Útivistartímar barna

DalabyggðFréttir

Um útivistunartíma barna gildir 92 gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002.

Á skólatíma 1. september til 1. maí

12 ára börn og yngri mega lengst vera úti til kl. 20
13 – 16 ára börn mega lengst vera úti til kl. 22.

1. maí til 1. september

12 ára börn og yngri mega lengst vera úti til kl. 22.
13 – 16 ára börn mega lengst vera úti til kl. 24.
Foreldrum er heimilt að stytta þennan tíma en ekki lengja. Bregða má út af reglunum þegar börn eru í fylgd með fullorðnum og börn 13-16 ára eru á heimleið frá viðurkenndri skóla,- íþrótta- eða æskulýðssamkomu. Aldur miðast við fæðingarár.
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei