Ævintýranámskeið fyrir unga vana knapa

DalabyggðFréttir

Glaður ætlar að bjóða upp á ævintýranámskeið fyrir vön börn dagana 23. – 25. júlí. Um er að ræða þriggja daga námskeið en það er í formi hestaferðar sem verður farin úr Búðardal og endað inn í Haukadal. Þetta verða langir reiðtúrar fyrir vana knapa. 2-3 tímar í reiðtúr með stoppi og heildartími á dag um 3-4 tímar með undirbúningi og frágangi.

 

Á þessu námskeiði leggjum við áherslu á útreiðar og læra krakkarnir hvernig ber að hirða hestinn á ferðalögum. Tvo daga taka börnin með sér nesti sem við borðum saman í náttúrunni í miðjum reiðtúr og einn daginn endum við á sameiginlegri grillveislu sem er innifalin. Einungis vön börn geta sótt þetta námskeið, ekki er um fetreið að ræða nema að litlu leiti. Foreldrar eru velkomnir með.

 

Ítarlegri upplýsingar um fyrirkomulag og fleira er að finna á heimasíðu Glaðs. Síðasti skráningardagur er föstudagurinn 20. júlí.

 

Auk þessa er stefnt er að útreiðardegi fyrir öll börn síðsumars þar sem verður riðið í nágrenni Búðardals og hver og hver og einn getur farið á sínum hraða.

 

Hestamannafélagið Glaður

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei