Heitavatnslaust 24.-25. ágúst

SafnamálFréttir

Heitavatnslaust verður í Dalabyggð miðvikudaginn 24. ágúst 2022 frá kl 22:00 til kl 03:00 fimmtudaginn 25. ágúst 2022. Nánari upplýsingar veitir Svæðisvakt RARIK Vesturlandi í síma 528 9000 og kort af svæðinu má sjá á www.rarik.is/rof

Bókabingó 2022

SafnamálFréttir

Síðasti dagur til að skila inn bingóspjöldum er fimmtudagurinn 18. ágúst. Þau börn sem skila bingóspjaldinu sínu á bókasafnið fá að launum glaðning fyrir þátttökuna ásamt viðurkenningarskjali fyrir að hafa lokið við bingóið. Bókasafnið er opið á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 13:30-17:00.

Sérstakur húsnæðisstuðningur vegna 15-17 ára

SafnamálFréttir

Ungmenni 15-17 ára sem eru í framhaldsskólum eiga rétt á sérstökum húsnæðisstuðningi. Stuðningurinn er ætlaður foreldrum/forsjáraðilum ungmenna sem leigja herbergi á heimavist, á námsgörðum, eða leiguherbergi á almennum markaði og njóta ekki vegna aldurs réttar til húsnæðisbóta. Samkvæmt reglum skal umsókn berast fyrir 15. þess mánaðar sem greitt er fyrir og ekki greitt aftur í tímann. Umsókn gildir fyrir hverja …

Íbúafundur – DalaAuður

SafnamálFréttir

Íbúafundur í Búðardal í verkefninu DalaAuður undir merkjum Brothættra byggða Íbúafundur verður haldinn í Dalabúð þriðjudaginn 23. ágúst klukkan 18:00 – 20:30. Fundurinn er haldinn í tengslum við byggðaþróunarverkefnið Brothættar byggðir en verkefnið í Dalabyggð fékk nafnið DalaAuður á íbúaþingi í vor. Á íbúafundi verður kynnt tillaga að verkefnisáætlun fyrir DalaAuð, þar sem sett hafa verið fram markmið sem snúa …

Aðalfundur Undra

SafnamálFréttir

Aðalfundur Íþróttafélagsins Undra verður haldinn í Dalabúð mánudaginn  29. ágúst kl. 20:00. Dagskrá fundar: Yfirlit ársins Fjármál Kynning á vetrardagskrá Önnur mál Allir eru velkomnir. Stjórn Íþróttafélagsins Undra

Rafmagnslaust í Sælingsdal

SafnamálFréttir

Rafmagnslaust verður frá Árbæ í Hvammssveit og inn í Sælingsdal föstudaginn 19. ágúst 2022 frá kl 00:00 til kl 04:00 vegna vinnu við dreifikerfi Rarik. Nánari upplýsingar veitir Svæðisvakt RARIK á Vesturlandi í síma 528 9000 og kort af svæðinu má sjá á www.rarik.is/rof

Rafmagnslaust í Suðurdölum

SafnamálFréttir

Rafmagnslaust verður í Suðurdölum frá Álfheimum að Fellsenda miðvikudaginn 3. ágúst. Fyrst frá kl. 11:00 til kl. 11:20 og svo aftur frá kl. 17:00 til kl. 17:20  vegna vinnu við dreifikerfi RARIK. Mögulega kemur rafmagn á í stuttan tíma undir lok straumleysis vegna prófunar. Nánari upplýsingar veitir Svæðisvakt RARIK Vesturlandi í síma 528 9000 og kort af svæðinu má sjá …

Laugar í Sælingsdal

SafnamálFréttir

Dalabyggð og óstofnað eignarhaldsfélag hafa gert með sér kaupleigusamning vegna fasteigna sveitarfélagsins að Laugum í Sælingsdal. Eignarhaldsfélagið tekur eignirnar á leigu til 15. janúar 2025 og hefur eftir það kauprétt á þeim fyrir kr. 270.000.000. Tilboð þessa efnis var samþykkt á fundi byggðarráðs Dalabyggðar í morgun.

Sveitarstjórn Dalabyggðar – 223. fundur

SafnamálFréttir

223. fundur sveitarstjórnar Dalabyggðar verður haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal, mánudaginn 25. júlí 2022 og hefst kl. 19:00. Gert er ráð fyrir að fundurinn verði lokaður og verður tillaga um það tekin fyrir í upphafi fundar.   Dagskrá: Almenn mál 2206024 – Laugar í Sælingsdal – tilboð   21.07.2022 Kristján Sturluson, starfandi sveitarstjóri.