Á ágætum íbúafundi sem haldinn var í Dalabúð 31. janúar sl. kom upp misskilningur í máli fyrirspyrjanda sem undirrituðum láðist að leiðrétta varðandi sölu eigna. Hið rétta kom fram á glæru sem sýnd var á fundinum en virðist ekki hafa verið nægjanlega skýr og því verður gerð tilraun til að koma réttum upplýsingum fram hér. Tilboð sem bárust voru sundurliðuð …
Æðarræktarfélagið Æðarvé
Aðalfundur Æðarvéa verður haldinn í Reykhólaskóla sunnudaginn 4. febrúar kl 14. Dagskrá Farið yfir lög og reglugerð um öflun sjávargróðurs í atvinnuskyni. Almenn aðalfundarstörf Gestir fundarins eru Erla Friðriksdóttir , Ásgeir Gunnar Jónsson og Friðrik Jónsson
Íbúafundur
Íbúafundur verður haldinn í Dalabúð miðvikudaginn 31. janúar kl. 20. Dagskrá Fjárhagsáætlun 2018-2021 Ljósleiðaraverkefni Lýsing að tillögu að breytingu á aðalskipulagi Vindorkugarður í landi Hróðnýjarstaða Kaffihlé Fyrirspurnir og umræður Íbúar Dalabyggðar eru hvattir til að mæta. Sveitarstjórn Dalabyggðar
Svæðisskipulag Dala, Reykhóla og Stranda 2018-2030
Svæðisskipulagsnefnd Dalabyggðar, Reykhólahrepps og Strandabyggðar samþykkti þann 18. janúar 2018 að auglýsa tillögu að svæðisskipulagi sveitarfélaganna þriggja, skv. 24. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og tilheyrandi umhverfisskýrslu, skv. 7. gr. laga um umhverfismat áætlana nr. 105/2006. Í svæðisskipulagstillögunni er sett fram sameiginleg framtíðarsýn á þróun landbúnaðar, sjávarnytja og ferðaþjónustu í þeim tilgangi að styrkja atvinnulíf og byggð. Greind eru tækifæri sem …
Ormahreinsun katta
Eiganda eða umráðamanni kattar er skylt að láta ormahreinsa kött sinn árlega og ber hann allan kostnað af hreinsun hans, nema að annað komi fram í samþykkt hlutaðeigandi sveitarfélags. Skylt er að ormahreinsa alla ketti fjögurra mánaða og eldri. Ef ekki er kveðið á um annað í samþykkt viðkomandi sveitarfélags skal eigandi eða umráðamaður kattar geyma hreinsunarvottorð í þrjú ár …
Ormahreinsun hunda
Eiganda eða umráðamanni hunds er skylt að láta ormahreinsa hund sinn árlega. Tilgangur hreinsunarinnar er að fyrirbyggja sýkingar hjá mönnum af völdum bandorma og spóluorma í hundum. [57. gr. reglugerðar nr. 941/2002]. Eigendur / umráðmenn hunda skulu setja sig í samband við Gísla Sverri Halldórssyni dýralæki að Ægisbraut 19 í Búðardal og mun hann þá sjá um hreinsunina. Skv. gjaldskrá …
Símasambandslaust
Vegna viðgerðar á tölvu- og símakerfi verður símasambandslaust við skrifstofu Dalabyggðar í dag, fimmtudaginn 18. janúar, kl. 12-14.
Sýsluskrifstofan lokuð
Föstudaginn 19. janúar 2018 verður Sýsluskrifstofan í Búðardal lokuð vegna starfsdags. Sýslumaðurinn á Vesturlandi
Uppbyggingarsjóður Vesturlands
Auglýst er eftir umsóknum í uppbyggingasjóð Vesturlands. Veittir verða atvinnuþróunar- og nýsköpunarstyrkir, menningarstyrkir ásamt stofn- og rekstrarstyrkjum til menningarverkefna. Umsóknarfrestur hefur verið framlengdur til miðnættis 21. janúar. Umsóknarferlið er á Ísland.is og notast er við Íslykil til innskráningar. Nánari upplýsingar má fá í síma 433 2310 eða senda fyrirspurn til uppbyggingasjodur@ssv.is. Frestur til að skila inn umsóknum rennur út á …
Áfangastaðaáætlun ferðamála á Vesturlandi 2018-2020
Annar vinnufundur um áætlun um áfangastaði á Vesturlandi verður haldinn í Dalabúð miðvikudaginn 17. janúar kl. 17-20. Sett verða markmið og listar yfir þau verkefni sem þarf að vinna á næstu árum til að gera ferðaþjónustuna í Dölum öfluga. Allir sem hafa áhuga á þróun ferðamála er velkomið að taka þátt í þessari vinnu.