Dalaveitur – rof í Miðdölum vegna viðgerðar

Kristján IngiFréttir

Þriðjudaginn 25. maí fer fram viðgerð á dreifikerfi Dalaveitna. Meðan á viðgerð stendur verður netlaust hjá notendum í stærstum hluta Miðdala frá og með Kvennabrekkur, til og með Hundadals. Þar á meðal er fjarskiptamastrið á Sauðafelli og verður því takmarkað GSM-samband við Sauðafelli og suður á Bröttubrekku. Mastrið verður tengt sem fyrst þannig að símasamband komist á sem fyrst.

Samband verður rofið kl. 11 og stefnt á að mastrið verði komið í samband kl. 13. Síðustu tengingar eiga að vera komnar inn fyrir kl. 17. Viðgerð gæti klárast fyrr og verður tilkynning sett á heimasíðuna þegar allar tengningar eiga að vera komnar í samband.

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei