Stéttarfélag Vesturlands

DalabyggðFréttir

Skrifstofa Stéttarfélags Vesturlands er opin annan hvorn fimmtudag kl. 9:30-12:30. Þar sem opnunartími féll niður fimmtudaginn 30. janúar verður opið mánudaginn 3. febrúar. Opnunardagar fram á vorið eru 13. febrúar, 27. febrúar, 13. mars, 27. mars, 10. apríl, 8. maí og 22. maí. Skrifstofa Stéttarfélags Vesturlands er á annarri hæð stjórnsýsluhússins að Miðbraut 11 í Búðardal. Síminn í Búðardal er …

Þorrablót Suðurdala

DalabyggðFréttir

41. þorrablót Suðurdala verður haldið í Árbliki laugardaginn 8. febrúar. Húsið opnar kl. 20 og borðhald hefst kl. 20:30. Matur er framreiddur af Höfðakaffi og hljómsveitin Þórunn og Halli sjá um dansleikinn. Miðapantanir þurfa að berast Finnboga (sími 897 9603), Bjarneyju (sími 434 1359 / 846 1952) eða Línu (sími 434 1654 / 690 1654) eigi síðar en mánudaginn 3. …

Vorboðinn

DalabyggðFréttir

Söngfélagið Vorboðinn er að hefja nýtt starfsár og því góður tími til byrja í kórnum. Söngfélagið Vorboðinn var formlega stofnað í janúar 1948 og hefur starfað síðan með smávægilegum hléum. Kórinn hefur sungið við ýmis tækifæri, en meðal fastra liða eru jólatónleikar í Breiðabólstaðarkirkju á Skógarströnd. Nýir söngglaðir félagar eru velkomnir í félagið. Áhugasamir hafi samband við Jófríði Önnu í …

Rúlluplast

DalabyggðFréttir

Söfnun á rúlluplasti í Dalabyggð verður mánudaginn 27. janúar og þriðjudaginn 28. janúar. Plastið skal haft á aðgengilegum stað og snyrtilega frágengið fyrir sorpverktaka. Baggabönd og net skal setja sér í glæra plastpoka. Óheimilt er að setja rúlluplast og net í sorpgáma á grenndarstöðvum sveitarfélagsins. Opin brennsla úrgangs er óheimil þ.m.t. rúlluplasts skv. lögum nr. 55/2003, um meðhöndlun úrgangs og …

Félagsvist í Árbliki

DalabyggðFréttir

Kvenfélagið Fjóla heldur sitt fyrsta spilakvöld vetrarins föstudaginn 24. janúar kl. 20:30 í Árbliki. Aðgangseyrir er 800 kr og frítt fyrir börn 14 ára og yngri. Kaffiveitingar eru að lokinni spilamennsku.

Þorrablót Stjörnunnar

DalabyggðFréttir

52. þorrablót Umf. Stjörnunnar verður haldið í Tjarnarlundi laugardaginn 1. febrúar 2014. Húsið opnar kl. 20 og borðhald hefst um það bil hálftíma síðar. Um matinn sér Sigurður Finnur frá Hólum. Hljómsveitin „Hlynur Ben. og gleðisprengjan“ mun sjá um að halda uppi fjörinu á dansgólfinu. Miðaverð er 6.000 kr. Miðapantanir þurfa að berast undirrituðum í síðasta lagi miðvikudaginn 29. janúar. …

Leifsbúð – upplýsingamiðstöð – tjaldsvæði

DalabyggðFréttir

Dalabyggð auglýsir eftir aðilum sem kunna að hafa áhuga á að taka að sér rekstur Leifsbúðar, upplýsingamiðstöðvar og/eða tjaldsvæðis í Búðardal. Áhugasamir hafi samband við sveitarstjóra á skrifstofu Dalabyggðar eða með tölvupósti á netfangið sveitarstjori @dalir.is

Sveitarstjórnarfundur Dalabyggðar nr. 108

DalabyggðFréttir

108. fundur sveitarstjórnar verður haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal, þriðjudaginn 21. janúar 2014 og hefst kl. 18:00. Dagskrá Almenn mál 1. Tilnefning í faghóp SSV um menningarmál. 2. Framhaldsskóladeild. Fundargerðir til staðfestingar 3. Fræðslunefnd Dalabyggðar – 59. fundur 4. Byggðarráð Dalabyggðar – 136. fundur 4.1. Lögreglusamþykkt fyrir Dalabyggð 4.2. Samþykkt um búfjárhald 4.3. Samþykkt um fráveitur 4.4. Reglur um sérstakar …