UDN varð 100 ára 24. maí síðastliðinn og verður haldið upp á afmælið í Dalabúð laugardaginn 1. september kl 14. Verður boðið upp á veitingar og margt verður til sýnis eins og búningar, ljósmyndir frá mótum, gamlir bikarar og hoppukastala fyrir börnin ef veður leyfir. Mikið af óeigingjörnu starfi liggur á bakvið 100 ára starfsemi UDN og aðildarfélaganna. Félagar eru …
Rafmagn í Saurbæ og á Skarðsströnd
Rafmagnslaust verður í Saurbæ og á Skarðsströnd í dag, fimmtudaginn 23. ágúst, frá kl 13 í um 15 mínútur og aftur um 17 í um 15 mínútur vegna tenginga á háspennustreng. Mögulega kemur rafmagn á í stuttan tíma undir lok straumleysis vegna prófunar. Nánari upplýsingar veitir svæðisvakt RARIK Vesturlandi í síma 528 9390.
Gríptu boltann
Gríptu boltann er átaksverkefni RML og Framleiðnisjóðs landbúnaðarins. Fundur um verkefnið verður haldinn í Dalabúð föstudaginn 24. ágúst kl. 13-15. Forsvarsaðilar Framleiðnisjóðs landbúnaðarins, í samstarfi við RML, hafa ákveðið að hrinda af stað verkefni sem hefur það að markmiði að hvetja til nýsköpunarstarfs í sveitum. Leitast verður við að miðla þekkingu og reynslu þeirra sem þegar hafa farið af stað …
Íslandsmeistarmótið í hrútadómum
Íslandsmeistaramótið í hrútadómum verður haldið sunnudaginn 19. ágúst kl. 14 í Sævangi við Steingrímsfjörð. Keppt er í flokki þaulreyndra hrútadómara og flokki óvanra og hræddra hrútaþuklara. Að venju verður kjötsúpa á boðstólum og kaffihlaðborð allan liðlangan daginn. Einnig er stórskemmtilegt happdrætti og eru líflömb í vinning. Kostar miðinn 500 kr. og geta þeir sem komast ekki á staðinn keypt sér miða …
Sögurölt – fornleifarölt í Sandvík
Sögurölt og fornleifaganga um Sandvík verður á dagskránni föstudaginn 17. ágúst frá 18:00-20:00. Bergsveinn Birgisson fræðimaður og rithöfundar og fornleifafræðingar sem eru að störfum í Sandvík munu þar segja frá rannsókninni sem er mjög spennandi því líklegt er að landnámsbær hafi verið þarna í Sandvíkinni, en engar ritaðar heimildir benda til þess. Mæting er við Bakkagerði, neðan við Bæ á …
Breyting á aðalskipulagi Dalabyggðar 2004-2016
Sveitarstjórn Dalabyggðar samþykkti á fundi sínum 12. júlí 2018 að framlengja auglýsta tillögu að breytingu á aðalskipulagi Dalabyggðar 2004-2016 í samræmi við 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tillögur að breytingum á aðalskipulagi Dalabyggðar 2004-2016 varðandi íbúðarsvæði í Búðardal, stækkun verslunar- og þjónustusvæðis í Búðardal og frístundasvæði í landi Hlíðar í Hörðudal. Tillögurnar liggja frammi á skrifstofu Dalabyggðar, Miðbraut 11, Búðardal …
Hátíðarmessa í Hjarðarholtskirkju
Í tilefni 90 ára afmælis hestamannafélagsins Glaðs á þessu ári verður haldin sérstök hátíðarmessa í Hjarðarholti sunnudaginn 19. ágúst kl. 14. Hestamenn munu fara ríðandi til messu úr hesthúsahverfinu í Búðardal. Allir sem geta eru hvattir til að vera í félagsbúningi Glaðs þó það sé alls ekki skilyrði. Að messu lokinni verður kaffi í safnaðarheimilinu. Bændur í Hjarðarholti ætla góðfúslega að …
Augnlæknir
Guðrún J. Guðmundsdóttir augnlæknir verður með móttöku á heilsugæslustöðinni á Reykhólum fimmtudaginn 16. ágúst og í Búðardal föstudaginn 17. ágúst. Tímapantanir eru í síma 432 1450.
Sveitarstjórn Dalabyggðar 164. fundur
164. fundur sveitarstjórnar Dalabyggðar verður haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal fimmtudaginn 9. ágúst 2018 og hefst kl. 16. Dagskrá Almenn mál – umsagnir og vísanir 1. Ráðning sveitarstjóra 2. Kosning í nefndir skv. A-hluta 48 gr. samþykkta Dalabyggðar 3. Kosning í verkefnabundnar nefndir skv. C-hluta samþykkta Dalabyggðar 4. Stofngjald ljósleiðara – eignir Dalabyggðar 5. Lántaka vegna framkvæmda Dalaveitna ehf. 6. Íþróttamannvirki …
Sögurölt um Fagradalsfjöru
Fimmtudagskvöldið 9. ágúst kl. 19:30 verður rölt um Fagradalsfjöru á Skarðsströnd og í Saurbæ. Þar verða sagðar sögur og lífið í fjörunni skoðað með dyggri aðstoð bænda í dalnum fagra. Í Fagradalsfjöru er margt að skoða, söl, skeljar, æðarfugl, naust, þang, máfa, krækling, sauðfé, kuml, marhálm, skarfa, seli, dys, hrúðurkarla, haferni, orrustuvelli og svo ótalmargt annað. Sannkallaður ævintýraheimur og aldrei …