Hér má sjá Stjórnsýsluhús Dalabyggðar að Miðbraut 11

Verkfall – Lokun Sýsluskrifstofu í Búðardal

DalabyggðFréttir

Að öllu óbreyttu hefst ótímabundið verkfall hjá starfsfólki Sýslumannsembætta og Skattsins mánudaginn 9.mars n.k.

Ef af verður, mun Sýsluskrifstofan í Búðardal vera lokuð frá þeim degi, vegna verkfalls Sameykis.

Ef íbúar eru með erindi sem þarf að afgreiða hjá Sýsluskrifstofu er þeim bent á að reyna afgreiða þau í þessari viku.

Sýsluskrifstofan í Búðardal verður með lengri opnunartíma í þessari viku og er því opin í dag, þriðjudaginn 3.mars og fimmtudaginn 5.mars frá kl.9:00 til 16:00.

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei