Opnunartími og símatími á skrifstofu Dalabyggðar verður kl. 9-13 alla virka daga frá og með 18. mars 2019.
Félagsvist í Árbliki
Kvenfélagið Fjóla heldur sitt þriðja og síðasta kvöld í félagsvist kl. 20 föstudaginn 15. mars 2019 í Árbliki. Það kostar 1.000 kr. að taka þátt fyrir fullorðna, en frítt fyrir börn 14 ára og yngri. Veitt verða kvöldverðlaun, heildarverðlaun og að sjálfsögðu kaffiveitingar.
Þrígangur og slaktaumur
Keppt verður í þrígangi og slaktaumatölti í Nesoddahöllinni kl. 14 sunnudaginn 24. mars. Allar nánari upplýsingar um dagskrá, keppnisfyrirkomulag og um skráningar eru á heimasíðu hestamannafélagsins Glaðs.
Aðalfundur Félags eldri borgara 2019
Aðalfundur félags eldri borgara í Dölum og Reykhólasveit verður haldinn fimmtudaginn 14. mars kl. 13:30 í Rauðakrosshúsinu.
Opnir fundir Grólindar
Landgræðslan boðar til kynninga- og samráðsfunda um verkefnið Grólind – mat og vöktun á gróður- og jarðvegsauðlindum Íslands á Vesturlandi og Vestfjörðum frá 12. til 16. mars. Fundur verður í Dalabúð þriðjudaginn 12. mars kl. 20. Á fundunum verður fjallað um aðferðarfræði verkefnisins m.a. ástandsmat, þróun sjálfbærnivísa fyrir landnýtingu, kortlagningu beitilanda, könnun á beitaratferli sauðfjár og samstarf við landnotendur. …
Örsýning myndmenntanema 2019
Í marsmánuði verður á safninu örsýning myndmenntanema á yngsta stigi og miðstigi Auðarskóla. Bókasafnið er opið á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 12:30-17:30. Hægt að skila bókum á opnunartímum stjórnsýsluhússins í söfnunarkassa í anddyri stjórnsýsluhússins
Nútímadansverkið Jarðarbúi
Nútímadansverkið Jarðarbúi verður sýnt í Dalabúð sunnudaginn 10. mars kl. 14-16. Aðgangur er ókeypis. Jarðarbúi er heiti á dansverki eftir danshöfundinn Nate Yaffe í samvinnu við listakonuna Jasa Baka sem sér um myndræna útfærslu og búningahönnun. Verkið Jarðarbúi er fjörugt nútíma dansverk þar sem samhengið við náttúruöflin og íslenska náttúru er skoðað út frá líkamstjáningu. Ýmsar furðuverur leika …
Hversdagssögur
Byggðasafn Dalamanna í samvinnu við Sauðafellsbændur verður með sögustund á Sauðafelli (gamla bænum) sunnudaginn 10. mars 2019 kl. 14. Þar verður sagt frá daglegu lífi og starfi Miðdælinga fyrr á tímum. Allir áhugasamir eru velkomnir á Sauðfell.
Íbúaþing 17.mars 2019
Sveitarstjórn Dalabyggðar hefur ákveðið að boða til íbúaþings þann 17. mars næstkomandi. Þingið verður haldið í Tjarnarlundi. Skipulag íbúaþingsins verður þannig að allir geta tekið þátt og sjónarmið allra komi fram. Boðið verður upp á léttan hádegisverð. Nánari upplýsingar um íbúaþingið (dagskrá og tímasetningar) verða birtar þegar nær dregur.
Tillaga að breytingu á aðalskipulagi Dalabyggðar 2004-2016
Sveitarstjórn Dalabyggðar samþykkti 14. febrúar 2019 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi frístundarbyggðar, Ós á Skógarströnd, skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Á sama fundi var samþykkt að auglýsa samhliða tillögu að breytingu á aðalskipulagi Dalabyggðar 2004-2016, skv. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Aðalskipulagsbreytingin felst í því að svæði fyrir frístundabyggð, F1 Ós á Skógarströnd, er stækkað úr 20 ha …