Svavar Knútur og Kristjana í Erpsstaðafjósinu

DalabyggðFréttir

Vinirnir og söngvaskáldin Svavar Knútur og Kristjana Stefáns verða með tónleika í fjósinu á Erpsstöðum laugardaginn 4. júlí kl. 21.
Kristjana og Svavar Knútur hafa undanfarin ár vakið athygli fyrir dúettakvöld. Þar ríkir bæði gleði og angurværð ásamt örlitlum fíflagangi og bera þau vinirnir á borð fjölbreytta dagskrá dúetta, sem rúmar allt frá Abba til Dolly Parton með viðkomu hjá Nick Cave og Páli Ísólfssyni, auk frumsaminna laga og hinna ýmsu gleði- og tregabomba. Þau gáfu út dúettaplötuna Glæður árið 2011.

Miðaverð er kr. 2.500 – Tveir fyrir einn fyrir eldri borgara, öryrkja, atvinnulausa og námsmenn. Börn eru hjartanlega velkomin með og ókeypis fyrir þau.

Svavar Knútur

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei