Bókasafn – púslskipti

DalabyggðFréttir

Bókavörður ætlar að gera tilraun með púslskiptihillu. Þar getur fólk komið með púsl og fengið annað í þess stað. Til að byrja með verður árherslan lögð á púsl fyrir fullorðna en ef vel gengur og pláss finnst verður athugað með að færa út kvíarnar og bæta við púslum fyrir börn.   Bókasafnið er opið á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 12:30 …

Dagur leikskólans 2019

DalabyggðFréttir

Dagur leikskólans 2019 er miðvikudaginn 6. febrúar. Þá er mikil dagskrá á leikskóla Auðarskóla allt frá kl. 8 um morguninn og endar með að íbúum Dalabyggðar er boðið í vöfflukaffi kl. 14-16.   Dagskrá   Kl. 8:00 – 8:30. Morgunmatur með starfsfólki grunnskólans og tónskólans.   Kl. 8:45 – 9:00. Kristján Sturluson, sveitarstjóri Dalabyggðar, stjórnar lestrar- og sögustund.   Kl. 9:10 – 9:40. Vináttustund með …

Dagur kvenfélagskonunnar

DalabyggðFréttir

Dagur kvenfélagskonunnar er 1. febrúar.   Dalabyggð óskar sínum frábæru kvenfélagskonum til hamingju með daginn. Með þökk fyrir þeirra framlag til sveitafélagsins.   Dalabyggð.

Slökkviliðsstjóri

DalabyggðFréttir

Væntanlegt byggðasamlag um brunavarnir Dala, Reykhóla og Stranda óskar eftir að ráða slökkviliðsstjóra. Tilgangur byggðasamlagsins er að að fara með skipulag, yfirstjórn, þjálfun vegna slökkviliða og eldvarnareftirlits á starfssvæðinu. Starfssvæðið er Árneshreppur, Dalabyggð, Kaldrananeshreppur, Reykhólahreppur og Strandabyggð. Íbúar á starfssvæðinu eru 1545. Starfssvið Yfirumsjón og ábyrgð á rekstri og stjórnun slökkviliðsins Ábyrgð á faglegri starfsemi slökkviliðsins Úttektir, eldvarnareftirlit og stjórnun …

Sveitarstjórn Dalabyggðar 170. fundur

DalabyggðFréttir

170. fundur Sveitarstjórnar Dalabyggðar verður haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal, fimmtudaginn 17. janúar 2019 og hefst kl. 16. Dagskrá Almenn mál 1. Íbúaþing Tillaga um undirbúning og tímasetningu íbúaþings. 2. Beiðni um tilnefningu fulltrúa í vatnasvæðanefnd Úr fundargerð 89. fundar umhverfis- og skipulagsnefndar frá 11.01.2019: Ósk um tilnefningu fulltrúa í vatnasvæðanefnd – 1812026 Umhverfis- og skipulagsnefnd leggur til að Ragnheiður Pálsdóttir og Kristján Ingi …

Bingó í Árbliki

DalabyggðFréttir

Kvenfélagið Fjóla heldur bingó sunnudaginn 20. janúar kl. 14 í Árbliki. Spjaldið kostar 800 kr. Allur ágóði rennur til góðra málefna í heimabyggð. Sjoppa með gosi og nammi og kaffi. Athugið að ekki er posi á staðnum.

Uppbyggingarsjóður Vesturlands

DalabyggðFréttir

Ráðgjafar á vegum Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi verða með kynningu á sjóðnum á næstu dögum þar sem hægt er að nálgast ýmsar upplýsingar um gerð umsókna, styrkhæfni verkefna o.fl. Viðvera verður í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal þriðjudaginn 15. janúar kl. 13-15. Opnað hefur verið fyrir umsóknir í Uppbyggingarsjóð Vesturlands, en umsóknarfrestur rennur út sunnudaginn 20. janúar. Að þessu sinni verða veittir …

Dalir 1918

DalabyggðFréttir

Sögustund verður á Byggðasafni Dalamanna laugardaginn 12. janúar kl. 14 og verður endurtekin (og endurbætt) sögustundin frá 30. desember um Dalina árið 1918. Sagt verður frá helstu viðburðum í héraðinu og reynt að velta fyrir sér ýmsum flötum daglegs lífs; hverjir bjuggu hér, fjölskyldur, atvinna, búskaparhættir, veðurfar, húsakostur, heimilishald, ferðalög, leikir og störf barna og hvað eina sem heimildir bjóða …

Félagsvist í Árbliki

DalabyggðFréttir

Kvenfélagið Fjóla heldur félagsvist í Árbliki föstudaginn 11. janúar kl. 20. Aðgangseyrir er 1000 kr og frítt fyrir 14 ára og yngri. Kaffiveitingar. Athugið að ekki er posi á staðnum.

Fjárhagsáætlun 2019-2022

DalabyggðFréttir

Fjárhagsáætlun Dalabyggðar fyrir árin 2019-2022 kom til fyrstu umræðu á fundi sveitarstjórnar 1. nóvember síðastliðinn. Eftir það fór hún til umfjöllunar í nefndum og byggðarráði og kom síðan til annarrar umræðu á fundi sveitarstjórnar 22. nóvember síðastliðinn. Alls fjallaði byggðarráð um áætlunina á fimm fundum milli umræðna og einum vinnufundi. Samkvæmt sveitarstjórnarlögum nr. 138/2011 á sveitarstjórn að fjalla um fjárhagsáætlun …