Sögurölt – Lákaklettur við Steingrímsfjörð

SafnamálFréttir

Þriðjudaginn 2. júlí kl. 18, er stefnan tekin á sögurölt frá Sauðfjársetrinu í Sævangi á Ströndum og að Lákakletti sem er þar í nágrenninu. Gangan er auðveld, 1,5 km, á jafnsléttu og hluta til á vegi. Kaffi verður á boðstólum í Sævangi að göngu lokinni, fyrir þau sem áhuga hafa.

Jón Jónsson þjóðfræðingur á Kirkjubóli er göngustjóri og leiðsögumaður að þessu sinni, og ætlar m.a. að miðla fróðleik um örnefni, réttarfar fyrri alda, aftökustaði og strákinn Láka.

Það eru Byggðasafn Dalamanna, Héraðsskjalasafn Dalasýslu, Sauðfjársetur á Ströndum, Náttúrubarnaskólinn og Þjóðfræðistofa sem standa fyrir söguröltunum og eru öll hjartanlega velkomin. Enginn aðgangseyrir er í Söguröltin.

Sögurölt einkennast af því að gönguleiðin er oftast stutt og fremur auðveld, en áhersla lögð á sögur og fróðleik.

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei