Vinur minn missti vitið

DalabyggðFréttir

Dalaskáldið Björn Stefán Guðmundsson frá Reynikeldu hefur gefið út nýja ljóðabók. Bókin ber heitið Vinur minn missti vitið og er önnur ljóðabók Björns en áður kom út ljóðabókin Sæll dagur. Björn er löngu orðinn þekktur fyrir ljóðagerð sína og kveðskap og hafa allmörg verk efir hann birst í gegnum tíðina t.d. í blöðum, tímaritum og á hljómdiskum. Efni ljóðanna er …

Stuðningsfjölskyldur – stuðningur við börn

DalabyggðFréttir

Félagsþjónusta Dalabyggðar leitar að fólki sem er tilbúið til að gerast stuðningsfjölskylda. Hlutverkið felst í að taka barn/börn inn á heimilið t.d. yfir helgi. Um er að ræða börn með fötlun eða börn sem búa við erfiðar félagslegar aðstæður. Við leitum einnig að fólki sem er tilbúið til að vera stuðningur við börn / unglinga nokkra tíma á viku. Hlutverkið …

Tónleikar á Vogi

DalabyggðFréttir

Laugardaginn 10. október verða tónleikar með Pálma Gunnarssyni og Magnúsi Eiríkssyni á Vogi á Fellsströnd. Í tilefni tónleikanna verður ýmislegt spennandi á matseðli kvöldsins.

Mannát, dauði og djöfull

DalabyggðFréttir

Síðustu tvö ár hafa verið haldnar vinsælar og vel sóttar þjóðtrúarkvöldvökur í Sauðfjársetrinu á Sævangi og nú er fyrirhugað að halda slíka í þriðja sinn. Yfirskrift þjóðtrúarkvöldvökunnar er heldur hrikalegt: Mannát, dauði og djöfull. Því má telja víst að fjallað verði um heldur óhugnanleg atriði í íslenskri þjóðtrú og þjóðsögum á gamansaman hátt að þessu sinni. Það er Dagrún Ósk …

Sveitarstjórn Dalabyggðar

DalabyggðFréttir

128. fundur sveitarstjórnar verður haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal, þriðjudaginn 15. september 2015 og hefst kl. 17:00 Gera má ráð fyrir að fram komi tillaga um að bæta á dagskrá fundargerð umhverfis- og skipulagsnefndar sem fram fer fyrr sama dag. Dagskrá: Almenn mál 1. 1406004 – Samstarf og/eða sameining sveitarfélaga 2. 1509006 – Fjármálaráðstefna 2015 3. 1406009 – Erindi Félags …

Húsvörður Tjarnarlundi

DalabyggðFréttir

Starf húsvarðar í Tjarnarlundi er laust til umsóknar. Áhugasamir hafi samband við sveitarstjóra á skrifstofu Dalabyggðar.

Félagsmiðstöðin Hreysið

DalabyggðFréttir

Starf frístundaleiðbeinanda við félagsmiðstöðina Hreysið er laust til umsóknar. Til greina kemur að tveir eða fleiri skipti með sér starfinu. Áhugasamir hafi samband við sveitarstjóra á skrifstofu Dalabyggðar.

Átak til atvinnusköpunar

DalabyggðFréttir

Átak til atvinnusköpunar er styrkáætlun atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins fyrir nýsköpunarverkefni og markaðsaðgerðir starfandi frumkvöðla- og nýsköpunarfyrirtækja. Nýsköpunarmiðstöð Íslands hefur umsjón með umsóknarferlinu fyrir hönd atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins. Markmið verkefnisins er að styðja við þróun nýsköpunarhugmynda á fyrri stigum sem hlotið gætu frekari fjármögnun sjóða og fjárfesta og að styðja við undirbúning og framkvæmd markaðsaðgerða frumkvöðla og fyrirtækja. Sérstök áhersla er …

Háls-, nef- og eyrnalæknir í Búðardal

DalabyggðFréttir

Þórir Bergmundsson háls-, nef- og eyrnalæknir verður með móttöku á Heilsugæslustöðinni í Búðardal föstudaginn 11. september. Tímapantanir eru í síma 432 1450

Símenntunarmiðstöð Vesturlands – kynning

DalabyggðFréttir

Starfsmenn Símenntunarmiðstöðvarinnar á Vesturlandi, Guðrún Vala Elísdóttir náms-og starfsráðgjafi og Helga Björk Bjarnadóttir verkefnastjóri, verða með kynningu á námi, námsleiðum og fleiru hjá Símenntunarmiðstöðinni mánudaginn 7. september kl. 17-19 í Dalakoti. Kynningu verður á · náms- og starfsráðgjöf · raunfærnimati · landnemaskóla · menntastoðum · tæknistoðum · sölu-,markaðs og rekstrarnámi · annarri þjónustu miðstöðvarinnar Allir velkomnir og kaffi á könnunni. …