Sauðafellshlaupið 2015

DalabyggðFréttir

Sauðafellshlaupið 2015 verður 13. júní og hefst kl. 13. Hlaupið hefst og endar við brúsapallinn á Erpsstöðum. Hlaupið er eftir þjóðvegi 60 að Fellsenda og upp veg 585, á Fellsendabrekkunni er stefnan tekin uppá Sauðafellið, það hlaupið þvert og niður að bænum Sauðafelli og komið að þjóðvegi 60 á ný að brúsapallinum á Erpsstöðum. Hlaupaleiðin er um 12 km. Sauðafellshlaupið …

Mannvirki nýtt til ferðaþjónustu

DalabyggðFréttir

Að gefnu tilefni skal minnt á að skv. lögum nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtistaði skal hver sá sem rekur veitinga- eða gistiþjónustu hafa til þess gilt rekstrarleyfi. Þetta gildir hvort um er að ræða t.d. veitingarekstur, hótel, gistiheimili eða heimagistingu. Sótt er um slíkt leyfi til sýslumanns sem aflar umsagna m.a. sveitarstjórnar, byggingarfulltrúa, heilbrigðiseftirlits og slökkviliðs. Umsókn skal …

Vinnuskólinn

DalabyggðFréttir

Vinnuskólinn verður starfræktur frá 8. júní til 31. júlí fyrir unglinga fædda árin 1999 – 2002. Daglegur vinnutími verður kl. 8-12 og 13-15 fimm daga vikunnar fyrir elstu börnin, en fjóra daga fyrir hin yngri. Umsóknareyðublöð eru á heimasíðu og skrifstofu Dalabyggðar. Umsóknarfrestur hefur verið framlengdur til og með föstudagsins 29. maí 2015.

Bæjarhreinsun skáta

DalabyggðFréttir

Bæjarhreinsun skátafélagsins Stíganda er í dag, mánudaginn 18. maí, kl. 15:10 – 17. Íbúum er boðið með, því margar hendur vinna létt verk. Mæting er við Dalabúð og boðið verður upp á veitingar að bæjarhreinsun lokinni. Þetta er skemmtileg og þörf vinna. Verið endilega í vinnufötum, og góðum skóm að ganga í. Skátar hvetja íbúa til að hreinsa garða og …

125. fundur sveitarstjórnar Dalabyggðar

DalabyggðFréttir

125. fundur sveitarstjórnar verður haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal, þriðjudaginn 19. maí 2015 og hefst kl. 17. Dagskrá Almenn mál 1. Samstarf og/eða sameining sveitarfélaga 2. Sýslumerki og söngur 3. Þjóðlendukrafa – Svæði 9 Almenn mál – umsagnir og vísanir 4. Laugaland – Umsögn vegna útgáfu rekstrarleyfis Fundargerðir til staðfestingar 5. Byggðarráð Dalabyggðar – 158 5.1. Tjaldsvæði í Búðardal – …

Silfurtún – ný símanúmer

DalabyggðFréttir

Nýtt símkerfi hefur verið tekið í notkun á Silfurtúni og samhliða urðu breytingar á símanúmerum. Ný símanúmer á Silfurtúni eru Skrifstofa 430 4771 Starfsmannarými 430 4772 Eldhús 430 4773

Auðarskóli – ný símanúmer

DalabyggðFréttir

Nýtt símkerfi hefur verið tekið í notkun í Auðarskóla og samhliða breytingar á símanúmerum í grunnskóla- og tónlistardeildum. Ný símanúmer eru Auðarskóli 430 4757 Skólastjóri 430 4753 Deildarstjóri 430 4754 Sérkennsla 430 4755 Tónlistarskóli 430 4756

Sýsluskrifstofan lokuð

DalabyggðFréttir

Skrifstofur Sýslumannsins á Vesturlandi verða lokaðar þriðjudaginn 12. maí 2015. Vegna starfsdags starfsmanna Sýslumannsins á Vesturlandi verða allar skrifstofur embættisins lokaðar þriðjudaginn 12. maí 2015. Sýslumaðurinn á VesturlandiÓlafur Kristófer Ólafsson

Fundur um atvinnumál

DalabyggðFréttir

Byggðaráð Dalabyggðar og Dalakot boða til súpufundar um atvinnumál í Dalabyggð. Fundurinn verður í Dalakoti miðvikudaginn 6. maí kl. 18 og er gert ráð fyrir að hann standi í um 2 klst. Á fundinum verða stuttar framsögur forsvarsmanna fyrirtækja og stofnana í héraðinu og umræður. Súpa verður í boði Dalakots. Byggðaráð og Dalakot

Sameining – Samstarf

DalabyggðFréttir

Sveitarstjórnir Dalabyggðar, Reykhólahrepps og Strandabyggðar sammæltust um það eftir sveitarstjórnarkosningarnar 2014 að hittast á sameiginlegum fundi til að ræða sameiginleg málefni, frekara samstarf og sameiningarmál þessara sveitarfélaga. Sá fundur var haldinn 31. mars 2015 í Tjarnarlundi. Fulltrúum frá Árneshreppi og Kaldrananeshreppi var einnig boðið að taka þátt í samtalinu. Til fundar mættu 19 fulltrúar, þó enginn frá Árneshreppi vegna ófærðar. …