Ólafsdalshátíð

DalabyggðFréttir

Árleg Ólafsdalshátíð verður haldin laugardaginn 11. ágúst. Ókeypis aðgangur er á hátíðina en gestir hvattir til að kaupa miða í Ólafsdalshappdrættinu. Dagskrá Gönguferð að víkingaaldarskálanum í Ólafsdal og öðrum minjum. Leiðsögumaður: Birna Lárusdóttir fornleifafræðingur. Mæting er kl. 10:45 og gangan hefst kl. 11. Sala á miðum í Ólafsdalshappdrættinu hefst kl.12:00. Miðaverð er 500 kr. Ólafsdalsmarkaður og sýningar í skólahúsinu hefjast kl. 12. Meðal …

Sögurölt um Tröllatungu

DalabyggðFréttir

Þriðjudagskvöldið 31. júlí kl. 19:30 halda sögurölt um Dali og Strandir áfram. Nú verður gengið í nágrenni bæjarins Tröllatungu í Tungusveit á Ströndum og hefst gangan á hlaðinu á bænum. Um er að ræða auðvelda og þægilega göngu, við allra hæfi.   Fyrir ókunnuga er bent á að beygt er fram að Tröllatungu við bæinn Húsavík við Steingrímsfjörð. Húsavík stendur …

Háls-, nef og eyrnalæknir

DalabyggðFréttir

Þórir Bergmundsson, háls-, nef og eyrnalæknir verður með móttöku á Heilsugæslustöðinni í Búðardal miðvikudaginn 8. ágúst næstkomandi. Tímapantanir eru í síma  432 1450

Nýr sveitarstjóri Dalabyggðar

DalabyggðFréttir

Kristján Sturluson sérfræðingur í dómsmálaráðuneytinu hefur verið ráðinn sveitarstjóri Dalabyggðar. Þetta var samþykkt á fundi byggðarráðs Dalabyggðar í dag. Kristján hefur langa reynslu af stjórnunarstörfum. Hann var sviðsstjóri stjórnsýslusviðs Hafnarfjarðarbæjar frá 2013 til 2016, gegndi starfi framkvæmdastjóra Rauða krossins á Íslandi um átta ára skeið og þar áður var hann framkvæmdastjóri mannauðs- og umhverfismála hjá Norðuráli á Grundartanga. Hann hefur …

Sturluhátíð 29. júlí 2018

DalabyggðFréttir

Sturla Þórðarson sagnaritarinn mikli var fæddur 29. júlí 1214. Sunnudaginn 29. júlí 2018 verður haldin Sturluhátíð í Tjarnarlundi í Dalabyggð. Samkoman hefst klukkan 14. Að þessu sinni er atburðurinn tengdur fullveldinu. Það er vegna þess að fornritin íslensku voru í senn menningararfur og undirstaða sjálfstæðisbaráttunnar, baráttunnar fyrir fullveldi þjóðarinnar. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra flytur ávarp við upphaf Sturluhátíðarinnar, en Ragnheiður Pálsdóttir …

Reykhóladagar 2018

DalabyggðFréttir

Árlegir Reykhóladagar verða haldnir helgina 27. – 29. júlí með viðeigandi dagskrá. Á dagskrá er meðal annars bátabíó, landbúnaðarleikar, unglingapartý, þarabolti, uppistand, dráttarvélakeppni, vöfflukaffi, karnival, veltibíll, kvöldvaka, hæfileikakeppni, barnaball og dansleikur.   Reykhóladagar – fb Reykhólavefurinn

Ævintýranámskeið fyrir unga vana knapa

DalabyggðFréttir

Glaður ætlar að bjóða upp á ævintýranámskeið fyrir vön börn dagana 23. – 25. júlí. Um er að ræða þriggja daga námskeið en það er í formi hestaferðar sem verður farin úr Búðardal og endað inn í Haukadal. Þetta verða langir reiðtúrar fyrir vana knapa. 2-3 tímar í reiðtúr með stoppi og heildartími á dag um 3-4 tímar með undirbúningi …

Viðurkenningar á bæjarhátíð

DalabyggðFréttir

Skúli Hreinn Guðbjörnsson formaður byggðaráðs Dalabyggðar veitti viðurkenningar á bæjarhátíð vegna umhverfi og ljósmyndasamkeppni sem haldin var í tilefni bæjarhátíðar. Umhverfisviðurkenningar Umhverfisviðurkenningar eru veittar í þremur flokkum; snyrtilegasta bændabýlið, snyrtilegasta fyrirtækið og snyrtilegasti garðurinn í Búðardal. Dómnefnd var skipuð Fjólu Mikaelsdóttur, Sigurði Bjarna Gilbertssyni og Svanhvíti Lilju Viðarsdóttur. Þau unnu verkefnið mjög samviskusamlega og heimsóttu nokkra staði sem helst komust …

Vindorka í Dalabyggð

DalabyggðFréttir

Efla verkfræðistofa hefur tekið saman skýrslu um stefnumótun og heildarúttekt á vindorku í Dalabyggð að beiðni sveitarfélagsins og í samræmi við samþykkt á fundi sveitarstjórnar Dalabyggðar 20. febrúar 2018 og fundi umhverfis- og skipulagsnefndar 15. febrúar 2018. Tilgangurinn skýrslunnar er að setja fram og kynna nálgun á því hvernig vindorkuverkefni eru unnin frá upphafi til enda. Farið er yfir hvernig svæði eru …