Rúlluplast

DalabyggðFréttir

Söfnun á rúlluplasti í Dalabyggð verður mánudaginn 27. janúar og þriðjudaginn 28. janúar. Plastið skal haft á aðgengilegum stað og snyrtilega frágengið fyrir sorpverktaka. Baggabönd og net skal setja sér í glæra plastpoka. Óheimilt er að setja rúlluplast og net í sorpgáma á grenndarstöðvum sveitarfélagsins. Opin brennsla úrgangs er óheimil þ.m.t. rúlluplasts skv. lögum nr. 55/2003, um meðhöndlun úrgangs og …

Félagsvist í Árbliki

DalabyggðFréttir

Kvenfélagið Fjóla heldur sitt fyrsta spilakvöld vetrarins föstudaginn 24. janúar kl. 20:30 í Árbliki. Aðgangseyrir er 800 kr og frítt fyrir börn 14 ára og yngri. Kaffiveitingar eru að lokinni spilamennsku.

Þorrablót Stjörnunnar

DalabyggðFréttir

52. þorrablót Umf. Stjörnunnar verður haldið í Tjarnarlundi laugardaginn 1. febrúar 2014. Húsið opnar kl. 20 og borðhald hefst um það bil hálftíma síðar. Um matinn sér Sigurður Finnur frá Hólum. Hljómsveitin „Hlynur Ben. og gleðisprengjan“ mun sjá um að halda uppi fjörinu á dansgólfinu. Miðaverð er 6.000 kr. Miðapantanir þurfa að berast undirrituðum í síðasta lagi miðvikudaginn 29. janúar. …

Leifsbúð – upplýsingamiðstöð – tjaldsvæði

DalabyggðFréttir

Dalabyggð auglýsir eftir aðilum sem kunna að hafa áhuga á að taka að sér rekstur Leifsbúðar, upplýsingamiðstöðvar og/eða tjaldsvæðis í Búðardal. Áhugasamir hafi samband við sveitarstjóra á skrifstofu Dalabyggðar eða með tölvupósti á netfangið sveitarstjori @dalir.is

Sveitarstjórnarfundur Dalabyggðar nr. 108

DalabyggðFréttir

108. fundur sveitarstjórnar verður haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal, þriðjudaginn 21. janúar 2014 og hefst kl. 18:00. Dagskrá Almenn mál 1. Tilnefning í faghóp SSV um menningarmál. 2. Framhaldsskóladeild. Fundargerðir til staðfestingar 3. Fræðslunefnd Dalabyggðar – 59. fundur 4. Byggðarráð Dalabyggðar – 136. fundur 4.1. Lögreglusamþykkt fyrir Dalabyggð 4.2. Samþykkt um búfjárhald 4.3. Samþykkt um fráveitur 4.4. Reglur um sérstakar …

Bingó í Árbliki

DalabyggðFréttir

Kvenfélagið Fjóla heldur bingó í Árbliki föstudaginn 17. janúar kl. 20. Spjaldið kostar 500 kr og veglegir vinningar í boði.

Tómstundabæklingur – breytingar

DalabyggðFréttir

Viðbætur og breytingar eru hjá skátunum frá útgefnum tómstundabæklingi. Eru þar m.a. breytingar á fundatímum, en skátastarfið hefst þriðjudaginn 14. janúar hjá dróttskátum og fimmtudaginn 16. janúar hjá fálka- og drekaskátum.

Húsaleigubætur 2014

DalabyggðFréttir

Umsóknir um húsaleigubætur þurfa að berast skrifstofu Dalabyggðar fyrir 16. janúar 2014. Berist umsókn síðar verða húsaleigubætur ekki greiddar vegna þess mánuðar. Leigjendur geta átt rétt á húsaleigubótum skv. lögum nr. 138/1997 um húsaleigubætur. Upplýsingar um húsaleigubætur og umsóknarblöð eru á heimasíðu Dalabyggðar og á skrifstofu sveitarfélagsins. Með umsókn skulu fylgja · frumrit þinglýsts húsaleigusamnings · íbúavottorð frá þjóðskrá · …