Nýtt sorphirðudagatal og breyting á klippikortum

DalabyggðFréttir

Hér fyrir neðan má sjá og nálgast nýtt sorphirðudagatal fyrir árið 2023.
Dagatalið er gefið út með fyrirvara um möguleika á nýju fyrirkomulagi, vegna breytinga á lögum er snerta úrgang og taka gildi 1. janúar 2023.
Sveitarfélög hafa svigrúm inn í árið til að laga sig að breyttu regluverki varðandi úrgangsmál og er sú vinna hafin hjá Dalabyggð.

Eru íbúar því beðnir um að hafa það í huga ef dagatalið er prentað út, þ.e. að fyrirkomulag og tíðni geti breyst á miðju ári.

Þá er í skoðun að taka upp nýtt kerfi í stað klippikorta, sem íbúar hafa nýtt þegar úrgangi er skilað á Endurvinnslustöðina í Búðardal. Vegna þessa munu klippikort íbúa fyrir árið 2022 gilda áfram inn í nýja árið, á meðan innleiðing stendur yfir.
Þeir sem hafa klárað kortið sem sent var út í janúar 2022 geta komið á skrifstofu Dalabyggðar milli kl. 09:00 – 13:00 alla virka daga, með gamla kortið og fengið nýtt afhent í skiptum.

Allar breytingar miða að því að sveitarfélagið Dalabyggð sé til fyrirmyndar í úrgangsmálum og sinni þeim lögum samkvæmt. Umhverfisvernd og ábyrg umgengni um náttúruna eru mikilvægustu atriðin sem varða framtíð okkar allra, þar skipa úrgangsmál stóran sess. Þá er von okkar sú að með nýju kerfi, í stað klippikorta, við losun úrgang á Endurvinnslustöðinni verði ferlið bæði einfaldað og aðlagað nýjum tímum.

Send verður út tilkynning bæði hér á vefnum og í Dalapóstinum ef sorphirða tekur breytingum og eins er nýtt kerfi verður komið á Endurvinnslustöðinni.

Gleðilegt nýtt flokkunar-ár!

Munum að flokka yfir hátíðirnar: Yfirlit vegna úrgangs um jól og áramót

Hér má nálgast sorphirðudagatalið til útprentunar: Sorphirðudagatal 2023 (pdf-skjal)

 

 

Sjá einnig:
Sorphirða
Endurvinnsla

 

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei