Hópmyndir í anddyri stjórnsýsluhúss

SafnamálFréttir

Hópmyndir er ný sýning í anddyri stjórnsýsluhússins.

Á sýningunni eru 15 hópmyndir teknar við ýmis tilefni úr safni Byggðasafns Dalamanna. Upplýsingar um tilefni og hverjir eru á myndunum má finna í möppu við hlið sýningarinnar.

Í Sarpi (sarpur.is) má finna fleiri hópmyndir.

Í tilefni nýrrar sýningar í anddyri stjórnsýsluhússins stilltu starfsmenn hússins sér í hópmyndatöku við sýninguna.

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei