Vinnuskóli Dalabyggðar 2021 – umsóknarfrestur til 16. maí nk.

DalabyggðFréttir

Vinnuskóli Dalabyggðar verður starfræktur frá 10. júní og til loka júlí og er fyrir unglinga fædda árin 2004 – 2008. Umsóknarfrestur er til og með 16. maí nk. Frekari upplýsingar: Reglur um Vinnuskóla Dalabyggðar Vinnuskóli Dalabyggðar – umsóknareyðublað

Uppsetning og frágangur á tunnustöðvum – verðkönnun

DalabyggðFréttir

Dalabyggð óskar eftir tilboði í uppsetningu og frágang á 16 tunnustöðvum í sveitarfélaginu. Framkvæmdin felst í því að koma fyrir forsteyptum L -einingum og lerkiklæðningu. Dalabyggð útvegar allt efni til framkvæmdarinnar. Steypueiningar eru 120 cm á hæð og 90 cm á breidd og þyngd c.a.400 kg Beðið erum verð í hverja einingu eftir stærðum. Verktími er til 30. júní 2021. …

Lekaleit hitaveitu með ómönnuðum loftförum fyrir RARIK

DalabyggðFréttir

Á morgun 12. maí 2021 og næstu daga munu starfsmenn frá umhverfisverkfræðistofunni ReSource International gera lekaleit á hitaveitu innan Búðardals og nærsveita fyrir hönd RARIK. Lekaleitin verður gerð með ómönnuðum loftförum (öðru nafni drónum) þar sem teknar verða hitamyndir úr +50 m hæð af bænum og sveitinni vegna mögulegra leka á hitaveitulögnum. Gögnin nýtast RARIK til að stöðva núverandi leka …

Aukalosun á grænu tunnunni 18.-19. maí

DalabyggðFréttir

Nú hefur flokkunarílátum verið dreift til heimila í Dalabyggð. Vegna þess hve nýtilkomin þau voru þegar átti að losa í síðustu viku verður aukalosun á grænu tunnunni í næstu viku, þiðjudag-miðvikudag á öllu svæðinu, þ.e. dreifbýli og þéttbýli. Við þökku íbúum fyrir þolinmæði og samvinnu á meðan verið er að koma ferlinu af stað. Bendum á að ef íbúar hafa …

Augnlæknir með viðveru í Búðardal

DalabyggðFréttir

Guðrún J. Guðmundsdóttir augnlæknir verður með móttöku á Heilsugæslustöðinni í Búðardal föstudaginn 21. maí nk. Tímapantanir alla virka daga í síma 432 1450 frá kl. 9:00 til kl. 15:00

Fjölmiðlar og landsbyggðir – málstofa í streymi 12.maí

DalabyggðFréttir

Landshlutasamtök sveitarfélaga standa fyrir málstofu um fjölmiðla og landsbyggðir miðvikudaginn 12. maí kl. 9-10:30. Fjallað verður meðal annars um vægi og birtingarmyndir íbúa á landsbyggðunum í frétta- og dagskrárefni, mikilvægi staðbundinna fjölmiðla, hlutverk og skyldur almannaþjónustumiðla gagnvart dreifðum byggðum og farið yfir dæmi frá Norðurlöndum. Viðburðurinn er haldinn í samstarfi við Byggðastofnun, RÚV, Háskólann á Akureyri og mennta- og menningarmálaráðuneytið. …

Af fundi um félagsheimili í Dalabyggð: Tjarnarlundur og Staðarfell

DalabyggðFréttir

Fimmtudaginn 6. maí hélt menningarmálanefnd Dalabyggðar samráðsfund vegna félagsheimila í Dalabyggð. Um er að ræða tvo fundi, fundurinn í fyrra kvöld fjallaði um Árblik og Dalabúð og fundurinn í gær var vegna Tjarnarlundar og Staðarfells. Ath. að á fundinum voru rangar tölur fyrir kostnað pr. ár á Staðarfelli (hefur verið leiðrétt í glærum hér fyrir neðan) en samtala fyrir rekstur …

Sumarlokun skristofu Sýslumannins á Vesturlandi í Búðardal

DalabyggðFréttir

Skrifstofa Sýslumannsins á Vesturlandi í Búðardal verður lokuð frá 7. maí til 7. júní nk. Skrifstofan opnar aftur þriðjudaginn 8. júní. Á vefsíðunni Sýslumenn.is má meðal annars finna netföng starfsmanna eftir málaflokkum og opnunartíma annarra skrifstofa og útibúa á Vesturlandi.

Af fundi um félagsheimili í Dalabyggð: Árblik og Dalabúð

DalabyggðFréttir

Miðvikudaginn 5. maí hélt menningarmálanefnd Dalabyggðar samráðsfund vegna félagsheimila í Dalabyggð. Um er að ræða tvo fundi, fundurinn í gær fjallaði um Árblik og Dalabúð og í kvöld verður fundur vegna Tjarnarlundar og Staðarfells. Slóð á Teams-fund vegna Tjarnarlundar og Staðarfells (6. maí): Teams-fundur Fundinum verður einnig streymt á YouTube-síðu Dalabyggðar: Dalabyggð TV Upptöku af fundinum 5. maí má nálgast …

Fundir um félagsheimili í Dalabyggð – 5. og 6. maí

DalabyggðFréttir

Menningarmálanefnd heldur tvo fundi um félagsheimili í Dalabyggð í samstarfi við menningarfulltrúa SSV dagana 5. og 6. maí nk. Vegna sóttvarnaráðstafana verða fundirnir haldnir í fjarfundi gegnum Microsoft Teams. Hlekki á fundina má finna hér fyrir neðan. Fundinum verður einnig streymt á YouTube síðu Dalabyggðar, Dalabyggð TV. Á fundunum verður farið yfir skipulag og rekstur hvers félagsheimilis og umræður um …