Starfsmaður óskast í félagslega liðveislu í Dalabyggð

DalabyggðFréttir

Markmið liðveislu er að efla einstaklinga til sjálfshjálpar, veita persónulegan stuðning og aðstoð sem miðar að því að rjúfa félagslega einangrun. Við leitum að hressum einstaklingi, 18 ára eða eldri. Sveigjanlegur vinnutími en um er að ræða 12-16 tíma á mánuði. Umsóknir sendist á netfangið vildis@borgarbyggd.is eða á skrifstofu Borgarbyggðar Borgarbraut 14, 310 Borgarnes. Nánari upplýsingar veitir Inga Vildís Bjarnadóttir …

Stéttarfélag Vesturlands

DalabyggðFréttir

Skrifstofa Stéttarfélags Vesturlands í Búðardal verður lokuð í dag. Næstu opnunardagar eru 15. og 29. október kl. 9:30-12:30. Stéttarfélag Vesturlands

Lengd gæsla grunnskólabarna – laust starf

DalabyggðFréttir

Störf frístundaleiðbeinanda við lengda gæslu grunnskólabarna á yngsta stigi eru laus til umsóknar. Vinnutími er að hámarki kl. 15:00 – 17:30 mánudaga til fimmtudaga og 12:00 – 17:30 á föstudögum en getur verið styttri. Áhugasamir hafi samband við sveitarstjóra á skrifstofu Dalabyggðar sem fyrst.

Draugasaga í Sævangi

DalabyggðFréttir

Miðvikudagskvöldið 7. okt. verður einleikurinn Draugasaga frumsýndur í félagsheimilinu Sævangi við Steingrímsfjörð á Ströndum. Það er Leikfélag Hólmavíkur sem setur verkið upp í samvinnu við Sauðfjársetur á Ströndum. Leikritið Draugasaga er eftir Jón Jónsson á Kirkjubóli og var skrifað á síðasta ári. Það byggir á þjóðsögum af svæðinu, sígildri mannvonsku og margvíslegum myrkraverkum fyrri alda. Verkið er ekki við hæfi …

Viðvera atvinnuráðgjafa SSV

DalabyggðFréttir

Ólafur Sveinsson atvinnuráðgjafi SSV verður með viðveru í Búðardal fyrsta þriðjudag í mánuði, kl. 13-15. Dagarnir sem um er að ræða eru þriðjudagarnir 6. október, 3. nóvember, 1. desember, 5. janúar, 2. febrúar, 1. mars, 5. apríl og 3. maí. Síminn á skrifstofu SSV er 433 2310 og hjá Ólafi Sveinssyni atvinnuráðgjafa 892 3208. SSV – Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi

Deiliskipulagstillaga fyrir Tjaldanesland 2

DalabyggðFréttir

Sveitarstjórn Dalabyggðar samþykkti á fundi sínum 15. september að auglýsa samkvæmt 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, með síðari breytingum, tillögu að deiliskipulagi fyrir Tjaldanesland 2, Saurbæ Dalabyggð. Deiliskipulagið tekur til 4.9 ha landspildu. Gert er ráð fyrir að byggja allt að 200 m² íbúðarhús og 40 m² gestahús / geymslu. Mesta hæð á mæni getur verið allt að 7 m …

Útivistartímar barna

DalabyggðFréttir

Um útivistunartíma barna gildir 92 gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002. Á skólatíma 1. september til 1. maí 12 ára börn og yngri mega lengst vera úti til kl. 20 13 – 16 ára börn mega lengst vera úti til kl. 22. 1. maí til 1. september 12 ára börn og yngri mega lengst vera úti til kl. 22. 13 – 16 …

Vinur minn missti vitið

DalabyggðFréttir

Dalaskáldið Björn Stefán Guðmundsson frá Reynikeldu hefur gefið út nýja ljóðabók. Bókin ber heitið Vinur minn missti vitið og er önnur ljóðabók Björns en áður kom út ljóðabókin Sæll dagur. Björn er löngu orðinn þekktur fyrir ljóðagerð sína og kveðskap og hafa allmörg verk efir hann birst í gegnum tíðina t.d. í blöðum, tímaritum og á hljómdiskum. Efni ljóðanna er …

Stuðningsfjölskyldur – stuðningur við börn

DalabyggðFréttir

Félagsþjónusta Dalabyggðar leitar að fólki sem er tilbúið til að gerast stuðningsfjölskylda. Hlutverkið felst í að taka barn/börn inn á heimilið t.d. yfir helgi. Um er að ræða börn með fötlun eða börn sem búa við erfiðar félagslegar aðstæður. Við leitum einnig að fólki sem er tilbúið til að vera stuðningur við börn / unglinga nokkra tíma á viku. Hlutverkið …