Dalabyggð greiðir þátttökugjald á Mannamót 2023

DalabyggðFréttir

Í tengslum við markaðssetningu ferðaþjónustu í Dalabyggð vill sveitarfélagið bjóða ferðaþjónum sem ætla sér að taka þátt á Mannamóti 2023 að greiða þátttökugjaldið fyrir þá.
Er þetta gert í samstarfi við Markaðsstofu Vesturlands þannig að reikningur fyrir þátttöku þeirra ferðaþjóna sem starfa í sveitarfélaginu og skrá sig á Mannamót 2023 fer til Dalabyggðar.

Þeir sem hafa þegar skráð sig geta haft samband við Jóhönnu Maríu Sigmundsdóttur, verkefnastjóra hjá Dalabyggð (johanna@dalir.is) eða Kristján Guðmundsson, verkefnastjóra hjá Markaðsstofu Vesturlands (kristjan@west.is) til að hlutast til um endurgreiðslu gjaldsins.

Skráningu lýkur þann 20. desember 2022 og er þátttökugjaldið 22.900 kr.+ vsk. Athugið að Dalabyggð áskilur sér rétt til að innheimta þátttökugjaldið ef viðkomandi mætir ekki á sýninguna þann 19. janúar n.k.

Hægt er að nálgast frekari upplýsingar og skrá sig hér: Mannamót Markaðsstofa landshlutanna

Um Mannamót:

Mannamót Markaðsstofa landshlutanna verður haldið í Kórnum í Kópavogi fimmtudaginn 19. janúar 2023 frá klukkan 12 til 17. Mannamót er fjölmennasti viðburðurinn í íslenskri ferðaþjónustu. Tilgangur Mannamóta er að kynna landsbyggðarfyrirtæki fyrir ferðaþjónustufólki sem staðsett er á höfuðborgarsvæðinu en erlendir gestir eru einnig farnir að sýna viðburðinum athygli.

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei