Skrifstofa fulltrúa Sýslumanns í Búðardal er lokuð í dag, fimmtudaginn 17. ágúst 2023.
Sumarbingó Héraðsbókasafnsins – skil á spjöldum 22. ágúst nk.
Í sumar stóð Héraðsbókasafn Dalasýslu fyrir lestrarátaki fyrir börn á aldrinum 5-12 ára í formi sumarbingós. Markmið með lestrarátaki yfir sumartímann er að hvert barn lesi í sumar, viðhaldi leshraða, lesskilningi og njóti lestursins. Lestur ýtir undir betri og fjölbreyttari orðaforða, styður við þroska barna og eykur þekkingu þeirra á svo margan hátt. Skólar og bókasöfn standa reglulega fyrir lestrarátaki …
Breytingar á söfnun rúlluplasts
Nú er rúlluplastsöfnun ágústmánaðar að ljúka og því viljum við koma eftirfarandi upplýsingum á framfæri er varða breytingar á söfnun Íslenska gámafélagsins á rúlluplasti. Frá og með hreinsun sem nú er að ljúka þarf svart plast að vera aðskilið frá öðru plast og baggað sér. Þá má ekki lengur setja plast í stórsekki heldur þarf að bagga rúlluplastið eða búa …
Sveitarstjórn Dalabyggðar – 236. fundur
FUNDARBOÐ 236. fundur Sveitarstjórnar Dalabyggðar verður haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal, fimmtudaginn 17. ágúst 2023 og hefst kl. 16:00 Dagskrá: Almenn mál 1. 2304008 – Sælingsdalstunga 2. 2305018 – Verksamningar. 3. 2303008 – Fjallskil 2023 4. 2208004 – Vegamál Fundargerð 5. 2306001F – Byggðarráð Dalabyggðar – 310 6. 2306002F – Byggðarráð Dalabyggðar – 311 7. 2307004F – Byggðarráð …
Nýliðunarstuðningur og þróunarverkefni búgreina
Opnað hefur verið fyrir umsóknir um nýliðunarstuðning í landbúnaði. Markmið stuðningsins er að aðstoða nýliða við að hefja búskap og auðvelda ættliðaskipti í landbúnaði. Þeir einstaklingar geta sótt um stuðning sem uppfylla neðangreindar kröfur: a. Uppfylla skilyrði skv. 3. gr. reglugerðar um almennan stuðning við landbúnað. b. Eru á aldrinum 18-40 ára á því ári sem óskað er eftir stuðningi. …
Uppbyggingarsjóður Vesturlands – opið fyrir umsóknir
Opnað hefur verið fyrir umsóknir í Uppbyggingarsjóð Vesturlands. Umsóknarfrestur er til og með 7. september 2023, úthlutun fer fram í september 2023. Tilgangur Uppbyggingarsjóðs er að styrkja annars vegar menningarverkefni og hinsvegar atvinnu- og nýsköpunarverkefni á Vesturlandi. Sjóðurinn er samkeppnissjóður og eru umsóknir metnar út frá þeim markmiðum og áherslum sem koma fram í Sóknaráætlun Vesturlands. Í þessari úthlutun eru veittir …
Laust starf: Aðstoð í eldhúsi Fellsenda
Hjúkrunarheimilið Fellsendi – starf í eldhúsi Óskað eftir aðstoðarmanni í eldhúsið á Fellsenda. Laun eru samkvæmt kjarasamningi samtökum fyrirtækja í atvinnurekstri og viðkomandi stéttarfélags. Starfið fellst í aðstoð við matreiðslu, uppvask og þrif. Starfið er 89% vinna, unnið þriðjudaga til föstudaga frá 8-16. Möguleiki á minna starfshlutfalli eftir samkomulagi. Fyrirspurnir og umsóknir sendist til Heiðrúnar Söndru á netfangið eldhus@fellsendi.is eða síma 772-0860. Sjá einnig: Laus störf
Sumarlokun skrifstofu Dalabyggðar 2023
Skrifstofa Dalabyggðar verður lokuð dagana 31. júlí – 9. ágúst nk. vegna sumarleyfa. Á þessum tíma er hægt að senda tölvupóst á dalir@dalir.is sem verður svarað við fyrsta tækifæri. Skrifstofan verður opnuð að nýju kl. 09:00 fimmtudaginn 10. ágúst.
Jóna Björg ráðin verkefnastjóri fjölskyldumála
Þann 9. júní sl. var auglýst starf verkefnastjóra fjölskyldumála hjá Dalabyggð með umsóknarfresti til 26. júní. Um er að ræða nýtt starf þar sem helstu verkefni eru tengd málefnum félagsþjónustu, fræðslumála, barnavernd og störfum með fastanefndum Dalabyggðar. Þrjár umsóknir bárust vegna starfsins og fóru viðtöl fram fyrri hluta júlí. Það er Jóna Björg Guðmundsdóttir sem hefur verið ráðin og tekur …
Miðbraut lokuð part úr degi 29.07.2023
Miðbraut verður lokuð laugardaginn 29. júlí milli ca. 12:300 – 16:00 vegna Pósthlaupsins en endamarkið verður staðsett við pósthúsið. Pósthlaupið er um 50 km utanvegahlaup sem hefst við Bálkastaði í Hrútafirði. Hlaupin er gömul landpóstaleið yfir Haukadalsskarð vestur í Haukadal og sem leið liggur niður dalinn, meðfram Haukadalsvatni, niður á reiðstíg við Vestfjarðaveg í Dölum og eftir honum og Vestfjarðavegi alla …