Móðir/faðir hvar er barnið þitt? Hugleiðing í aðdraganda páskanna. Íslenskar kannanir sýna að börn og unglingar/ungmenni vilja verja meiri tíma með foreldrum sínum en þau gera. Samverustundir fjölskyldna eru dýrmætar og hvetja unga fólkið til heilbrigðara lífernis. Verum samstíga um að gera páskana að hátíð þar sem fjölskyldan skemmtir sér saman. Með því sjáum við til þess að börnin okkar …
Sveitarstjórn Dalabyggðar – 111. fundur
111. fundur sveitarstjórnar Dalabyggðar verður haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal, þriðjudaginn 15. apríl 2014 og hefst kl. 18. Dagskrá Gera má ráð fyrir að tillaga verði gerð að því að fundargerð 49. fundar umhverfis- og skipulagsnefndar verði tekin á dagsskrá en fundurinn hefur verið boðaður 14. apríl. Almenn mál 1. Samorka – Boð um aðild að samtökunum 2. Veiðifélag Laxár …
Leifsbúð opnar
Í tilefni af opnun Leifsbúðar laugardaginn 12. apríl verður opið hús kl. 16-18. Léttar veitingar verða í boði og lifandi tónlist.
Hleðsla slökkvitækja
Lionsklúbbur Búðardals í samvinnu við slökkviliðið gengst fyrir hleðslu á slökkvitækjum. Tekið verður á móti slökkvitækjum í slökkvistöðinni, Miðbraut 9 eftirtalda daga: miðvikudaginn 9. apríl kl. 17-19 fimmtudaginn 10. apríl kl. 17-19 föstudaginn 11. apríl kl. 17-19 laugardaginn 12. apríl kl. 10-19 Nánari upplýsingar fyrirkomulag og kostnað eru í dreifibréfi.
Vetrarleikar Glaðs
Vetrarleikar Glaðs fara fram á reiðvellinum í Búðardal laugardaginn 12. apríl klukkan 12. Keppt verður í barna-, unglinga-, ungmenna- og opnum flokki. Keppnisgreinar eru fjórgangur, fimmgangur, tölt og 100 metra skeið. Nánari upplýsingar um mótið og skráningu er að finna á heimasíðu Glaðs. Hestamannafélagið Glaður
Breytingar á sorphirðu í Dalabyggð
Sveitarstjórn hefur ákveðið, að höfðu samráði við Gámaþjónustu Vesturlands ehf. að almenn sorphirða frá heimilum verði á 14 daga fresti frá 1. apríl. Sorphirðing verður annan hvern þriðjudag. Samhliða þessu verða gerðar breytingar á flokkunarstöðinni við Vesturbraut (gámavellinum) þannig að íbúar geta komið með flokkað sorp á öllum tímum sólarhrings og losað í svokallaða flokkunarkrá. Með því að flokka sorp …
Söfnun sjúkraflutningaaðila
Sjúkraflutningsmenn í Búðardal hafa nú hafið söfnun fyrir sjálfvirku hjartahnoðtæki til að hafa í sjúkrabíl í Búðardal. Starfsmenn sjúkraflutninga Heilbrigðisstofnunar Vesturlands á Akranesi hafa staðið fyrir sambærilegri söfnun undanfarnar vikur með góðum árangri. Tæki af þessari gerð hefur hlotið nafnið Lúkas, en þar er verið að vísa í að með notkun þess jafngildir það viðbótarmanni við endurlífgun. Tækið sér algjörlega …
Bókasafn innheimta
Árgjald Héraðsbókasafns fyrir árið 2014 verður óbreytt frá fyrra ári, það er 1.000 kr. Hægt er að greiða árgjaldið á bókasafninu hjá bókaverði eða inn á reikning 0312-26-001818, kt. 510694-2019 og merkja það viðkomandi og bókasafni. Eindagi árgjalds er 1. maí og eftir það verður greiðsluseðlar sendir út að viðbættum kostnaði. Héraðsbókasafn Dalasýslu er opið á þriðjudögum og fimmtudögum kl. …
Hundahald í Búðardal
Minnt er á að hundahald í Búðardal sætir nokkrum takmörkunum samanber samþykkt um hundahald í Dalabyggð. Takmarkanirnar eru m.a. eftirfarandi – eiganda er skylt að skrá hund sinn á skrifstofu Dalabyggðar. – eiganda er skylt að kaupa ábyrgðartryggingu hjá viðurkenndu tryggingarfélagi. – óheimilt er með öllu að láta hunda ganga lausa, en heimilt er að hafa þá í taumi úti …
Sjálfboðavinnuverkefni
Til sjálfboðavinnuverkefna í Dalabyggð eru til ráðstöfunar samkvæmt fjárhagsáætlun2014 allt að 1 milljón króna. Framlögin skulu nýtt til efniskaupa og vélavinnu. Reglur um sjálfboðavinnuverkefni og umsóknareyðublöð eru á vef Dalabyggðar. Umsóknarfrestur er til 2. maí 2014. Byggðarráð afgreiðir umsóknir. Almenn skilyrði fyrir úthlutun framlaga eru að umsækjandi eigi lögheimili í Dalabyggð, sé ekki í vanskilum við sveitarfélagið og að umsókninni …