Viðhorfskönnun vegna vindorkuvera

DalabyggðFréttir

Á næstu dögum mega íbúar Dalabyggðar eiga von á SMS skilaboðum og/eða símtölum er varða viðhorfskönnun vegna vindorkuvera. Á 105. fundi umhverfis- og skipulagsnefndar Dalabyggðar 05.06.2020 kom nefndin því á framfæri við sveitarstjórn að íhuga að láta framkvæma viðhorfskönnun meðal íbúa í Dalabyggð gagnvart nýtingu vindorku til raforkuvinnslu í sveitarfélaginu. Á 193. fundi sveitarstjórnar Dalabyggðar 22.06.2020 fól sveitarstjórn byggðarráði að …

Þorrablóti Stjörnunnar 2021 aflýst

DalabyggðFréttir

Vegna COVID-19 faraldursins sjá þorrablótsnefnd og stjórn Stjörnunnar ekki fram á að geta haldið þorrablótið sem til stóð að yrði 30. janúar 2021. Við vonumst þó til að sjá sem flesta á þorrablóti 29. janúar 2022 og óskum öllum gleðilegrar hátíðar. Bestu kveðjur frá stjórn og þorrablótsnefnd Stjörnunnar.

Vinna við háspennudreifikerfi 1. des

DalabyggðFréttir

Rafmagnslaust verður í Hvammssveit, á Fellsströnd, Skarðsströnd og í Saurbæ í dag 01.12.2020 frá kl 13:00 til kl 15:00 vegna vinnu við háspennudreifikerfið. Nánari upplýsingar veitir Svæðisvakt RARIK Vesturlandi í síma 528 9390 og kort af svæðinu má sjá á www.rarik.is/rof

Dagur reykskynjarans 1. desember

DalabyggðFréttir

1. desember er dagur reykskynjarans. Þá er upplagt að nýta tækifærið og skipta um rafhlöðuna í skynjaranum. Vegna aukinnar notkunar á raftækjum og þá sérstaklega snjallsímum og spjaldtölvum er gott að vera með reykskynjara í öllum svefnherbergjum til viðbótar þeim sem eru frammi í stofu eða á svefnherbergisgangi. Einnig líður að jólum og þá eykst oft notkun á kertum og …

Hvernig á að flokka í Covid-19 faraldrinum?

DalabyggðFréttir

Um þessar mundir fellur til gífurlegt magn af einnota grímum, hönskum og sótthreinsiklútum. Þessar einnota vörur er ekki hægt að endurvinna. Við erum að verða vör við alltof mikið af grímum og hönskum á götum og gangstéttum og því mikilvægt að fólk taki þetta annað hvort með sér heim og hendi þessu þar eða gæti þess að þetta fari alveg …

Þorrablóti Óla pá 2021 aflýst

DalabyggðFréttir

Í ljósi aðstæðna vegna Covid-faraldurs sér þorrablótsnefnd og stjórn Óla pá sér ekki fært að halda þorrablót sem átti að vera 23. janúar 2021. Við hvetjum alla til að huga vel að eigin heilsu, andlegri sem líkamlegri, og óskum öllum gleðilegra hátíða. –  Þorrablótsnefnd og stjórn Óla pá

Vefsíða Vestfjarðarleiðarinnar opnuð

DalabyggðFréttir

Vestfjarðaleiðin er ný ferðamannaleið um Vestfirði og Dalina sem opnuð var í október sl. Núna hefur vefsíða ferðaleiðarinnar verið opnuð en þar má finna upplýsingar um skemmtilega afþreyingu, gistingu, áhugaverða staði og margt fleira sem hægt er að upplifa á leiðinni. Leiðin er um 950 km  með einstökum áningarstöðum og upplifunum. Vestfjarðaleiðin er stutt frá Reykjavík og Akureyri og er því …

Óskað eftir athugasemdum um framtíð Breiðafjarðar

DalabyggðFréttir

Nú liggur fyrir samantekt Breiðafjarðarnefndar á framvindu og niðurstöðum verkefnisins sem gengið hefur undið nafninu “Framtíð Breiðafjarðar” og nefndin vann að á tímabilinu 2019-2020. Breiðafjarðarnefnd hefur sent samantektina til umsagnar sveitarstjórna við fjörðinn. Samantektin er auk þess birt á heimasíðu nefndarinnar og óskað eftir athugasemdum íbúa. Smellið hér til þess að nálgast skjalið, “Framtíð Breiðafjarðar, samantekt og niðurstöður Breiðafjarðarnefndar”.  Athugasemdum …

Auglýsing um breytingu á Aðalskipulagi Dalabyggðar 2004-2016

DalabyggðFréttir

Sveitarstjórn Dalabyggðar samþykkti á fundi sínum þann 18. nóvember að auglýsa tvær tillögur að breytingu á Aðalskipulagi Dalabyggðar 2004-2016, skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingarnar felast í því að 400 ha iðnaðarsvæði til vindorkunýtingar er fært inn í aðalskipulag á svæðum sem eru skilgreind sem landbúnaðarsvæði í gildandi aðalskipulagi. Umrædd svæði eru í landi Hróðnýjarstaða og í landi Sólheima. …

Íbúð til leigu / Apartment for rent – Bakkahvammur 8a

DalabyggðFréttir

Opið er fyrir umsóknir um íbúð að Bakkahvammi 8a , 370 Búðardal. Það er húsnæðissjálfseignarstofnunin Bakkahvammur hses. sem leigir út íbúðina. Íbúðin sem um ræðir er um 90fm. Til að sækja um íbúðina þarf að fylla út umsóknareyðublað sem má finna bæði á formi pdf og word hér: Bakkahvammur hses. Athugið að öll samskipti varðandi íbúðina verða á rafrænu formi …