Afgreiðsla Sýslumannsins á Vesturlandi í Búðardal er lokuð í dag, þriðjudaginn 14. júní 2022.
Sveitarstjórn Dalabyggðar – 221. fundur
FUNDARBOÐ 221. fundur Sveitarstjórnar Dalabyggðar verður haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal, fimmtudaginn 16. júní 2022 og hefst kl. 16:00 Dagskrá: Almenn mál 1. 2205015 – Kosning í nefndir skv. A-hluta 48 gr. samþykkta Dalabyggðar 2. 2205016 – Kosning í stjórnir og samstarfsnefndir skv. B-hluta 48. gr. samþykkta Dalabyggðar 3. 2206015 – Fundir sveitarstjórnar sumarið 2022 …
17. júní 2022 í Dalabyggð
Dagskrá: Kl. 13:00 – Silfurtún Við Silfurtún mun fjallkonan Birna Rún Ingvarsdóttir flytja ljóð og Guðlaug Kristinsdóttir sveitarstjórnarfulltrúi flytur hátíðarræðu í tilefni dagsins. Skátarnir standa heiðursvörð. Helga Rún og Nikkólína flytja tónlist fyrir okkur. Tómstundastarf Silfurtúns verður með opin sölubasar með ýmsum hlutum sem þau hafa verið að föndra í vor. Að lokinni dagskrá við Silfurtún verður skrúðganga að Dalabúð. …
Styttri opnunartími bókasafns 16. júní 2022
Héraðsbókasafn Dalasýslu verður opið frá kl.13:30-14:30 fimmtudaginn 16. júní nk.
Leiðbeiningar varðandi notkun grenndarstöðva – ítrekun
Að gefnu tilefni vill Dalabyggð ítreka leiðbeiningar varðandi notkun grenndarstöðva í sveitarfélaginu. Í Dalabyggð hafa eigendur frístundahúsa/sumarhúsa aðgengi að grenndarstöðvum sem eingöngu eru ætlaðar fyrir heimilissorp. Á hverjum stað er að finna kör fyrir almennt sorp (óendurvinnanlegt), endurvinnanlegt sorp og lífrænan úrgang, sbr. flokkun frá heimilum. Eins og með heimili í Dalabyggð ber eigendum frístundahúsa/sumarhúsa að skila öðru sorpi og …
Timbur- og járngámar – sumar 2022
Timbur- og járngámar verða aðgengilegir í dreifbýli Dalabyggðar eins og síðustu ár. Gámarnir verða staðsettir á hverjum stað í vikutíma, frá fimmtudegi til fimmtudags. Stað- og tímastaðsetningar gáma Saurbær – Tjarnarlundur 23. – 29. júní Skarðsströnd – Skarð 23. – 29. júní Fellsströnd – Valþúfa 30. júní – 6. júlí Fellsströnd – Ytra-Fell 30. júní – …
Rotþróahreinsun 2022 – hefst 4. júlí
Í Dalabyggð eru rotþrær hreinsaðar á þriggja ára fresti. Í ár, 2022, mun hreinsun fara fram í Hvammssveit, Fellsströnd og Skógarströnd og hefst verkið mánudaginn 4. júlí nk. Kostnaður við rotþróahreinsun er innheimtur með fasteignagjöldum. Dalabyggð vill brýna fyrir fólki að hafa allt klárt fyrir rotþróahreinsun s.s. gæta að merkingum rotþróa t.d. með veifum og auðvelda aðgengi að rotþróm. Þá …
Bókabingó – Lestrarátak í Dalabyggð sumarið 2022
Markmið með lestrarátaki yfir sumartímann er að hvert barn lesi í sumar, viðhaldi leshraða, lesskilningi og njóti lestursins. Lestur ýtir undir betri og fjölbreyttari orðaforða, styður við þroska barna og eykur þekkingu þeirra á svo margan hátt. Skólar og bókasöfn standa reglulega fyrir lestrarátaki en yfir sumartímann er hætt við að lestur detti niður eða gleymist í fríi og ferðalögum. …
Sýningunni „Heimferð“ aflýst vegna veikinda
Sökum veikinda verður sýningunni „Heimferð“ eftir Handbendi brúðuleikhús, því miður að aflýst á eftirfarandi sýningarstöðum: Búðardal, Stykkishólmi, Grundarfirði og Rifi. Við biðjumst innilega afsökunar á þessu, og skömmum fyrirvara, en við þetta er ekki ráðið. Þeir sem hafa keypt miða fá þá endurgreidda hjá tix.is Við biðjumst innilega afsökunar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda. – Handbendi brúðuleikhús
Laust starf: Sveitarstjóri Dalabyggðar
Starf sveitarstjóra í Dalabyggð er laust til umsóknar og er leitað að kraftmiklum og drífandi einstaklingi til að stýra krefjandi verkefnum á vegum sveitarfélagsins. Rík áhersla er á að efla atvinnulíf og þjónustu við fjölskyldur. Starfið felst meðal annars í að vinna af krafti að nýjum verkefnum sem sveitarfélagið er með í bígerð og má þar meðal annars nefna byggingu …