Sögurölt – fornleifarölt í Sandvík

DalabyggðFréttir

Sögurölt og fornleifaganga um Sandvík verður á dagskránni föstudaginn 17. ágúst frá 18:00-20:00. Bergsveinn Birgisson fræðimaður og rithöfundar og fornleifafræðingar sem eru að störfum í Sandvík munu þar segja frá rannsókninni sem er mjög spennandi því líklegt er að landnámsbær hafi verið þarna í Sandvíkinni, en engar ritaðar heimildir benda til þess. Mæting er við Bakkagerði, neðan við Bæ á Selströndu.

 

Söguröltið á föstudaginn er i tengslum við málþing sem haldið verður i Hveravík við Steingrímsfjörð laugardaginn 18. ágúst frá 11-16.

Sögurölt um Dali og Strandir er samvinnuverkefni Byggðasafns Dalamanna, Sauðfjárseturs á Ströndum og Náttúrubarnaskólans og hluti af dagskrá tengdri menningararfsári Evrópu 2018, rétt eins og málþingið á laugardeginum, sem haldið er í samvinnu fjölda aðila.

Árið 2018 er tileinkað menningararfi Evrópu og strandmenning er þema ársins. Undir það fellur t.d. handverk, fornleifar, hús og mannvirki, gripir, bátar, sögur og ótal margt fleira.Markmið Menningararfsár Evrópu er að vekja athygli á og fagna fjölbreyttum menningararfi Evrópu, sem stendur traustum fótum í byggingarlist, fornleifum og fornum ritum en er þó í senn bráðlifandi í dag allt umhverfis okkur. Með því að gera menningararfi hátt undir höfði á árinu verður lögð áhersla á hvernig menningararfurinn byggir upp sterkari samfélög, skapar störf og hagsæld, er mikilvægur fyrir samskipti okkar við aðra hluta heimsins og hvað hægt er að gera til að vernda menningararf okkar.

 

Fornleifarölt í Sandvík – fb

Málþing um minjar og menningu Stranda – fb

Minjastofnun – Menningararfsár Evrópu 2018

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei