Ólafsdalshátíð

DalabyggðFréttir

Árleg Ólafsdalshátíð verður laugardaginn 8. ágúst með dagskrá frá kl. 10 um morguninn. Enginn aðgangseyrir er á hátíðina og allir velkomnir. 10.00-12.15 Gönguferð með leiðsögn um minjar í Ólafsdal og inn í Draugaskot í Hvarfsdal. Um 6 km ganga við allra hæfi. 11.00 Sala á miðum í Ólafsdalshappdrættinu hefst. Fyrsti vinningur eru flugmiðar fyrir tvo að eigin vali með Primera …

Starfsleyfi fyrir urðunarstað

DalabyggðFréttir

Umhverfisstofnun hefur unnið tillögu að starfsleyfi fyrir urðunarstað Dalabyggðar við Laxárdalsveg, Dalabyggð. Samkvæmt tillögunni verður heimilt að taka á móti og urða allt að 500 tonn af óvirkum úrgangi á ári. Samkvæmt starfsleyfistillögunni verður gildistími starfsleyfis til næstu 12 ára. Tillagan, ásamt starfsleyfisumsókn og fylgigögnum, mun liggja frammi til kynningar í afgreiðslu stjórnsýsluhúss Dalabyggðar, Miðbraut 11, Búðardal, til 3. september …

Tónleikar með Tómasi og Ómari á Laugum

DalabyggðFréttir

Föstudaginn 31. júlí munu Tómas R. Einarsson og Ómar Guðjónsson spila á Hótel Eddu Laugum í Sælingsdal. Tónleikarnir hefjast kl. 21:00 og er aðgangur ókeypis. Tómas R. og Ómar munu leika á alls oddi og færa gestum ljúfa tóna úr smiðju sinni þar sem sveifludjassinn verður í aðalhlutverki. Salurinn opnar klukkan 20. Allir velkomnir. Hótel Edda

Reykhóladagar 2015

DalabyggðFréttir

Reykhóladagar verða dagana 23.-26. júlí. Þeir hefjast á hádegi á fimmtudaginn og standa yfir fram á sunnudag. Dagskrá Reykhóladaga 2015 er í meginatriðum svipuð og undanfarin ár. Á fimmtudaginn bíó, fitcamp, harmonikkuball, pubquiz og tónleikar. Á föstudaginn kjötsúpa, spurningakeppni, brenna og Halli Reynis. Á laugardaginn er Reykhóladagahlaupið, jóga, dráttarvélar, kaffihlaðborð, karnival, skottsala, þaraþrautir, grill, barnaball, dansleikur ofl. Á sunnudaginn lýkur …

Járn- og timburgámar

DalabyggðFréttir

Járn- og timburgámar í Saurbæ verða staðsettir við Brekkurétt. Járn- og timburgámar á Skógarströnd verða staðsettir við sorpgáma hjá Straumi.

Svavar Knútur og Kristjana í Erpsstaðafjósinu

DalabyggðFréttir

Vinirnir og söngvaskáldin Svavar Knútur og Kristjana Stefáns verða með tónleika í fjósinu á Erpsstöðum laugardaginn 4. júlí kl. 21. Kristjana og Svavar Knútur hafa undanfarin ár vakið athygli fyrir dúettakvöld. Þar ríkir bæði gleði og angurværð ásamt örlitlum fíflagangi og bera þau vinirnir á borð fjölbreytta dagskrá dúetta, sem rúmar allt frá Abba til Dolly Parton með viðkomu hjá …

Ólafsdalur

DalabyggðFréttir

Í Ólafsdal verður opið alla daga kl. 12-17 frá 27. júní til 16. ágúst. Umsjónarmenn verða hjónin Elfa Stefánsdóttir tómstundafræðingur og Haraldur Baldursson tæknifræðingur. Sýningar eru þar um sögu Ólafsdalsskólans, konurnar í Ólafsdal o.fl., en auk þess er skólahúsið sjálft frá 1896 er fallegt og skoðunarvert. Í sumar verður þar boðið upp á kaffi, rjómavöfflur og ís frá Rjómabúinu á …

Héraðsbókasafn – sumarlokun 2015

DalabyggðFréttir

Héraðsbókasafn Dalasýslu verður lokað fimmtudaginn 18. júní og allan júlímánuð vegna sumarleyfa bókavarðar. Síðasti opnunardagur fyrir sumarlokun verður þriðjudaginn 30. júní og fyrsti opnunardagur eftir sumarleyfi þriðjudaginn 4. ágúst.