Byggðasafn Dalamanna í samvinnu við Sauðafellsbændur verður með sögustund á Sauðafelli (gamla bænum) sunnudaginn 10. mars 2019 kl. 14. Þar verður sagt frá daglegu lífi og starfi Miðdælinga fyrr á tímum. Allir áhugasamir eru velkomnir á Sauðfell.
Íbúaþing 17.mars 2019
Sveitarstjórn Dalabyggðar hefur ákveðið að boða til íbúaþings þann 17. mars næstkomandi. Þingið verður haldið í Tjarnarlundi. Skipulag íbúaþingsins verður þannig að allir geta tekið þátt og sjónarmið allra komi fram. Boðið verður upp á léttan hádegisverð. Nánari upplýsingar um íbúaþingið (dagskrá og tímasetningar) verða birtar þegar nær dregur.
Tillaga að breytingu á aðalskipulagi Dalabyggðar 2004-2016
Sveitarstjórn Dalabyggðar samþykkti 14. febrúar 2019 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi frístundarbyggðar, Ós á Skógarströnd, skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Á sama fundi var samþykkt að auglýsa samhliða tillögu að breytingu á aðalskipulagi Dalabyggðar 2004-2016, skv. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Aðalskipulagsbreytingin felst í því að svæði fyrir frístundabyggð, F1 Ós á Skógarströnd, er stækkað úr 20 ha …
Tölt og frjálsar æfingar
Á næsta móti hestamannafélagsins Glaðs í Nesoddahöllinni verður keppt í frjálsum æfingum og tölti. Mótið verður laugardaginn 23. febrúar og hefst kl. 14. Skráningarfrestur er til og með fimmtudeginum 21. febrúar. Allar nánari upplýsingar eru á www.gladur.is og á facebook.
Áfangastaðaáætlun Vesturlands 2018-2020
Áfangastaðaáætlun Vesturlands er komin út, en það er fyrsta heildstæða stefnumótunin í ferðamálum á Vesturlandi. Margir aðilar komu að stefnumótuninni. Haldnir voru opnir fundir á hverju svæði fyrir sig, ferðaskipuleggjendur lögðu til vinnunnar, ásamt fulltrúum sveitarfélaganna. Áætlunin er gerð á landsvísu og eru áætlanir annarra landshluta óðum að líta dagsins ljós. Þær verða notaðar til stefnumótunar og til að ákvarða …
Bættur rekstur – Betri afkoma
Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi halda fundi til að kynna verkefnið „Bættur rekstur – Betri afkoma til að örva nýsköpun í starfandi fyrirtækjum á Vesturlandi 2019“ sem unnið verður í samvinnu við ráðgjafafyrirtækið Áttir ehf. Verkefnið er áhersluverkefni í Sóknaráætlun Vesturlands. Á fundunum verður farið yfir verkefnið og tækifæri starfandi fyrirtækja til að bæta rekstur sinn og afkomu með nýsköpun …
Bókasafn – púslskipti
Bókavörður ætlar að gera tilraun með púslskiptihillu. Þar getur fólk komið með púsl og fengið annað í þess stað. Til að byrja með verður árherslan lögð á púsl fyrir fullorðna en ef vel gengur og pláss finnst verður athugað með að færa út kvíarnar og bæta við púslum fyrir börn. Bókasafnið er opið á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 12:30 …
Dagur leikskólans 2019
Dagur leikskólans 2019 er miðvikudaginn 6. febrúar. Þá er mikil dagskrá á leikskóla Auðarskóla allt frá kl. 8 um morguninn og endar með að íbúum Dalabyggðar er boðið í vöfflukaffi kl. 14-16. Dagskrá Kl. 8:00 – 8:30. Morgunmatur með starfsfólki grunnskólans og tónskólans. Kl. 8:45 – 9:00. Kristján Sturluson, sveitarstjóri Dalabyggðar, stjórnar lestrar- og sögustund. Kl. 9:10 – 9:40. Vináttustund með …
Dagur kvenfélagskonunnar
Dagur kvenfélagskonunnar er 1. febrúar. Dalabyggð óskar sínum frábæru kvenfélagskonum til hamingju með daginn. Með þökk fyrir þeirra framlag til sveitafélagsins. Dalabyggð.