Sögurölt á Skarði á Skarðsströnd

DalabyggðFréttir

Byggðasafn Dalamanna og Sauðfjársetur á Ströndum halda áfram samstarfi sínu um sögurölt. Fyrsta rölt sumarsins verður miðvikudaginn 1. júlí kl. 19:30 og hefst á hlaðinu á Skarði. Stella kollubóndi á Skarði og Valdís safnvörður munu vappa um hlaðið og nágrenni og segja sögur af alls konar konum á Skarði. Húsfreyjum, húskonum, vinnukonum, stúlkum, reifabörnum og draugum. Rétt er þó að …

Rafmagn í Saurbæ

DalabyggðFréttir

Rafmagnsbilun er á Saurbæjarlínu. Unnið er að viðgerð. Rafmagnslaust verður í Saurbæ frá Árseli Hvítadal að rofa við Klofning 30.06.2020 frá kl 13:30 til kl 14:00 vegna vinnu við háspennustreng. Mögulega kemur rafmagn á í stuttan tíma undir lok straumleysis vegna prófunar. Nánari upplýsingar veitir Svæðisvakt RARIK Vesturlandi í síma 528 9390 og kort af svæðinu má sjá á www.rarik.is/rof.

Sveitarstjórn Dalabyggðar – 193.fundur – breytt staðsetning

DalabyggðFréttir

193.fundur sveitarstjórnar verður haldinn mánudaginn 22. júní kl. 16:00. Fundarstaður breytist og verður í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal (í staðinn fyrir Árblik). Ástæða breytingarinnar er erfidrykkja í Árbliki 23. júní sem þarf að undirbúa. Dagskrá helst óbreytt.   FUNDARBOÐ   193. fundur Sveitarstjórnar Dalabyggðar verður haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal, 22. júní 2020 og hefst kl. 16:00 Dagskrá: Almenn mál 1. …

Sveitarstjórn Dalabyggðar – 193.fundur

DalabyggðFréttir

FUNDARBOÐ   fundur Sveitarstjórnar Dalabyggðar verður haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal, 22. júní 2020 og hefst kl. 16:00   Dagskrá:   Almenn mál 1. 1806009 – Kjör oddvita og varaoddvita 2. 1806010 – Kosning aðal- og varamanna í byggðarráð 3. 1806011 – Kosning í nefndir skv. A-hluta 48 gr. samþykkta Dalabyggðar 4. 2005033 – Fjárhagsáætlun 2020 – Viðauki IV. 5. …

Fermingarmessa í Snóksdalskirkju 17.júní

DalabyggðFréttir

Fermingarmessa verður í Snóksdalskirkju á þjóðhátíðardaginn, 17. júní, kl. 12:00. Fermingarbörn eru Jóhanna Vigdís Pálmadóttir og Mikael Magnús Svavarsson. Altarisganga fer fram síðar. Organisti er Halldór Þ Þórðarson, ásamt söngfólki. – Sóknarprestur.

Forsetakosningar 2020

DalabyggðFréttir

Forsetakosningar fara fram laugardaginn 27.júní 2020. Upplýsingar um flest er lýtur að kosningunum er að finna á kosningavef innanríkisráðuneytisins www.kosning.is Kjörskrá fyrir Dalabyggð mun liggja frammi á skrifstofu Dalabyggðar frá og með 16.júní til kjördags, þ.e. mánudaga – föstudaga kl.09:00-13:00 Hver sem er getur gert athugasemdir til sveitarstjórnar um að nafn eða nöfn einhverra kjósenda vanti á kjörskrá eða þeim sé …

Tilboð í sláttutraktor

DalabyggðFréttir

Dalabyggð óskar eftir tilboðum í Murry 155/102  sláttutraktor árgerð 2000. Frestur til að skila inn tilboðum er til 22. júní og skulu þau send á netfangið dalir@dalir.is. Upplýsingar veitir Viðar Ólafsson, vidar@dalir.is eða síma 8940013.

Íbúðarhúsnæði til leigu

DalabyggðFréttir

Til leigu eru einbýlishús á Laugum, Laugavellir 150 m2 og Laugaland 111 m2. Húsin geta verið tilbúinn til útleigu með fjögurra til sex vikna fyrirvara. Þau geta verið leigð til eins árs og er leiga skv. gjaldskrá Dalabyggðar. Áhugasamir sendi póst á netfangið dalir@dalir.is fyrir 22. júní. Aðilar sem eiga lögheimili í Dalabyggð njóta forgangs og ræður hlutkesti.

17.júní 2020 í Dalabyggð

DalabyggðFréttir

Í ljósi aðstæðna, gildandi takmarkana og tilmæla lögreglustjórans á Vesturlandi verða hátíðarhöld á 17.júní með öðru sniði en venjulega. Við missum þó ekki gleðina og kynnum hérna dagskrá dagsins. Dagskrá: Kl.12:00 Hátíðarræða og ávarp fjallkonunnar verða á flötinni við Silfurtún. Dagskrá við Silfurtún verður streymt í beinni útsendingu á Facebook síðu Dalabyggðar (Sveitarfélagið Dalabyggð). Íbúar eru beðnir um að safnast …