk. Tímapantanir eru í síma 432 1450.

Sveitarstjórn Dalabyggðar – 131. fundur

DalabyggðFréttir

131. fundur sveitarstjórnar Dalabyggðar verður haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal, 15. desember 2015 og hefst kl. 17:30. Dagskrá Almenn mál 1. Svæðisskipulag Dalabyggðar, Reykhólahrepps og Strandabyggðar 2. Fjölbrautaskóli Vesturlands – Ósk um styrk til tækjakaupa á árinu 2016 3. Land til urðunar – samningur 4. Leifsbúð – upplýsingamiðstöð – landafundasýning 5. Lánssamningur 2015 6. Gjaldskrár 2016 7. Fjárhagsáætlun 2016-2019 Almenn …