Sjúkraþjálfari á heilsugæslunni 12. apríl

DalabyggðFréttir

Sjúkraþjálfari frá Netsjúkraþjálfun mun koma á heilsugæslustöðina í Búðardal á mánudaginn 12.apríl nk. Hægt er að fá skoðun, sérsniðna endurhæfingaráætlun og eftirfylgni með framgangi. Endurhæfingaáætlunina er hægt að opna í tölvu, smáforriti í snjallsíma og / eða prenta út, allt eftir hvað hentar hverjum og einum. Hægt er að bóka tíma og fá svör við spurningum/vangaveltum með því að senda …

Atvinnuráðgjafi ekki við í dag

DalabyggðFréttir

Atvinnuráðgjafi SSV verður ekki til viðtals í Dalabyggð í dag eins og viðverudagatal gerir ráð fyrir. Þeir sem vildu ná tali af honum eru beðnir um að senda skilaboð og hann verður í sambandi við fyrsta tækifæri. Ólafur Sveinsson Fagstjóri atvinnuþróunar hjá SSV Sími: 892-3208 Netfang: olisv@ssv.is

Gleðilega páska og förum varlega!

DalabyggðFréttir

Um leið og Dalabyggð óskar ykkur öllum gleðilegra páska viljum við fara yfir nokkur atriði sem vert er að hafa í huga. Það er í gildi samkomubann á Íslandi. Það þýðir að ekki mega fleiri en 10 safnast saman á sama stað. Við brýnum fyrir fólki að virða 2ja metra fjarlægðarregluna og viðhafa grímunotkun þar sem það er ekki hægt. …

Sorphirðing – dreifing á tunnum

DalabyggðFréttir

Fljótlega eftir páska munu íbúar og eigendur frístundahúsa fá í pósti tilkynningu og handbók um væntanlegar breytingar á sorphirðu ásamt klippikorti fyrir gámasvæðið. Í handbókinni eru upplýsingar um þriggja tunnu kerfið, klippikortin, tunnuskýli og fleira gagnlegt. Handbókin er nú þegar aðgengileg hér á heimasíðu Dalabyggðar, ásamt öllum upplýsingum um málaflokkinn, sjá hér: Sorphirða. Um miðjan apríl verður kynningarfundur í beinu …

Íbúðarhúsið Skuld í Saurbæ til sölu

DalabyggðFréttir

Dalabyggð auglýsir íbúðarhúsið Skuld í Saurbæ til sölu. Verð kr. 15.800.000. Upplýsingar veitir Haraldur Guðjónsson hjá Fasteignasölunni Bæ, halli@fasteignasalan.is.

Tæming á rotþróm – útboð

DalabyggðFréttir

Dalabyggð óskar eftir tilboðum í verkið „Hreinsun rotþróa í Dölum 2021-2023“. Verkið felur í sér hreinsun á um 370 rotþróum yfir þriggja ára tímabil. Útboðsgögn verða send rafrænt í tölvupósti. Senda skal ósk um útboðsgögn á netfangið kristjan@dalir.is. Fyrirspurnir skulu berast í síðasta lagi miðvikudaginn 7. apríl nk. Tilboðum skal skila á skrifstofu Dalabyggðar, Miðbraut 11, 370 Búðardal, fyrir kl. …

Laus störf: starf þjónustufulltrúa – starf við ræstingar

DalabyggðFréttir

Stjórnsýsluhús – þjónustufulltrúi Starf þjónustufulltrúa Dalabyggðar er afar fjölþætt og felst í almennum ritara- og skrifstofustörfum. Um er að ræða hlutastarf og er vinnutími kl. 9-13. Helstu verkefni eru: símsvörun og móttaka. móttaka ábendinga, pósts og flokkun erinda og skráning. gagnavarsla, ljósritun, skönnun skjala og skjalavistun. stoðþjónusta innan skrifstofu sveitarfélagsins. aðstoð við undirbúning funda og viðburða. annast innkaup og umsjón …

Dekurpakkar – Kvenfélagið Fjóla

DalabyggðFréttir

Kvenfélagið Fjóla býður upp á dekurpakka með heimabökuðu bakkelsi: Senn líður að sauðburði og í ár viljum við Kvenfélagið Fjóla bjóða ykkur upp á dekurpakka. Pakkarnir innihalda heimabakaða bakkelsi. Pantanir skulu berast í síðasta lagi 10. apríl nk. á netfangið vifl@simnet.is eða saudafell@saudafell.is . Fjólukonur sjá um að baka, pakka og frysta nýbakaða bakkelsið.  Afhending er svo 25. apríl. Dekurpakki …

Laus störf: Sumarstörf á Fellsenda

DalabyggðFréttir

Til auglýsingar eru þrjú sumarstörf á Hjúkrunarheimilinu Fellsenda fyrir sumarið 2021. Hjúkrunarheimilið Fellsendi – sumarstarf í eldhúsi Óskað eftir starfsmanni í sumarafleysingar við eldhúsið á Fellsenda. Leitað er af einstaklingi með reynslu af störfum í eldhúsi og vanan matreiðslu. Verið er að elda fyrir 27 heimilismenn og ca. 10 starfsmenn. Laun eru samkvæmt kjarasamningi samtökum fyrirtækja í atvinnurekstri og viðkomandi …