Deiliskipulagstillaga fyrir Tjaldanesland 2

DalabyggðFréttir

Sveitarstjórn Dalabyggðar samþykkti á fundi sínum 15. september að auglýsa samkvæmt 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, með síðari breytingum, tillögu að deiliskipulagi fyrir Tjaldanesland 2, Saurbæ Dalabyggð.
Deiliskipulagið tekur til 4.9 ha landspildu. Gert er ráð fyrir að byggja allt að 200 m² íbúðarhús og 40 m² gestahús / geymslu. Mesta hæð á mæni getur verið allt að 7 m m.v hæð jarðvegs umhverfis húsin. Aðkoma að Tjaldaneslandi 2 verður um Ásveg nr. 5961 og um nýjan veg sem verður lagður frá Salthólmavík.
Skipulagsuppdráttur með greinargerð liggur frammi á skrifstofu Dalabyggðar frá 1. október til 13. nóvember 2015. Ennfremur verða gögnin aðgengileg á heimasíðu sveitarfélagsins, www.dalir.is.
Athugasemdum skal skila skriflega á skrifstofu Dalabyggðar Miðbraut 11, 370 Búðardal eða á netfangið bogi @dalir.is fyrir 13. nóvember 2015, merkt “Deiliskipulag Tjaldanesland 2”.
Dalabyggð 25. september 2015
Bogi Kristinsson Magnusen skipulags- og byggingarfulltrúi

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei