Kjörbúðin Búðardal – Sér afgreiðslutími fyrir viðkvæma

DalabyggðFréttir

Á næst­unni munu nokkrar versl­an­ir Nettó og Sam­kaupa verða opn­ar á milli klukk­an 9 og 10 fyr­ir þá sem eru í áhættu vegna smits af kór­ónu­veirunni þ.e. eldri borgarar og þá sem eru með undirliggjandi sjúkdóma eða veikari fyrir smiti vegna heilsufars.

Þetta á einnig við um Kjörbúðina í Búðardal.

Versl­unin er að aðlaga sig að ástand­inu sem far­ald­ur veirunn­ar veld­ur.

Við hvetjum íbúa Dalabyggðar til að skola vel grænmeti og ávexti sem keypt er.

Almennur opnunartími Kjörbúðarinnar í Búðardal er:
Mánudag – fimmtudag 9 – 18
Föstudag 9 – 19
Laugardag 10 – 18
Sunnudag 12 – 17.

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei